Að missa vitið en eiga afturkvæmt Mikael Torfason skrifar 14. mars 2013 06:00 Í dag fylgir Fréttablaðinu blað Geðhjálpar en samtökin voru stofnuð fyrir meira en þrjátíu árum. Þau hafa miklu breytt fyrir sína skjólstæðinga, fjölskyldur þeirra og samfélagið í heild. Síðustu ár hefur okkur tekist að horfast í augu við verstu hliðar fordóma okkar gagnvart geðsjúkum. Á sama tíma virðist vandinn hafa stóraukist ef marka má tölur um fjölda öryrkja vegna geðraskana. Á Íslandi eru öryrkjar með yfir 75 prósent örorku um fimmtán þúsund manns. Þetta er fólk sem getur ekki unnið fyrir sér og er að hluta eða öllu leyti á framfæri Tryggingastofnunar ríkisins. Fjörutíu prósent, eða sex þúsund manns af þessum fimmtán þúsund, eru öryrkjar vegna geðraskana. Fyrir tuttugu árum voru öryrkjar í heild ekki nema sex þúsund og rétt um tuttugu prósent, eða tólf hundruð manns, voru öryrkjar vegna geðraskana. Hvers vegna öryrkjum fjölgaði á þessum tveimur áratugum og hlutfall öryrkja vegna geðraskana tvöfaldaðist hefur lítið verið rætt. Þó verður að taka fram að þessi þróun einskorðast ekki við Ísland. Hún er í samræmi við það sem er að gerast í nágrannalöndunum. Opinbera skýringin er oft sú að vakning hafi orðið hvað geðræna sjúkdóma varðar. Svo eru það fordómarnir. Þegar einhver meðal okkar veikist af geðrænum sjúkdómi er leiðin til baka löng. Margir geðsjúkir sem ná bata og vilja aftur gerast fullgildir meðlimir í samfélaginu finna fyrir fordómum. Þeim eru oft allar dyr lokaðar og slíkar sögur lesum við oft í blöðunum og heyrum frá vinum og kunningjum. Fólk sem misst hefur vitið og fundið það aftur er oft litið hornauga á vinnumarkaði. En það ætti auðvitað að felast heilmikið virði í þeirri reynslu sem það hefur gengið í gegnum. Það virðist líka vera meiriháttar mál að fara af örorkubótum. Matið sjálft er vitlaust hugsað og fólk flokkað niður eftir því sem það getur ekki. Miklu nær væri að örorkumat héti starfsgetumat og við reyndum að nálgast einstaklinginn út frá því sem hann getur í stað þess að einblína á það sem hann getur ekki. Tölfræðileikir um hvar þessi þróun mun enda skilar okkur litlu en allt stefnir í að öryrkjum vegna geðraskana muni fjölga mikið næstu misserin. Við erum mjög gjörn á að viðurkenna nýja og nýja sjúkdóma og flokka og setja fólk á lyf við þeim. Við gleymum oft að það sem getur haft úrslitaáhrif á fólk sem heyr baráttu við geðsjúkdóma er gott nærsamfélag. Oft skiptir það meira máli en geðdeildir og lyf að eiga góða nágranna, vinnufélaga og fjölskyldu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Í dag fylgir Fréttablaðinu blað Geðhjálpar en samtökin voru stofnuð fyrir meira en þrjátíu árum. Þau hafa miklu breytt fyrir sína skjólstæðinga, fjölskyldur þeirra og samfélagið í heild. Síðustu ár hefur okkur tekist að horfast í augu við verstu hliðar fordóma okkar gagnvart geðsjúkum. Á sama tíma virðist vandinn hafa stóraukist ef marka má tölur um fjölda öryrkja vegna geðraskana. Á Íslandi eru öryrkjar með yfir 75 prósent örorku um fimmtán þúsund manns. Þetta er fólk sem getur ekki unnið fyrir sér og er að hluta eða öllu leyti á framfæri Tryggingastofnunar ríkisins. Fjörutíu prósent, eða sex þúsund manns af þessum fimmtán þúsund, eru öryrkjar vegna geðraskana. Fyrir tuttugu árum voru öryrkjar í heild ekki nema sex þúsund og rétt um tuttugu prósent, eða tólf hundruð manns, voru öryrkjar vegna geðraskana. Hvers vegna öryrkjum fjölgaði á þessum tveimur áratugum og hlutfall öryrkja vegna geðraskana tvöfaldaðist hefur lítið verið rætt. Þó verður að taka fram að þessi þróun einskorðast ekki við Ísland. Hún er í samræmi við það sem er að gerast í nágrannalöndunum. Opinbera skýringin er oft sú að vakning hafi orðið hvað geðræna sjúkdóma varðar. Svo eru það fordómarnir. Þegar einhver meðal okkar veikist af geðrænum sjúkdómi er leiðin til baka löng. Margir geðsjúkir sem ná bata og vilja aftur gerast fullgildir meðlimir í samfélaginu finna fyrir fordómum. Þeim eru oft allar dyr lokaðar og slíkar sögur lesum við oft í blöðunum og heyrum frá vinum og kunningjum. Fólk sem misst hefur vitið og fundið það aftur er oft litið hornauga á vinnumarkaði. En það ætti auðvitað að felast heilmikið virði í þeirri reynslu sem það hefur gengið í gegnum. Það virðist líka vera meiriháttar mál að fara af örorkubótum. Matið sjálft er vitlaust hugsað og fólk flokkað niður eftir því sem það getur ekki. Miklu nær væri að örorkumat héti starfsgetumat og við reyndum að nálgast einstaklinginn út frá því sem hann getur í stað þess að einblína á það sem hann getur ekki. Tölfræðileikir um hvar þessi þróun mun enda skilar okkur litlu en allt stefnir í að öryrkjum vegna geðraskana muni fjölga mikið næstu misserin. Við erum mjög gjörn á að viðurkenna nýja og nýja sjúkdóma og flokka og setja fólk á lyf við þeim. Við gleymum oft að það sem getur haft úrslitaáhrif á fólk sem heyr baráttu við geðsjúkdóma er gott nærsamfélag. Oft skiptir það meira máli en geðdeildir og lyf að eiga góða nágranna, vinnufélaga og fjölskyldu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun