Tók metið af liðsfélaga sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2013 06:00 Martin Hermannsson Mynd/Daníel Körfuboltaspekingar hafa verið uppteknir af því að lofa þá Elvar Má Friðriksson og Kristófer Acox að undanförnu og ekki að ástæðulausu, enda báðir mikil efni og báðir í úrvalsliði seinni umferðar Dominos-deildar karla. Martin Hermannsson, jafnaldri Elvars og liðsfélagi Kristófers hjá KR, minnti hinsvegar verulega á sig í fyrsta leik KR í úrslitakeppninni sem fram fór í Þorlákshöfn í fyrrakvöld. Martin fór þá á kostum í 38 stiga sigri KR, 121-83, og í lok leiksins var hann búinn að endurskrifa metabók úrslitakeppni úrvalsdeildar karla. Martin sem verður ekki 19 ára fyrr en í september bætti nefnilega sex ára met Brynjars Þórs Björnssonar og er nú yngsti leikmaðurinn sem hefur náð að skora 30 stig í einum leik í úrslitakeppni. Brynjar Þór setti gamla metið í þriðja leik KR og Snæfells í undanúrslitum úrslitakeppninnar 2007. Brynjar bætti þá einnig sex ára met en Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson braut 30 stiga múrinn í tvígang með sjö daga millibili í lokaúrslitunum á móti Tindastól í apríl 2001. Logi varð þá fyrsti táningurinn til að skora yfir 30 stig í úrslitakeppninni á Íslandi. Martin byrjaði reyndar leikinn á bekknum en kom inn á fyrir einmitt Brynjar Þór eftir rúmar fjórar mínútur. Hann var kominn með 9 stig við lok fyrsta leikhluta og var með 19 stig í hálfleik. Martin var ekki hættur því hann bætti við 14 stigum og 5 stoðsendingum í seinni hálfleiknum og komst í 30 stigin þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir. Martin nýtti alls 13 af 18 skotum sínum í leiknum (72 prósent) þar af 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum. KR-ingar geta tryggt sér sæti í undanúrslitunum með sigri á Þór í DHL-höllinni á sunnudagskvöldið og Stjörnumenn eru í sömu stöðu þegar þeir heimsækja Keflvíkinga. Yngstu leikmenn til að skora yfir 30 stig í úrslitakeppni1. sæti Martin Hermannsson, KR 18 ára, 6 mánaða og 5 daga 33 stig á móti Þór Þorlákshöfn 21. mars 20132. sæti Brynjar Þór Björnsson 18 ára, 8 mánaða og 20 daga 31 stig á móti Snæfelli 31. mars 20073. sæti Logi Gunnarsson, Njarðvík 19 ára, 7 mánaða og 5 daga 36 stig á móti Tindastól 17. apríl 20014. sæti Logi Gunnarsson, Njarðvík 19 ára, 7 mánaða og 12 daga 36 stig á móti Tindastól 17. apríl 20015. sæti Hjörtur Harðarson, Grindavík 21 árs, 11 mánaða og 22 daga 37 stig á móti Njarðvík 7. apríl 1994 Dominos-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Sjá meira
Körfuboltaspekingar hafa verið uppteknir af því að lofa þá Elvar Má Friðriksson og Kristófer Acox að undanförnu og ekki að ástæðulausu, enda báðir mikil efni og báðir í úrvalsliði seinni umferðar Dominos-deildar karla. Martin Hermannsson, jafnaldri Elvars og liðsfélagi Kristófers hjá KR, minnti hinsvegar verulega á sig í fyrsta leik KR í úrslitakeppninni sem fram fór í Þorlákshöfn í fyrrakvöld. Martin fór þá á kostum í 38 stiga sigri KR, 121-83, og í lok leiksins var hann búinn að endurskrifa metabók úrslitakeppni úrvalsdeildar karla. Martin sem verður ekki 19 ára fyrr en í september bætti nefnilega sex ára met Brynjars Þórs Björnssonar og er nú yngsti leikmaðurinn sem hefur náð að skora 30 stig í einum leik í úrslitakeppni. Brynjar Þór setti gamla metið í þriðja leik KR og Snæfells í undanúrslitum úrslitakeppninnar 2007. Brynjar bætti þá einnig sex ára met en Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson braut 30 stiga múrinn í tvígang með sjö daga millibili í lokaúrslitunum á móti Tindastól í apríl 2001. Logi varð þá fyrsti táningurinn til að skora yfir 30 stig í úrslitakeppninni á Íslandi. Martin byrjaði reyndar leikinn á bekknum en kom inn á fyrir einmitt Brynjar Þór eftir rúmar fjórar mínútur. Hann var kominn með 9 stig við lok fyrsta leikhluta og var með 19 stig í hálfleik. Martin var ekki hættur því hann bætti við 14 stigum og 5 stoðsendingum í seinni hálfleiknum og komst í 30 stigin þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir. Martin nýtti alls 13 af 18 skotum sínum í leiknum (72 prósent) þar af 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum. KR-ingar geta tryggt sér sæti í undanúrslitunum með sigri á Þór í DHL-höllinni á sunnudagskvöldið og Stjörnumenn eru í sömu stöðu þegar þeir heimsækja Keflvíkinga. Yngstu leikmenn til að skora yfir 30 stig í úrslitakeppni1. sæti Martin Hermannsson, KR 18 ára, 6 mánaða og 5 daga 33 stig á móti Þór Þorlákshöfn 21. mars 20132. sæti Brynjar Þór Björnsson 18 ára, 8 mánaða og 20 daga 31 stig á móti Snæfelli 31. mars 20073. sæti Logi Gunnarsson, Njarðvík 19 ára, 7 mánaða og 5 daga 36 stig á móti Tindastól 17. apríl 20014. sæti Logi Gunnarsson, Njarðvík 19 ára, 7 mánaða og 12 daga 36 stig á móti Tindastól 17. apríl 20015. sæti Hjörtur Harðarson, Grindavík 21 árs, 11 mánaða og 22 daga 37 stig á móti Njarðvík 7. apríl 1994
Dominos-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Sjá meira