Þegar fjall segir sögu Svavar Hávarðsson skrifar 3. apríl 2013 06:00 Ég stóð varla út úr hnefa þegar þetta var. Hjartað hamaðist í brjóstinu þar sem ég stóð með eyrað fast við berghamarinn og hlustaði á niðinn frá þýskum sprengjuflugvélum sem komu fljúgandi inn fjörðinn. Svo heyrðist ýlfrið í sprengjunum þegar þær féllu – í átt að risavöxnu skipinu sem lá á firðinum. Hver á eftir annarri skullu sprengjurnar í sjóinn og köstuðu stáldrekanum til og frá þegar þær sprungu með ærandi hávaða. Geltið í byssunum heyrðist greinilega, og hróp og köll mannanna um borð þegar þeir reyndu í örvæntingu að verja sig. Skipið tók að sökkva og það söng í sundursnúnu stálinu. Hljóðið í vígvélunum dó rólega út – og svo hurfu þær loks sjónum yfir fjallatoppunum. Þegar ég var gutti var hefðbundið sumarfrí fjölskyldunnar skottúr á Seyðisfjörð. Þar er pabbi fæddur og uppalinn. Fastur liður var fjallganga með kallinum þar sem hann sagði okkur sögur frá gamalli tíð, og stóð þar ein upp úr. Það var sagan af því þegar olíuskipinu El Grillo var sökkt inni á firðinum í febrúar 1944. Það var nefnilega svo að pabbi hafði trúað okkur bræðrunum fyrir því að fjallið fyrir ofan bæinn væri gætt þeirri náttúru að safna sögum; það geymdi niðinn frá liðinni tíð. Ekki átti þetta síst við um orrustugný frá dögum heimsstyrjaldarinnar; ekki þurfti annað en að leggja eyrað á steininn og þá mátti hlusta á fortíðina. Svo sagði hann söguna af upplifun sinni á meðan við fengum hana staðfesta með bergmálinu úr fjallinu. Ég veit ekki hvenær ég áttaði mig á því að hljóðin úr hamrinum komu frá frystihúsinu á staðnum; sennilega manni á lyftara að henda til fiskikörum á plani. Að hróp mannanna snerust ekki um líf eða dauða í brennandi olíueldi heldur frekar að það vantaði meiri fisk á eitthvert færibandið. Já, eða hvenær ég áttaði mig á mikilvægi þess að sá sem sagði mér söguna fæddist 1946 – tæplega tveimur árum eftir að téðir atburðir áttu sér stað. En af hverju segi ég þessa sögu? Kannski vegna þess að ég fæ hlýtt í hjartað við að rifja þetta upp. Einnig vegna þess að við lifum á ólíkindatímum og eitt og annað er fullyrt um atburðarás liðinna ára – hvernig þetta var og hvernig best er að halda áfram. Ég vil líka hnykkja á mikilvægi þess að oft er lærdómsríkt að horfa í aðra átt en þangað sem sögumaður bendir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Hávarðsson Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Ég stóð varla út úr hnefa þegar þetta var. Hjartað hamaðist í brjóstinu þar sem ég stóð með eyrað fast við berghamarinn og hlustaði á niðinn frá þýskum sprengjuflugvélum sem komu fljúgandi inn fjörðinn. Svo heyrðist ýlfrið í sprengjunum þegar þær féllu – í átt að risavöxnu skipinu sem lá á firðinum. Hver á eftir annarri skullu sprengjurnar í sjóinn og köstuðu stáldrekanum til og frá þegar þær sprungu með ærandi hávaða. Geltið í byssunum heyrðist greinilega, og hróp og köll mannanna um borð þegar þeir reyndu í örvæntingu að verja sig. Skipið tók að sökkva og það söng í sundursnúnu stálinu. Hljóðið í vígvélunum dó rólega út – og svo hurfu þær loks sjónum yfir fjallatoppunum. Þegar ég var gutti var hefðbundið sumarfrí fjölskyldunnar skottúr á Seyðisfjörð. Þar er pabbi fæddur og uppalinn. Fastur liður var fjallganga með kallinum þar sem hann sagði okkur sögur frá gamalli tíð, og stóð þar ein upp úr. Það var sagan af því þegar olíuskipinu El Grillo var sökkt inni á firðinum í febrúar 1944. Það var nefnilega svo að pabbi hafði trúað okkur bræðrunum fyrir því að fjallið fyrir ofan bæinn væri gætt þeirri náttúru að safna sögum; það geymdi niðinn frá liðinni tíð. Ekki átti þetta síst við um orrustugný frá dögum heimsstyrjaldarinnar; ekki þurfti annað en að leggja eyrað á steininn og þá mátti hlusta á fortíðina. Svo sagði hann söguna af upplifun sinni á meðan við fengum hana staðfesta með bergmálinu úr fjallinu. Ég veit ekki hvenær ég áttaði mig á því að hljóðin úr hamrinum komu frá frystihúsinu á staðnum; sennilega manni á lyftara að henda til fiskikörum á plani. Að hróp mannanna snerust ekki um líf eða dauða í brennandi olíueldi heldur frekar að það vantaði meiri fisk á eitthvert færibandið. Já, eða hvenær ég áttaði mig á mikilvægi þess að sá sem sagði mér söguna fæddist 1946 – tæplega tveimur árum eftir að téðir atburðir áttu sér stað. En af hverju segi ég þessa sögu? Kannski vegna þess að ég fæ hlýtt í hjartað við að rifja þetta upp. Einnig vegna þess að við lifum á ólíkindatímum og eitt og annað er fullyrt um atburðarás liðinna ára – hvernig þetta var og hvernig best er að halda áfram. Ég vil líka hnykkja á mikilvægi þess að oft er lærdómsríkt að horfa í aðra átt en þangað sem sögumaður bendir.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun