Ekki týpískur blús frá Helga Freyr Bjarnason skrifar 14. mars 2013 06:00 Fjórða plata Helga Júlíusar hefur að geyma auðmelta tónlist Fréttablaðið/Valli "Þetta er auðmelt tónlist og ekki týpískur blús. Það er fullt af melódískum og fallegum lögum á plötunni," segir lagahöfundurinn og hjartalæknirinn Helgi Júlíus Óskarsson. Hann hefur sent frá sér sína fjórðu sólóplötu, Í blús. Hún fylgir eftir reggíplötunni Kominn heim sem hafði að geyma hin vinsælu lög Stöndum saman og Þú ert mín, sem Valdimar Guðmundsson söng. Valdimar syngur einnig á nýju plötunni, hið rólega Æviskeið. "Hann syngur það eins og engill," segir Helgi Júlíus. Aðrir söngvarar á plötunni eru Sigríður Thorlacius, KK, Magni Ásgeirsson, Svavar Knútur og hinn efnilegi Elvar Örn. Textarnir eru bæði eftir Helga og konu hans, Bjarngerði Björnsdóttur, sem átti marga texta á annarri plötu hans, Haustlauf. Vinur hans, læknirinn Sigurður Albertsson, á einnig texta á plötunni. Í blús var öll tekin upp lifandi, fyrir utan sönginn. Upptökustjóri var Ómar Guðjónsson. Dóttir Helga, Unnur Ýr, hannaði umslagið eins og hún hefur gert fyrir allar plötur föður síns. Spurður hvort eitthvert laganna sé líklegt til vinsælda eins og lögin af Kominn heim segist Helgi Júlíus halda það. "Það eru fjögur til fimm lög sem hafa allt til að bera til að slá í gegn en það þýðir ekki að þau geri það." Rás 2 hefur ákveðið að setja fyrst í spilun lagið Draumavon sem Sigríður syngur. "Hún er algjör undramanneskja. Maður er bara dolfallinn þegar maður heyrir hana syngja," segir Helgi Júlíus, sem er þegar byrjaður að undirbúa næstu plötu sem verður í þjóðlagastíl. Tónlist Mest lesið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Tíska og hönnun Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
"Þetta er auðmelt tónlist og ekki týpískur blús. Það er fullt af melódískum og fallegum lögum á plötunni," segir lagahöfundurinn og hjartalæknirinn Helgi Júlíus Óskarsson. Hann hefur sent frá sér sína fjórðu sólóplötu, Í blús. Hún fylgir eftir reggíplötunni Kominn heim sem hafði að geyma hin vinsælu lög Stöndum saman og Þú ert mín, sem Valdimar Guðmundsson söng. Valdimar syngur einnig á nýju plötunni, hið rólega Æviskeið. "Hann syngur það eins og engill," segir Helgi Júlíus. Aðrir söngvarar á plötunni eru Sigríður Thorlacius, KK, Magni Ásgeirsson, Svavar Knútur og hinn efnilegi Elvar Örn. Textarnir eru bæði eftir Helga og konu hans, Bjarngerði Björnsdóttur, sem átti marga texta á annarri plötu hans, Haustlauf. Vinur hans, læknirinn Sigurður Albertsson, á einnig texta á plötunni. Í blús var öll tekin upp lifandi, fyrir utan sönginn. Upptökustjóri var Ómar Guðjónsson. Dóttir Helga, Unnur Ýr, hannaði umslagið eins og hún hefur gert fyrir allar plötur föður síns. Spurður hvort eitthvert laganna sé líklegt til vinsælda eins og lögin af Kominn heim segist Helgi Júlíus halda það. "Það eru fjögur til fimm lög sem hafa allt til að bera til að slá í gegn en það þýðir ekki að þau geri það." Rás 2 hefur ákveðið að setja fyrst í spilun lagið Draumavon sem Sigríður syngur. "Hún er algjör undramanneskja. Maður er bara dolfallinn þegar maður heyrir hana syngja," segir Helgi Júlíus, sem er þegar byrjaður að undirbúa næstu plötu sem verður í þjóðlagastíl.
Tónlist Mest lesið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Tíska og hönnun Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira