Syngja bæði á hebresku og úkraínsku 25. mars 2013 11:30 „Það þýðir ekkert að standa á sviðinu og kunna ekki þessa texta. Þetta verður möppulaust „show“,“ segir Friðrik Ómar. Söngvararnir í sýningunni Saga Eurovison. Friðrik Ómar, Regína Ósk og Selma Björnsdóttir, hafa verið í stífri tungumála- og framburðarkennslu að undanförnu. Þau þurfa að syngja á fjölmörgum snúnum erlendum tungumálum í sýningunni, þar á meðal hebresku, úkraínsku, frönsku, slóvensku, ítölsku og þýsku. „Þetta gengur ótrúlega vel. Það einhvern veginn liggur ótrúlega vel fyrir okkur að syngja á fullt af tungumálum. Við tökum þessa sýningu eins og leiksýningu. Við erum búin að æfa í mánuð og eigum sex vikur eftir. Þetta er ekkert sveitaball,“ segir Friðrik Ómar og hlær. Ellefu tónleikar eru fyrirhugaðir víða um land þar sem saga Eurovision-keppninnar verður rakin frá árinu 1956 til dagsins í dag. Fyrstu tónleikarnir verða í Hofi á Akureyri 19. apríl en þeir stærstu verða í Eldborg í Hörpu 4. maí. „Við förum þrjá hringi í kringum landið. Ég fékk frænda minn, sem er með meirapróf, til að keyra okkur. Fyrst ætluðum við að keyra sjálf en þetta er svo þétt prógram að við verðum að hvílast eitthvað,“ segir Friðrik Ómar, sem vonast til að sýningin fari til útlanda í framtíðinni. „Þetta „show“ er „international“. Við erum ekki að tjalda til einnar nætur.“ Tónlist Mest lesið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Tíska og hönnun Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Það þýðir ekkert að standa á sviðinu og kunna ekki þessa texta. Þetta verður möppulaust „show“,“ segir Friðrik Ómar. Söngvararnir í sýningunni Saga Eurovison. Friðrik Ómar, Regína Ósk og Selma Björnsdóttir, hafa verið í stífri tungumála- og framburðarkennslu að undanförnu. Þau þurfa að syngja á fjölmörgum snúnum erlendum tungumálum í sýningunni, þar á meðal hebresku, úkraínsku, frönsku, slóvensku, ítölsku og þýsku. „Þetta gengur ótrúlega vel. Það einhvern veginn liggur ótrúlega vel fyrir okkur að syngja á fullt af tungumálum. Við tökum þessa sýningu eins og leiksýningu. Við erum búin að æfa í mánuð og eigum sex vikur eftir. Þetta er ekkert sveitaball,“ segir Friðrik Ómar og hlær. Ellefu tónleikar eru fyrirhugaðir víða um land þar sem saga Eurovision-keppninnar verður rakin frá árinu 1956 til dagsins í dag. Fyrstu tónleikarnir verða í Hofi á Akureyri 19. apríl en þeir stærstu verða í Eldborg í Hörpu 4. maí. „Við förum þrjá hringi í kringum landið. Ég fékk frænda minn, sem er með meirapróf, til að keyra okkur. Fyrst ætluðum við að keyra sjálf en þetta er svo þétt prógram að við verðum að hvílast eitthvað,“ segir Friðrik Ómar, sem vonast til að sýningin fari til útlanda í framtíðinni. „Þetta „show“ er „international“. Við erum ekki að tjalda til einnar nætur.“
Tónlist Mest lesið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Tíska og hönnun Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira