Léttleikandi rokkarar með glænýja plötu Freyr Bjarnason skrifar 21. mars 2013 18:00 Fimmta plata bandarísku rokkaranna í The Strokes, Comedown Machine, kemur út í næstu viku á vegum RCA Records. Hljómsveitin hefur á ferli sínum selt meira en fimm milljónir hljómplatna og bíða flestir rokkáhugamenn spenntir eftir hverri einustu útgáfu hennar. Tvö ár eru liðin frá útkomu Angles, sem hlaut góðar viðtökur og þótti mun betur heppnuð en platan þar á undan, First Impressions of Earth, sem hafði komið út fimm árum áður. Upptökurnar á Comedown Machine voru frábrugðnar síðustu plötu. Þá tók söngvarinn Julian Casablancas upp sitt efni sér á báti en í þetta sinn hittust þeir allir í hljóðverinu Electric Lady í New York. Það er ekki langt í burtu frá heimkynnum allra í bandinu, nema gítarleikarans Nicks Valensi sem býr í Los Angeles. Bæði tóku þeir upp eldri lög sem þeir áttu á lager sem og glæný lög og gengu upptökurnar vel fyrir sig. The Strokes hefur lítið viljað fara í viðtöl í tengslum við plötuna og engin tónleikaferð virðist fyrirhuguð til að fylgja henni eftir. Líklegt má þó telja að sveitin spili á einhverjum tónleikahátíðum í sumar eins og hún gerði til að fylgja Angles eftir. Comedown Machine hefur yfirhöfuð fengið góða dóma. Breska tímaritið Q gefur henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum og segir hana bestu plötu sveitarinnar síðan hún náði fullkomnun með frumburði sínum Is This It sem kom út 2001. Vefsíðan Drowned in Sound er á sömu nótum og gefur henni átta af tíu í einkunn. Þar segir að The Strokes muni aldrei ná að fanga aftur hinn hráa og töfrandi töffaraskap á Is This It. Í staðinn sé Comedown Machine allt öðruvísi þar sem léttleikinn og gleðin séu í fyrirrúmi. Bandaríska tímaritið Rolling Stone gefur Comedown Machine þrjár stjörnur af fimm og segir hana í raun sólóverkefni Casablancas og sýni hversu mikla virðingu hann beri fyrir tónlist níunda áratugarins. Gagnrýnandinn nefnir Lionel Ritchie, Aha, Howard Jones og sérstaklega Duran Duran sem áhrifavalda. BBC gefur plötunni fína dóma og segir að þrátt fyrir að það taki lengri tíma að melta lögin en á síðustu plötum slái hljómsveitin aldrei feilnótu. Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Fimmta plata bandarísku rokkaranna í The Strokes, Comedown Machine, kemur út í næstu viku á vegum RCA Records. Hljómsveitin hefur á ferli sínum selt meira en fimm milljónir hljómplatna og bíða flestir rokkáhugamenn spenntir eftir hverri einustu útgáfu hennar. Tvö ár eru liðin frá útkomu Angles, sem hlaut góðar viðtökur og þótti mun betur heppnuð en platan þar á undan, First Impressions of Earth, sem hafði komið út fimm árum áður. Upptökurnar á Comedown Machine voru frábrugðnar síðustu plötu. Þá tók söngvarinn Julian Casablancas upp sitt efni sér á báti en í þetta sinn hittust þeir allir í hljóðverinu Electric Lady í New York. Það er ekki langt í burtu frá heimkynnum allra í bandinu, nema gítarleikarans Nicks Valensi sem býr í Los Angeles. Bæði tóku þeir upp eldri lög sem þeir áttu á lager sem og glæný lög og gengu upptökurnar vel fyrir sig. The Strokes hefur lítið viljað fara í viðtöl í tengslum við plötuna og engin tónleikaferð virðist fyrirhuguð til að fylgja henni eftir. Líklegt má þó telja að sveitin spili á einhverjum tónleikahátíðum í sumar eins og hún gerði til að fylgja Angles eftir. Comedown Machine hefur yfirhöfuð fengið góða dóma. Breska tímaritið Q gefur henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum og segir hana bestu plötu sveitarinnar síðan hún náði fullkomnun með frumburði sínum Is This It sem kom út 2001. Vefsíðan Drowned in Sound er á sömu nótum og gefur henni átta af tíu í einkunn. Þar segir að The Strokes muni aldrei ná að fanga aftur hinn hráa og töfrandi töffaraskap á Is This It. Í staðinn sé Comedown Machine allt öðruvísi þar sem léttleikinn og gleðin séu í fyrirrúmi. Bandaríska tímaritið Rolling Stone gefur Comedown Machine þrjár stjörnur af fimm og segir hana í raun sólóverkefni Casablancas og sýni hversu mikla virðingu hann beri fyrir tónlist níunda áratugarins. Gagnrýnandinn nefnir Lionel Ritchie, Aha, Howard Jones og sérstaklega Duran Duran sem áhrifavalda. BBC gefur plötunni fína dóma og segir að þrátt fyrir að það taki lengri tíma að melta lögin en á síðustu plötum slái hljómsveitin aldrei feilnótu.
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira