Yngstur í góðum hópi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2013 06:00 Friðrik Ragnarsson og sonur hans Elvar Már. Friðrik varð fimm sinnum Íslandsmeistari með Njarðvík sem leikmaður. Mynd/Valli Elvar Már Friðriksson varð 18 ára í nóvember síðastliðnum en er í risastóru hlutverki hjá spútnikliði Njarðvíkinga sem hefur leik í úrslitakeppninni í kvöld. Elvar Már var meðal efstu manna í deildinni í vetur í bæði stigum (15. sæti) og stoðsendingum (9. sæti) og átti mikinn þátt í frábærri frammistöðu Njarðvíkurliðsins í seinni hlutanum. Elvar Már skoraði 19,1 stig að meðaltali í deildarleikjunum 22 í vetur og komst þar með í úrvalshóp í Njarðvíkinni sem hefur framleitt marga af mestu stigatröllum úrvalsdeildarinnar í gegnum tíðina. Það hafa aðeins fjórir aðrir íslenskir leikmenn náð að skora yfir 19 stig að meðaltali fyrir Njarðvík í úrvalsdeildinni og enginn þeirra náði því fyrir 19 ára afmælisdaginn. Það eru enn átta mánuðir í það að Elvar blási á 19 kerti.Logi átti metið í Njarðvík Logi Gunnarsson átti áður metið en hann var ekki orðinn tvítugur þegar hann skoraði 20,7 stig að meðaltali fyrir Njarðvík í deildarkeppninni 2000-01. Hinir þrír eru þeir Valur Ingimundarson, Teitur Örlygsson og Brenton Joe Birmingham en sá síðastnefndi náði tveimur 19 stiga tímabilum eftir að hann fékk íslenskt vegabréf. Valur og Teitur áttu báðir sex tímabil þar sem þeir skoruðu 19 stig eða meira í leik, þar af skoraði Valur yfir 20 stig öll þessi sex tímabil. Elvar Már fæddist í nóvember 1994 þegar faðir hans, Friðrik Ragnarsson, var á leiðinni að verða Íslandsmeistari með Njarðvík annað árið í röð. Friðrik skoraði mest 15,1 stig í leik á einu tímabili og er strákurinn þegar búinn að gera betur hvað varðar stigaskor á tímabili. Elvar Már og félagar í Njarðvík fá verðugt verkefni í kvöld þegar þeir heimsækja Snæfell í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Snæfell er aðeins eitt af tveimur liðum sem hinu unga liði Njarðvíkur tókst ekki að leggja í deildarkeppninni en hitt var deildarmeistarar Grindavíkur. 19+ stiga tímabil Íslendinga með NjarðvíkValur Ingimundarson 6 sinnum Fyrst á 21. aldursári 1982-83Teitur Örlygsson 6 sinnum Fyrst á 22. aldursári 1988-89Logi Gunnarsson 2 sinnum Fyrst á 20. aldursári 2000-01Brenton Birmingham* 2 sinnum Fyrst á 30. aldursári 2001-02* Varð Íslendingur í maí 2001Elvar Már Friðriksson 1 sinni Fyrst á 19. aldursári 2012-13 Flest stig Íslendings á tímabili fyrir Njarðvík í úrvalsdeild karla:25,7 Valur Ingimundarson 1984-85 25,7 Valur Ingimundarson 1986-86 23,9 Valur Ingimundarson 1983-84 23,3 Valur Ingimundarson 1982-83 22,0 Brenton Birmingham* 2001-02 21,8 Valur Ingimundarson 1986-87 21,2 Teitur Örlygsson 1995-96 21,0 Brenton Birmingham* 2007-08 20,8 Teitur Örlygsson 1992-93 20,9 Logi Gunnarsson 2008-09 20,7 Logi Gunnarsson 2000-01 20,6 Valur Ingimundarson 1987-88 20,3 Teitur Örlygsson 1991-92 19,9 Teitur Örlygsson 1990-91 19.9 Teitur Örlygsson 1988-89 19,3 Teitur Örlygsson 1989-90 19,1 Elvar Már Friðriksson 2012-13* Varð Íslendingur í maí 2001 Dominos-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Sjá meira
Elvar Már Friðriksson varð 18 ára í nóvember síðastliðnum en er í risastóru hlutverki hjá spútnikliði Njarðvíkinga sem hefur leik í úrslitakeppninni í kvöld. Elvar Már var meðal efstu manna í deildinni í vetur í bæði stigum (15. sæti) og stoðsendingum (9. sæti) og átti mikinn þátt í frábærri frammistöðu Njarðvíkurliðsins í seinni hlutanum. Elvar Már skoraði 19,1 stig að meðaltali í deildarleikjunum 22 í vetur og komst þar með í úrvalshóp í Njarðvíkinni sem hefur framleitt marga af mestu stigatröllum úrvalsdeildarinnar í gegnum tíðina. Það hafa aðeins fjórir aðrir íslenskir leikmenn náð að skora yfir 19 stig að meðaltali fyrir Njarðvík í úrvalsdeildinni og enginn þeirra náði því fyrir 19 ára afmælisdaginn. Það eru enn átta mánuðir í það að Elvar blási á 19 kerti.Logi átti metið í Njarðvík Logi Gunnarsson átti áður metið en hann var ekki orðinn tvítugur þegar hann skoraði 20,7 stig að meðaltali fyrir Njarðvík í deildarkeppninni 2000-01. Hinir þrír eru þeir Valur Ingimundarson, Teitur Örlygsson og Brenton Joe Birmingham en sá síðastnefndi náði tveimur 19 stiga tímabilum eftir að hann fékk íslenskt vegabréf. Valur og Teitur áttu báðir sex tímabil þar sem þeir skoruðu 19 stig eða meira í leik, þar af skoraði Valur yfir 20 stig öll þessi sex tímabil. Elvar Már fæddist í nóvember 1994 þegar faðir hans, Friðrik Ragnarsson, var á leiðinni að verða Íslandsmeistari með Njarðvík annað árið í röð. Friðrik skoraði mest 15,1 stig í leik á einu tímabili og er strákurinn þegar búinn að gera betur hvað varðar stigaskor á tímabili. Elvar Már og félagar í Njarðvík fá verðugt verkefni í kvöld þegar þeir heimsækja Snæfell í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Snæfell er aðeins eitt af tveimur liðum sem hinu unga liði Njarðvíkur tókst ekki að leggja í deildarkeppninni en hitt var deildarmeistarar Grindavíkur. 19+ stiga tímabil Íslendinga með NjarðvíkValur Ingimundarson 6 sinnum Fyrst á 21. aldursári 1982-83Teitur Örlygsson 6 sinnum Fyrst á 22. aldursári 1988-89Logi Gunnarsson 2 sinnum Fyrst á 20. aldursári 2000-01Brenton Birmingham* 2 sinnum Fyrst á 30. aldursári 2001-02* Varð Íslendingur í maí 2001Elvar Már Friðriksson 1 sinni Fyrst á 19. aldursári 2012-13 Flest stig Íslendings á tímabili fyrir Njarðvík í úrvalsdeild karla:25,7 Valur Ingimundarson 1984-85 25,7 Valur Ingimundarson 1986-86 23,9 Valur Ingimundarson 1983-84 23,3 Valur Ingimundarson 1982-83 22,0 Brenton Birmingham* 2001-02 21,8 Valur Ingimundarson 1986-87 21,2 Teitur Örlygsson 1995-96 21,0 Brenton Birmingham* 2007-08 20,8 Teitur Örlygsson 1992-93 20,9 Logi Gunnarsson 2008-09 20,7 Logi Gunnarsson 2000-01 20,6 Valur Ingimundarson 1987-88 20,3 Teitur Örlygsson 1991-92 19,9 Teitur Örlygsson 1990-91 19.9 Teitur Örlygsson 1988-89 19,3 Teitur Örlygsson 1989-90 19,1 Elvar Már Friðriksson 2012-13* Varð Íslendingur í maí 2001
Dominos-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Sjá meira