Kverúlantaframboðin blómstra Friðrika Benónýsdóttir skrifar 12. mars 2013 06:00 Sjónvarpsþátturinn Borgen var nánast óþægilegur áhorfs á sunnudagskvöldið. Mætti ætla að handritshöfundar væru skyggnir og hefðu séð fyrir ástandið í íslenskum stjórnmálum í aðdraganda kosninga. Staðan er þessi: Nýr stjórnmálaflokkur er stofnaður vegna óánægju fyrrverandi forsætisráðherra með stefnu flokks síns. Kverúlantar allra flokka sjá sér leik á borði og flykkjast á skrifstofu flokksins til að koma sínum hugðarefnum að. Hver og einn einasti er með sína lausn á vandamálunum sem að þjóðinni steðja, verst bara að lausnirnar eru hver úr sinni áttinni og með öllu ósamrýmanlegar stefnu eins flokks. Enginn er hins vegar reiðubúinn að slá af sínu og það endar með því að kverúlantarnir eru sendir til síns heima með hundshaus. Séu handritshöfundarnir skyggnir ættu næstu þættir að verða enn óþægilegri áhorfs. Þá ætti nefnilega að vera komið að því að hver og einn þessara kverúlanta rjúki til og stofni sinn eigin flokk til þess að koma þessu eina hugðarefni sínu á framfæri. Þá yrði stofnaður flokkur um að þjóðnýta fyrirtæki, annar til að berjast fyrir réttindum dýra, sá þriðji vildi setja kristin gildi í öndvegi og svo framvegis. Enginn flokkanna hefði neina heildarstefnu í helstu málaflokkum, öll áherslan lægi á einu og aðeins einu stefnumáli. Slíka vitleysu myndu hinir snjöllu handritshöfundar Borgen sem betur fer aldrei bjóða okkur upp á, það væri alltof fáránlegt. Enda hefði ekki einu sinni rammskyggnum absúrdistum getað dottið í hug fyrir ári síðan að þannig yrði veruleikinn sem við byggjum við í íslenskum stjórnmálum korter í kosningar til Alþingis árið 2013. Það er erfitt að henda reiður á hvað veldur því að hvert kverúlantaframboðið af öðru sprettur upp þessar síðustu vikur fyrir kosningar. Ósamlyndi, kreddufesta og ósveigjanleiki virðast eiga þar stóran hlut að máli og svo þessi sannfæring fólks um að það hafi hina einu réttu stefnu, það sé með lausnina og ef það aðeins komist á þing blasi við bjartari tímar. Fordæmi Besta flokksins í borgarstjórnarkosningunum freistar eflaust líka: Ef framboðið hefur nógu loðna, teygjanlega og losaralega stefnu hljóta kjósendurnir að flykkjast að því. Vandamálið er bara að nú er offramboð af þessum stefnulausu framboðum og þótt nærri helmingur kjósenda hafi enn ekki ákveðið hvern skal kjósa er hætt við að þessi framboð éti hvert annað upp og á endanum verði það blessaður fjórflokkurinn sem græði á þessari fjöldahreyfingu til framboðs. Er þá ekki verr af stað farið en heima setið? Reyndar má færa gild rök fyrir því að ástandið á Alþingi geti fjandakornið ekki versnað mikið frá því sem nú er. Skrípaleikurinn í kringum vantrauststillöguna í gær fór langt með að svipta þá stofnun þeirri litlu virðingu sem hún átti eftir og hinn almenni kjósandi hlýtur að fyllast angist yfir því að atkvæði hans sé nýtt á þennan máta. Valkostirnir hvetja hins vegar ekki til fagnaðar og eins og staðan er í dag virðist koma í sama stað niður hvort maður situr heima á kjördag eða mætir á kjörstað og úllen-dúllen-doffar kjörseðilinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Sjónvarpsþátturinn Borgen var nánast óþægilegur áhorfs á sunnudagskvöldið. Mætti ætla að handritshöfundar væru skyggnir og hefðu séð fyrir ástandið í íslenskum stjórnmálum í aðdraganda kosninga. Staðan er þessi: Nýr stjórnmálaflokkur er stofnaður vegna óánægju fyrrverandi forsætisráðherra með stefnu flokks síns. Kverúlantar allra flokka sjá sér leik á borði og flykkjast á skrifstofu flokksins til að koma sínum hugðarefnum að. Hver og einn einasti er með sína lausn á vandamálunum sem að þjóðinni steðja, verst bara að lausnirnar eru hver úr sinni áttinni og með öllu ósamrýmanlegar stefnu eins flokks. Enginn er hins vegar reiðubúinn að slá af sínu og það endar með því að kverúlantarnir eru sendir til síns heima með hundshaus. Séu handritshöfundarnir skyggnir ættu næstu þættir að verða enn óþægilegri áhorfs. Þá ætti nefnilega að vera komið að því að hver og einn þessara kverúlanta rjúki til og stofni sinn eigin flokk til þess að koma þessu eina hugðarefni sínu á framfæri. Þá yrði stofnaður flokkur um að þjóðnýta fyrirtæki, annar til að berjast fyrir réttindum dýra, sá þriðji vildi setja kristin gildi í öndvegi og svo framvegis. Enginn flokkanna hefði neina heildarstefnu í helstu málaflokkum, öll áherslan lægi á einu og aðeins einu stefnumáli. Slíka vitleysu myndu hinir snjöllu handritshöfundar Borgen sem betur fer aldrei bjóða okkur upp á, það væri alltof fáránlegt. Enda hefði ekki einu sinni rammskyggnum absúrdistum getað dottið í hug fyrir ári síðan að þannig yrði veruleikinn sem við byggjum við í íslenskum stjórnmálum korter í kosningar til Alþingis árið 2013. Það er erfitt að henda reiður á hvað veldur því að hvert kverúlantaframboðið af öðru sprettur upp þessar síðustu vikur fyrir kosningar. Ósamlyndi, kreddufesta og ósveigjanleiki virðast eiga þar stóran hlut að máli og svo þessi sannfæring fólks um að það hafi hina einu réttu stefnu, það sé með lausnina og ef það aðeins komist á þing blasi við bjartari tímar. Fordæmi Besta flokksins í borgarstjórnarkosningunum freistar eflaust líka: Ef framboðið hefur nógu loðna, teygjanlega og losaralega stefnu hljóta kjósendurnir að flykkjast að því. Vandamálið er bara að nú er offramboð af þessum stefnulausu framboðum og þótt nærri helmingur kjósenda hafi enn ekki ákveðið hvern skal kjósa er hætt við að þessi framboð éti hvert annað upp og á endanum verði það blessaður fjórflokkurinn sem græði á þessari fjöldahreyfingu til framboðs. Er þá ekki verr af stað farið en heima setið? Reyndar má færa gild rök fyrir því að ástandið á Alþingi geti fjandakornið ekki versnað mikið frá því sem nú er. Skrípaleikurinn í kringum vantrauststillöguna í gær fór langt með að svipta þá stofnun þeirri litlu virðingu sem hún átti eftir og hinn almenni kjósandi hlýtur að fyllast angist yfir því að atkvæði hans sé nýtt á þennan máta. Valkostirnir hvetja hins vegar ekki til fagnaðar og eins og staðan er í dag virðist koma í sama stað niður hvort maður situr heima á kjördag eða mætir á kjörstað og úllen-dúllen-doffar kjörseðilinn.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun