Framsókn tekur fylgi frá öllum Brjánn Jónasson skrifar 5. apríl 2013 06:45 Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn hefur helmingast frá því í janúar. Tæp 18 prósent styðja flokkinn nú samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Framsóknarflokkurinn er meira en tvöfalt stærri. Stjórnarflokkarnir eru með samanlagt 15 prós Framsóknarflokkurinn tekur fylgi af öllum hinum gömlu stjórnmálaflokkunum, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gær og fyrradag. Flokkurinn er í stórsókn og myndu tveir af hverjum fimm kjósendum, 40 prósent, styðja hann samkvæmt könnuninni. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur beðið afhroð og helmingast frá því í janúar. Um 17,8 prósent styðja flokkinn nú, samanborið við nærri 38 prósent þá. Sveiflurnar á fylgi flokkanna mælast mun meiri í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 en í síðustu könnunum annarra könnunarfyrirtækja. Möguleg skýring á þeim mun gæti verið að kannanir Capacent og MMR eru gerðar á mun lengri tíma en könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Þær mæla því fylgið á ákveðnu tímabili meðan könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 mælir stöðuna í gær og fyrradag. Samfylkingin og Vinstri græn tapa bæði fylgi. Samfylkingin er komin undir tíu prósent og hefur stuðningur við flokkinn helmingast frá könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 um miðjan janúar. Vinstri græn mælast nú með stuðning 5,6 prósenta, hættulega nærri fimm prósenta markinu sem flokkar þurfa að ná til að koma mönnum á þing. Björt framtíð og Píratar eru einu nýju framboðin sem myndu ná mönnum á þing yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Björt framtíð tapar fylgi frá síðustu könnun og mælist nú með stuðning 8,3 prósenta. Þá fengi flokkurinn samkvæmt könnuninni fimm þingmenn. Píratar virðast á góðri siglingu og mælast nú með 5,6 prósenta fylgi. Það myndi skila flokknum fjórum þingmönnum yrðu þetta niðurstöður kosninga. Önnur ný framboð mælast með fylgi undir fimm prósentum og ná ekki mönnum á þing miðað við þá niðurstöðu. Kosningar 2013 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Sjá meira
Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn hefur helmingast frá því í janúar. Tæp 18 prósent styðja flokkinn nú samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Framsóknarflokkurinn er meira en tvöfalt stærri. Stjórnarflokkarnir eru með samanlagt 15 prós Framsóknarflokkurinn tekur fylgi af öllum hinum gömlu stjórnmálaflokkunum, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gær og fyrradag. Flokkurinn er í stórsókn og myndu tveir af hverjum fimm kjósendum, 40 prósent, styðja hann samkvæmt könnuninni. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur beðið afhroð og helmingast frá því í janúar. Um 17,8 prósent styðja flokkinn nú, samanborið við nærri 38 prósent þá. Sveiflurnar á fylgi flokkanna mælast mun meiri í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 en í síðustu könnunum annarra könnunarfyrirtækja. Möguleg skýring á þeim mun gæti verið að kannanir Capacent og MMR eru gerðar á mun lengri tíma en könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Þær mæla því fylgið á ákveðnu tímabili meðan könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 mælir stöðuna í gær og fyrradag. Samfylkingin og Vinstri græn tapa bæði fylgi. Samfylkingin er komin undir tíu prósent og hefur stuðningur við flokkinn helmingast frá könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 um miðjan janúar. Vinstri græn mælast nú með stuðning 5,6 prósenta, hættulega nærri fimm prósenta markinu sem flokkar þurfa að ná til að koma mönnum á þing. Björt framtíð og Píratar eru einu nýju framboðin sem myndu ná mönnum á þing yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Björt framtíð tapar fylgi frá síðustu könnun og mælist nú með stuðning 8,3 prósenta. Þá fengi flokkurinn samkvæmt könnuninni fimm þingmenn. Píratar virðast á góðri siglingu og mælast nú með 5,6 prósenta fylgi. Það myndi skila flokknum fjórum þingmönnum yrðu þetta niðurstöður kosninga. Önnur ný framboð mælast með fylgi undir fimm prósentum og ná ekki mönnum á þing miðað við þá niðurstöðu.
Kosningar 2013 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Sjá meira