Gunnar myndi aldrei neita Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. mars 2013 08:00 Gunnar Nelson hafði betur gegn Jorge Santiago á stigum í London í síðasta mánuði. Mynd/NordicPhotos/Getty Gunnar Nelson mun keppa á stærsta sviði UFC-bardagaheimsins þegar hann mætir Bandaríkjamanninum Mike Pyle á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas þann 25. maí næstkomandi. Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars og umboðsmaður, segir að þeir hafi gert munnlegt samkomulag þess efnis og vissi hann ekki betur en svo en að Pyle hefði gert slíkt hið sama. „Joe Silva, svokallaður „matchmaker" hjá UFC, hringdi klukkan fjögur í nótt. Ég hafði samband við Gunnar og við vorum búnir að samþykkja bardagann hálftíma síðar," segir Haraldur við Fréttablaðið. „Það var þó ekki erfitt að svara þessu símtali enda mikill heiður fyrir Gunnar að fá að berjast við svo hátt skrifaðan kappa á stærsta sviðinu í UFC." Mike Pyle er 37 ára gamall og margreyndur í íþróttinni. Hann hefur unnið 24 af 32 MMA-bardögum sínum og þrjá í röð, sem allir unnust á rothöggi í fyrstu lotu. Hann er einnig góður í gólfinu og hefur unnið sextán af 24 bardögum þar. „Pyle er númer þrettán á heimslistanum í veltivigtinni, mjög fjölhæfur og flottur bardagakappi. Þótt hann sé 37 ára þykir það góður aldur fyrir MMA og Pyle er þekktur fyrir að vera mjög hraður og hafa mikið úthald. Þjálfari Gunnars, John Kavanaugh, er mikill aðdáandi Pyle," segir hann. Dana White, forseti UFC, sagði nýverið að Gunnar ætti bjarta framtíð fyrir sér í íþróttinni og að því ætlaði hann að fara sparlega með Gunnar fyrst um sinn. Gunnar gaf svo sjálfur til kynna að hann myndi líklega berjast áfram í Evrópu um sinn. „Þetta hefur greinilega eitthvað breyst því þeir kalla nú Gunnar eins snemma til baka og mögulegt er. Gunnar hefur greinilega náð að heilla þá nægilega mikið til þess að tefla honum fram á stærsta sviði UFC," segir Haraldur en hann á þó síður von á því að bardagi Gunnars verði í hópi þeirra bardaga sem eru á aðaldagskrá kvöldsins. „Við báðum um það en þeir gátu engu lofað. Í fullri hreinskilni tel ég ekki miklar líkur á því. Það eru stórir bardagar á dagskránni, til dæmis titilbardagi í þungavigt, og Gunnar er þar að auki að berjast í Bandaríkjunum í fyrsta sinn." Fullvíst er að þetta verði stærsti og erfiðasti bardagi Gunnars, sem er enn ósigraður, til þessa. Haraldur segir þó að það hafi ekki hvarflað að þeim að neita þessu tækifæri. „Aldrei. Gunnar myndi aldrei neita bardaga vegna þess að andstæðingurinn þykir of sterkur. Hann lítur á það sem áskorun að berjast við hærra skrifaða kappa," segir Haraldur en hefur auðvitað fulla trú á sínum manni. „Ég er sannfærður um að Gunnar muni vinna Pyle, eins og alla aðra." Íþróttir Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Sjá meira
Gunnar Nelson mun keppa á stærsta sviði UFC-bardagaheimsins þegar hann mætir Bandaríkjamanninum Mike Pyle á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas þann 25. maí næstkomandi. Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars og umboðsmaður, segir að þeir hafi gert munnlegt samkomulag þess efnis og vissi hann ekki betur en svo en að Pyle hefði gert slíkt hið sama. „Joe Silva, svokallaður „matchmaker" hjá UFC, hringdi klukkan fjögur í nótt. Ég hafði samband við Gunnar og við vorum búnir að samþykkja bardagann hálftíma síðar," segir Haraldur við Fréttablaðið. „Það var þó ekki erfitt að svara þessu símtali enda mikill heiður fyrir Gunnar að fá að berjast við svo hátt skrifaðan kappa á stærsta sviðinu í UFC." Mike Pyle er 37 ára gamall og margreyndur í íþróttinni. Hann hefur unnið 24 af 32 MMA-bardögum sínum og þrjá í röð, sem allir unnust á rothöggi í fyrstu lotu. Hann er einnig góður í gólfinu og hefur unnið sextán af 24 bardögum þar. „Pyle er númer þrettán á heimslistanum í veltivigtinni, mjög fjölhæfur og flottur bardagakappi. Þótt hann sé 37 ára þykir það góður aldur fyrir MMA og Pyle er þekktur fyrir að vera mjög hraður og hafa mikið úthald. Þjálfari Gunnars, John Kavanaugh, er mikill aðdáandi Pyle," segir hann. Dana White, forseti UFC, sagði nýverið að Gunnar ætti bjarta framtíð fyrir sér í íþróttinni og að því ætlaði hann að fara sparlega með Gunnar fyrst um sinn. Gunnar gaf svo sjálfur til kynna að hann myndi líklega berjast áfram í Evrópu um sinn. „Þetta hefur greinilega eitthvað breyst því þeir kalla nú Gunnar eins snemma til baka og mögulegt er. Gunnar hefur greinilega náð að heilla þá nægilega mikið til þess að tefla honum fram á stærsta sviði UFC," segir Haraldur en hann á þó síður von á því að bardagi Gunnars verði í hópi þeirra bardaga sem eru á aðaldagskrá kvöldsins. „Við báðum um það en þeir gátu engu lofað. Í fullri hreinskilni tel ég ekki miklar líkur á því. Það eru stórir bardagar á dagskránni, til dæmis titilbardagi í þungavigt, og Gunnar er þar að auki að berjast í Bandaríkjunum í fyrsta sinn." Fullvíst er að þetta verði stærsti og erfiðasti bardagi Gunnars, sem er enn ósigraður, til þessa. Haraldur segir þó að það hafi ekki hvarflað að þeim að neita þessu tækifæri. „Aldrei. Gunnar myndi aldrei neita bardaga vegna þess að andstæðingurinn þykir of sterkur. Hann lítur á það sem áskorun að berjast við hærra skrifaða kappa," segir Haraldur en hefur auðvitað fulla trú á sínum manni. „Ég er sannfærður um að Gunnar muni vinna Pyle, eins og alla aðra."
Íþróttir Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Sjá meira