Hleranir styggja verjendur Stígur Helgason skrifar 27. febrúar 2013 06:00 Lögmenn grunaðra sakamanna óttast að trúnaðarsímtöl þeirra við skjólstæðinga kunni að vera hleruð. Ríkissaksóknari svaraði ekki fyrirspurn ráðherra um málið og stjórn Lögmannafélagsins hyggst taka það fyrir. Verjendur í lögmannastétt eru margir hverjir órólegir yfir símhlerunum lögreglu, sem kunna að beinast gegn skjólstæðingum þeirra og jafnvel þeim sjálfum. Framkvæmdastjóri Lögmannafélags Íslands staðfestir að hafa fundið fyrir þessu undanfarin misseri. Innanríkisráðherra svaraði í fyrradag skriflegri fyrirspurn um símhleranir lögreglu sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram á þingi. Bjarni spurði meðal annars hversu oft samskipti grunaðs manns og lögmanns hefðu verið hleruð, hvernig farið væri með rannsóknargögnin og jafnframt hve oft samskipti verjanda við aðra en sakborninginn hefðu verið hleruð. Ráðherra leitaði til ríkissaksóknara eftir upplýsingum en ríkissaksóknari taldi ekki unnt að svara þessum spurningum, enda væru gögn um símhleranir „ekki greind niður á þann veg að unnt sé að svara því sem þar er spurt um," eins og segir í svari ráðherra. „Tekur ríkissaksóknari fram að heimilt sé að framkvæma hlustun hjá lögmönnum eins og hverjum öðrum, að uppfylltum lagaskilyrðum um úrskurð dómara o.s.frv. Hins vegar verði ekki séð hvaða tilgangi það þjóni að upplýsa sérstaklega um hlustanir sem beinast að þeirri starfsstétt, auk þess sem hér verði að hafa í huga þagnarskylduákvæði." Þó tekur ríkissaksóknari fram að í sakamálalögum sé kveðið á um að „eyða skuli þegar í stað gögnum sem hafa að geyma samtöl eða önnur samskipti sakbornings við verjanda sinn". Ingimar Ingason, framkvæmdastjóri Lögmannafélags Íslands, er ekki sáttur við þessi svör og segir að stjórn félagsins muni taka málið fyrir á næstunni. „Það skýtur svolítið skökku við að það sé ekki talin ástæða til að svara því hvort þarna sé um að ræða einhvern fjölda mála þar sem símar lögmanna eru hleraðir," segir hann. „Mér finnst eðlilegt að það sé skýrt frekar hversu stór hluti af þessum hlerunarúrskurðum snertir lögmenn beint, ekki sem viðmælendur við sína skjólstæðinga, heldur sem andlag úrskurðanna." Í þeim tilfellum beri lögreglu ekki skylda til að eyða upptökum af símtölum lögmannanna við skjólstæðinga sína, sem geti verið mjög viðkvæms eðlis. Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Sjá meira
Lögmenn grunaðra sakamanna óttast að trúnaðarsímtöl þeirra við skjólstæðinga kunni að vera hleruð. Ríkissaksóknari svaraði ekki fyrirspurn ráðherra um málið og stjórn Lögmannafélagsins hyggst taka það fyrir. Verjendur í lögmannastétt eru margir hverjir órólegir yfir símhlerunum lögreglu, sem kunna að beinast gegn skjólstæðingum þeirra og jafnvel þeim sjálfum. Framkvæmdastjóri Lögmannafélags Íslands staðfestir að hafa fundið fyrir þessu undanfarin misseri. Innanríkisráðherra svaraði í fyrradag skriflegri fyrirspurn um símhleranir lögreglu sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram á þingi. Bjarni spurði meðal annars hversu oft samskipti grunaðs manns og lögmanns hefðu verið hleruð, hvernig farið væri með rannsóknargögnin og jafnframt hve oft samskipti verjanda við aðra en sakborninginn hefðu verið hleruð. Ráðherra leitaði til ríkissaksóknara eftir upplýsingum en ríkissaksóknari taldi ekki unnt að svara þessum spurningum, enda væru gögn um símhleranir „ekki greind niður á þann veg að unnt sé að svara því sem þar er spurt um," eins og segir í svari ráðherra. „Tekur ríkissaksóknari fram að heimilt sé að framkvæma hlustun hjá lögmönnum eins og hverjum öðrum, að uppfylltum lagaskilyrðum um úrskurð dómara o.s.frv. Hins vegar verði ekki séð hvaða tilgangi það þjóni að upplýsa sérstaklega um hlustanir sem beinast að þeirri starfsstétt, auk þess sem hér verði að hafa í huga þagnarskylduákvæði." Þó tekur ríkissaksóknari fram að í sakamálalögum sé kveðið á um að „eyða skuli þegar í stað gögnum sem hafa að geyma samtöl eða önnur samskipti sakbornings við verjanda sinn". Ingimar Ingason, framkvæmdastjóri Lögmannafélags Íslands, er ekki sáttur við þessi svör og segir að stjórn félagsins muni taka málið fyrir á næstunni. „Það skýtur svolítið skökku við að það sé ekki talin ástæða til að svara því hvort þarna sé um að ræða einhvern fjölda mála þar sem símar lögmanna eru hleraðir," segir hann. „Mér finnst eðlilegt að það sé skýrt frekar hversu stór hluti af þessum hlerunarúrskurðum snertir lögmenn beint, ekki sem viðmælendur við sína skjólstæðinga, heldur sem andlag úrskurðanna." Í þeim tilfellum beri lögreglu ekki skylda til að eyða upptökum af símtölum lögmannanna við skjólstæðinga sína, sem geti verið mjög viðkvæms eðlis.
Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu