Sáttmáli D- og B-lista yrði marklaust plagg Sunna Valgerðardóttir skrifar 23. apríl 2013 07:00 Skipst á skoðunum eftir fund. Brynjar Níelsson hefur miklar áhyggjur af mögulegu stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, en var með svör á reiðum höndum hvernig bæri að tækla það. Mynd/Stefán Frambjóðandi Sjálfstæðisflokks lá ekki á skoðunum sínum varðandi mögulegt stjórnarsamstarf við Framsóknarflokkinn á fundi starfsmanna Reykjavíkurborgar. Gestir spurðu frambjóðendur spjörunum úr og Fréttablaðið hlýddi á svörin. Brynjar Níelsson, sem skipar annað sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík norður, segir samstarf við Framsóknarflokk valda honum verulegum áhyggjum ef af stjórnarmyndun verður. „Það þarf mikla samningatækni til að koma þessu saman. Það verður hugsanlega sett eitthvað mjög loðið í stjórnarsáttmálann um þetta, notað eitthvað af einhverju einhvern tímann, ef þar að kemur. Það verður bara marklaust plagg,“ sagði Brynjar við fundargest sem gaf sér að sjálfstæðismenn færu í ríkisstjórnarviðræður við Framsóknarflokkinn á sunnudag. Maðurinn hafði áhyggjur af því hvernig flokkurinn ætlaði að fara í samningagerð við Framsókn með „öllum þeim loforðum“ sem þeir síðarnefndu hafa haldið fram. Sjálfstæðisflokkurinn er þriðja stjórnmálahreyfingin sem mætir til Reykjavíkurborgar til að kynna stefnumál sín. Samkvæmt fundargestum var um að ræða langfjölmennasta fundinn. „Við ætlum að vera hérna með áróður,“ sagði Teitur Björn Einarsson, sem skipar 6. sæti í Reykjavík suður, í léttum tón á meðan hann útbýtti bæklingum til fundargesta, ásamt Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem skipar 11. sætið. Spurt var hvort ályktun landsfundar flokksins um lokun Evrópustofu stæði til. „Nei, nei, hvað er þetta. Það er algjörlega andstætt flokknum að vera að loka frjálsum samtökum,“ svaraði Brynjar. „Það var ýmislegt samþykkt á þessum landsfundi. Vandamálið er að þetta verður aldrei í raun.“ Spurður hvort það sé þá ekki allt satt sem komi fram á landsfundi svaraði hann: „Nei, það er ekki alltaf sannleikurinn. Þetta er klúður og menn eru alveg sammála um það.“ Meðal fleiri viðfangsefna fundarins með starfsmönnum Reykjavíkur var lækkun skatta, bág staða ríkissjóðs, verðmætasköpun, gjaldeyrishöft, snjóhengjan, kröfuhafar, verðbólga, lán, hagvöxtur, gengisfall og gjaldmiðlar. Heitar umræður sköpuðust að lokinni kynningunni, en Brynjar og Teitur rökræddu lengi um skuldamál og neysluskatta við konu sem talaði lengi og lá mikið á hjarta. Hún og Brynjar hækkuðu bæði róminn, en á meðan fór fólk að ókyrrast og tínast aftur til vinnu, enda klukkan orðin eitt.Hans Heiðar Tryggvason og Björn Ingvarsson.„Mér fannst athyglisvert að það sé ekki alltaf að marka það sem kemur fram á landsfundi,“ segir Björn Ingvarsson, starfsmaður Reykjavíkurborgar, um fund frambjóðendanna. „En það er bara eins og það er, öll kosningaloforð eru ekki marktæk. En ég fékk svör við mínum spurningum.“ Samstarfsmaður hans, Hans Heiðar Tryggvason, segir fundi sem þessa afar gagnlega, þótt hann sé búinn að ákveða hvað hann ætli að kjósa á laugardag. „Þetta er mjög gagnlegt samt sem áður, sérstaklega með ný framboð,“ segir hann. „Þá sér maður þingmenn sem koma fram í mínu kjördæmi og hvaða áherslur þeir eru að boða, því stefnuskrá flokkanna segir mjög lítið. Maður sér líka hvernig þeir bregðast við spurningum og öðru slíku og það skiptir máli.“ Kollegarnir eru sammála um að frambjóðendurnir hafi staðið sig vel í spurningaregninu og komið svörunum vel frá sér. Gústaf Ólafsson, starfsmaður Reykjavíkurborgar, er einnig ánægður með fundinn. Spurður hvernig honum fannst frambjóðendurnir svara spurningunum segir hann: „Bara svona eins og þeir gera, stjórnmálamennirnir.“ Kosningar 2013 Tengdar fréttir Heilbrigðiskerfið í landinu hrundi víst Starfsmenn LSH taka ekki undir orð oddvita Samfylkingarinnar um að velferðarkerfið hafi staðið af sér hrunið. Fréttablaðið heimsótti spítalann með frambjóðendum í gær og spjallaði við starfsmenn. Enginn vildi spyrja þingmenn spurninga. 18. apríl 2013 06:00 Ein heimsókn breytir ekki pólitískri afstöðu Frambjóðendur Bjartrar framtíðar kynntu helstu stefnumál sín á Hjúkrunarheimilinu Eir í gær. Fréttablaðið slóst með í för og tók íbúa tali. Flestir voru á því að stutt heimsókn stjórnmálaflokka gerði ekki mikið til að breyta afstöðu þeirra. 17. apríl 2013 07:00 Ekki mikill áhugi á sjóræningjapólitík Það virtist ekki vera mikill áhugi meðal gesta Kolaportsins á að ræða við frambjóðendur Pírata í kynningarbás sínum á Gleðistíg á laugardag. Básinn var staðsettur á móti kynningarsvæði Dögunar og ekki leið á löngu þar til heyrðist frá keppinautunum. "Endilega kíkið hingað,“ kallaði einn frambjóðandi Dögunar til blaðakonu og ljósmyndara Fréttablaðsins þar sem þau reyndu árangurslaust að fá fólk í viðtöl vegna píratanna. 22. apríl 2013 07:00 Skuldirnar leiðréttar yfir heitri kakósúpu "Ég verð að segja að ég er ekki að kaupa þetta. Mér finnst persónulega tekið ansi stórt upp í sig þegar fólki eru gefnar miklar væntingar sem eru ekki í hendi, eins og sérfræðingar tjáðu sig um nýlega. Ég er á því að það sé betra að lofa minna og fara frekar í eitthvað sem er meira í hendi og raunhæfara,“ segir Guðmundur Ragnar Guðmundsson, eigandi Prentmets, um útskýringar frambjóðenda Framsóknarflokksins um skuldaniðurfellingar á komandi kjörtímabili. 20. apríl 2013 07:00 "Svaraðu já eða nei" Kennarar í MR spurðu menntamálaráðherra beittra spurninga á hádegisfundi með VG í gær. Helst var rætt um lyf, samgöngumál, umhverfismál og mikla óánægju með menntamál. Fréttablaðið var á fundinum og lagði við hlustir. 19. apríl 2013 07:00 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Frambjóðandi Sjálfstæðisflokks lá ekki á skoðunum sínum varðandi mögulegt stjórnarsamstarf við Framsóknarflokkinn á fundi starfsmanna Reykjavíkurborgar. Gestir spurðu frambjóðendur spjörunum úr og Fréttablaðið hlýddi á svörin. Brynjar Níelsson, sem skipar annað sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík norður, segir samstarf við Framsóknarflokk valda honum verulegum áhyggjum ef af stjórnarmyndun verður. „Það þarf mikla samningatækni til að koma þessu saman. Það verður hugsanlega sett eitthvað mjög loðið í stjórnarsáttmálann um þetta, notað eitthvað af einhverju einhvern tímann, ef þar að kemur. Það verður bara marklaust plagg,“ sagði Brynjar við fundargest sem gaf sér að sjálfstæðismenn færu í ríkisstjórnarviðræður við Framsóknarflokkinn á sunnudag. Maðurinn hafði áhyggjur af því hvernig flokkurinn ætlaði að fara í samningagerð við Framsókn með „öllum þeim loforðum“ sem þeir síðarnefndu hafa haldið fram. Sjálfstæðisflokkurinn er þriðja stjórnmálahreyfingin sem mætir til Reykjavíkurborgar til að kynna stefnumál sín. Samkvæmt fundargestum var um að ræða langfjölmennasta fundinn. „Við ætlum að vera hérna með áróður,“ sagði Teitur Björn Einarsson, sem skipar 6. sæti í Reykjavík suður, í léttum tón á meðan hann útbýtti bæklingum til fundargesta, ásamt Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem skipar 11. sætið. Spurt var hvort ályktun landsfundar flokksins um lokun Evrópustofu stæði til. „Nei, nei, hvað er þetta. Það er algjörlega andstætt flokknum að vera að loka frjálsum samtökum,“ svaraði Brynjar. „Það var ýmislegt samþykkt á þessum landsfundi. Vandamálið er að þetta verður aldrei í raun.“ Spurður hvort það sé þá ekki allt satt sem komi fram á landsfundi svaraði hann: „Nei, það er ekki alltaf sannleikurinn. Þetta er klúður og menn eru alveg sammála um það.“ Meðal fleiri viðfangsefna fundarins með starfsmönnum Reykjavíkur var lækkun skatta, bág staða ríkissjóðs, verðmætasköpun, gjaldeyrishöft, snjóhengjan, kröfuhafar, verðbólga, lán, hagvöxtur, gengisfall og gjaldmiðlar. Heitar umræður sköpuðust að lokinni kynningunni, en Brynjar og Teitur rökræddu lengi um skuldamál og neysluskatta við konu sem talaði lengi og lá mikið á hjarta. Hún og Brynjar hækkuðu bæði róminn, en á meðan fór fólk að ókyrrast og tínast aftur til vinnu, enda klukkan orðin eitt.Hans Heiðar Tryggvason og Björn Ingvarsson.„Mér fannst athyglisvert að það sé ekki alltaf að marka það sem kemur fram á landsfundi,“ segir Björn Ingvarsson, starfsmaður Reykjavíkurborgar, um fund frambjóðendanna. „En það er bara eins og það er, öll kosningaloforð eru ekki marktæk. En ég fékk svör við mínum spurningum.“ Samstarfsmaður hans, Hans Heiðar Tryggvason, segir fundi sem þessa afar gagnlega, þótt hann sé búinn að ákveða hvað hann ætli að kjósa á laugardag. „Þetta er mjög gagnlegt samt sem áður, sérstaklega með ný framboð,“ segir hann. „Þá sér maður þingmenn sem koma fram í mínu kjördæmi og hvaða áherslur þeir eru að boða, því stefnuskrá flokkanna segir mjög lítið. Maður sér líka hvernig þeir bregðast við spurningum og öðru slíku og það skiptir máli.“ Kollegarnir eru sammála um að frambjóðendurnir hafi staðið sig vel í spurningaregninu og komið svörunum vel frá sér. Gústaf Ólafsson, starfsmaður Reykjavíkurborgar, er einnig ánægður með fundinn. Spurður hvernig honum fannst frambjóðendurnir svara spurningunum segir hann: „Bara svona eins og þeir gera, stjórnmálamennirnir.“
Kosningar 2013 Tengdar fréttir Heilbrigðiskerfið í landinu hrundi víst Starfsmenn LSH taka ekki undir orð oddvita Samfylkingarinnar um að velferðarkerfið hafi staðið af sér hrunið. Fréttablaðið heimsótti spítalann með frambjóðendum í gær og spjallaði við starfsmenn. Enginn vildi spyrja þingmenn spurninga. 18. apríl 2013 06:00 Ein heimsókn breytir ekki pólitískri afstöðu Frambjóðendur Bjartrar framtíðar kynntu helstu stefnumál sín á Hjúkrunarheimilinu Eir í gær. Fréttablaðið slóst með í för og tók íbúa tali. Flestir voru á því að stutt heimsókn stjórnmálaflokka gerði ekki mikið til að breyta afstöðu þeirra. 17. apríl 2013 07:00 Ekki mikill áhugi á sjóræningjapólitík Það virtist ekki vera mikill áhugi meðal gesta Kolaportsins á að ræða við frambjóðendur Pírata í kynningarbás sínum á Gleðistíg á laugardag. Básinn var staðsettur á móti kynningarsvæði Dögunar og ekki leið á löngu þar til heyrðist frá keppinautunum. "Endilega kíkið hingað,“ kallaði einn frambjóðandi Dögunar til blaðakonu og ljósmyndara Fréttablaðsins þar sem þau reyndu árangurslaust að fá fólk í viðtöl vegna píratanna. 22. apríl 2013 07:00 Skuldirnar leiðréttar yfir heitri kakósúpu "Ég verð að segja að ég er ekki að kaupa þetta. Mér finnst persónulega tekið ansi stórt upp í sig þegar fólki eru gefnar miklar væntingar sem eru ekki í hendi, eins og sérfræðingar tjáðu sig um nýlega. Ég er á því að það sé betra að lofa minna og fara frekar í eitthvað sem er meira í hendi og raunhæfara,“ segir Guðmundur Ragnar Guðmundsson, eigandi Prentmets, um útskýringar frambjóðenda Framsóknarflokksins um skuldaniðurfellingar á komandi kjörtímabili. 20. apríl 2013 07:00 "Svaraðu já eða nei" Kennarar í MR spurðu menntamálaráðherra beittra spurninga á hádegisfundi með VG í gær. Helst var rætt um lyf, samgöngumál, umhverfismál og mikla óánægju með menntamál. Fréttablaðið var á fundinum og lagði við hlustir. 19. apríl 2013 07:00 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Heilbrigðiskerfið í landinu hrundi víst Starfsmenn LSH taka ekki undir orð oddvita Samfylkingarinnar um að velferðarkerfið hafi staðið af sér hrunið. Fréttablaðið heimsótti spítalann með frambjóðendum í gær og spjallaði við starfsmenn. Enginn vildi spyrja þingmenn spurninga. 18. apríl 2013 06:00
Ein heimsókn breytir ekki pólitískri afstöðu Frambjóðendur Bjartrar framtíðar kynntu helstu stefnumál sín á Hjúkrunarheimilinu Eir í gær. Fréttablaðið slóst með í för og tók íbúa tali. Flestir voru á því að stutt heimsókn stjórnmálaflokka gerði ekki mikið til að breyta afstöðu þeirra. 17. apríl 2013 07:00
Ekki mikill áhugi á sjóræningjapólitík Það virtist ekki vera mikill áhugi meðal gesta Kolaportsins á að ræða við frambjóðendur Pírata í kynningarbás sínum á Gleðistíg á laugardag. Básinn var staðsettur á móti kynningarsvæði Dögunar og ekki leið á löngu þar til heyrðist frá keppinautunum. "Endilega kíkið hingað,“ kallaði einn frambjóðandi Dögunar til blaðakonu og ljósmyndara Fréttablaðsins þar sem þau reyndu árangurslaust að fá fólk í viðtöl vegna píratanna. 22. apríl 2013 07:00
Skuldirnar leiðréttar yfir heitri kakósúpu "Ég verð að segja að ég er ekki að kaupa þetta. Mér finnst persónulega tekið ansi stórt upp í sig þegar fólki eru gefnar miklar væntingar sem eru ekki í hendi, eins og sérfræðingar tjáðu sig um nýlega. Ég er á því að það sé betra að lofa minna og fara frekar í eitthvað sem er meira í hendi og raunhæfara,“ segir Guðmundur Ragnar Guðmundsson, eigandi Prentmets, um útskýringar frambjóðenda Framsóknarflokksins um skuldaniðurfellingar á komandi kjörtímabili. 20. apríl 2013 07:00
"Svaraðu já eða nei" Kennarar í MR spurðu menntamálaráðherra beittra spurninga á hádegisfundi með VG í gær. Helst var rætt um lyf, samgöngumál, umhverfismál og mikla óánægju með menntamál. Fréttablaðið var á fundinum og lagði við hlustir. 19. apríl 2013 07:00