Ný kynslóð Guðmundur Andri Thorsson skrifar 18. febrúar 2013 06:00 Þegar Katrín Jakobsdóttir tekur við af Steingrími J. verður ný kynslóð komin til valda í flokkunum fjórum sem hafa verið hryggjarstykkið í íslensku stjórnmálakerfi frá því að kommúnistaflokkurinn var stofnaður árið 1930. Eldri kynslóðin hverfur nú smám saman af sviðinu – smám saman, og þarf aðeins að ýta á suma. Ísbjargarflokkarnir Ekki verður þess þó vart að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson búi við mikla fjarstýringu frá fyrrverandi leiðtogum Framsóknarflokksins en þeir hafa sig að vísu ekki mikið í frammi, hvað sem því veldur. Flokkurinn hefur hins vegar náð vopnum sínum í kjölfar Icesave-dómsins og er nú tekinn að lofa upp í allar ínáanlegar ermar: við sem munum hundrað prósent húsnæðislánin þeirra sem settu landið á hausinn hlökkum þó mátulega til þess þegar flokkurinn fer að láta hendur standa fram úr sínum loforða-ermum. Í Sjálfstæðisflokknum er Davíð enn býsna ráðríkur og berst um á hæl og hnakka í sínum daglega leiðara að skrifa kaflann um sig í Íslandssögunni. Það gengur nokkuð vel, miðað við að hann stóð öðrum fremur fyrir óðakapítalismanum sem færði okkur óðu kapítalistana. Icesave virðist ætla að verða honum og hans flokki sannkölluð ísbjörg, sem vissulega er kaldhæðnislegt í ljósi þess að það var nú einu sinni Flokksbankinn sem hóf þá útgerð og gjörvallur Heimdallur var um hríð starfandi í markaðsdeildinni þar. Hér er annars kominn vandi Bjarna Benediktssonar: minnst er á Sjálfstæðisflokkinn og maður er óðara farinn að tala um Davíð…Hitt sem Bjarni má burðast með er að hafa rekið bensínsölu með stórfenglegu tapi í mesta bílæri sögunnar hjá þessari bílóðu þjóð, þegar enginn þótti maður með mönnum nema hafa heilt bílastóð í hlaðinu hjá sér og fólk var orðið svo sporlatt að reist var í svonefndu Korputorgi eina mall Evrópu þar sem ekið er milli búða. Og vinstri flokkarnir Í Samfylkingu er svolítið óljóst og jafnvel einkennilegt ástand, valdamillibil, því að Árni Páll Árnason var kjörinn formaður í óþökk Jóhönnu Sigurðardóttur, og raunar allra þeirra sem sitja í valdastöðum flokksins, en er ekki í ríkisstjórninni, var raunar sparkað út úr henni. Enn er óljóst hvort Árni Páll muni framfylgja hinni þrákelknislegu afstöðu í Stjórnarskrármálinu, þar sem alls konar fólk virðist hafa bitið í sig að gjörvallt uppbyggingarstarf undanfarinna fjögurra ára hafi verið unnið fyrir gýg nema Íslandi verði breytt í nokkurs konar Sviss. Hver stjórnar? Jóhanna? Árni Páll? Eða er það bara Ólafur Ragnar sem ræður hér öllu eins og útlendingum skilst? Hvað sem öðru líður nýtur Árni Páll þess að hann byrjar með hreint borð og gefur fólki tilfinningu um að það sé að kjósa – eða kjósa ekki – annan flokk en þann sem nú er í ríkisstjórn. Það gerir Katrín líka. Einhver kynni að segja að hlutskipti hennar verði ekki öfundsvert; að þurfa að vera í forsvari fyrir flokk sem er sjálfum sér sundurþykkur og hefur verið sjálfum sér erfiður á þessu merkilega kjörtímabili. Hversu oft hefur maður ekki dáðst að þrautseigju Steingríms J. og krafti. Hann hefur tekið á sig ómældar byrðar og stundum verið engu líkara en að gjörvallt "Íslandsálagið“ hvíldi á herðum hans. Suma hefur hann hrifið, öðrum er verulega í nöp við hann og kenna honum og Jóhönnu um allt sem miður hefur farið á Íslandi frá því að land byggðist. Einhvern veginn virðist manni að auðveldara sé að arga á Steingrím J. en Katrínu; hennar stíll er einfaldlega þannig og hún kemur manni fyrir sjónir sem mannasættir. Hún kemur úr skynsemisarmi VG eins og Steingrímur og hefur staðið þétt að baki honum í allri þessari orrahríð en samt virðist enginn kenna henni um ólán þjóðarinnar. Það er dýrmætur eiginleiki að geta laðað fólk til fylgis við sig og vonandi tekst flokksystkinum hennar að stilla sig um að næra Sundurlyndisfjandann á Morgunblaðinu. Vinstri og hægri Hins vegar er það nú einu sinni þannig að vinstri sinnað fólk er þrasgjarnt, kannski vegna þess að það leitar réttlætisins af ástríðu; það getur verið flókið mál að finna hvernig jafnrétti verður við komið og að sjá til þess að öllum gefist sömu tækifæri í lífinu; leið misskiptingarinnar er einhvern veginn auðveldari og augljósari. Hægri sinnað fólk vill að einstaklingar njóti sín og fái sem mest athafna- og olnbogarými. Vinstri sinnað fólk vill skipuleggja samfélagið, gera hlutina rétt, það virðist stundum í stöðugri baráttu en hreiðrar ekki um sig í makindum. Hægri sinnað fólk sameinast um þá lauslegu hugmynd að hver sé sinnar gæfu smiður og hlutverk ríkisins sé að skapa aðstæður til auðsöfnunar en vinstri sinnað fólk lítur svo á að ógæfa sé samfélagslegt úrlausnarefni og það þurfi að grafast fyrir um rót ógæfunnar… Þess vegna eru nú komnir fram ótal litlir vinstri flokkar með ákaflega frambærilegum frambjóðendum á borð við Birgittu, Þorvald Gylfa, Guðmund Steingríms og fleiri og fleiri en hægri menn ætla að sameinast um þann sem lofar að skaffa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Þegar Katrín Jakobsdóttir tekur við af Steingrími J. verður ný kynslóð komin til valda í flokkunum fjórum sem hafa verið hryggjarstykkið í íslensku stjórnmálakerfi frá því að kommúnistaflokkurinn var stofnaður árið 1930. Eldri kynslóðin hverfur nú smám saman af sviðinu – smám saman, og þarf aðeins að ýta á suma. Ísbjargarflokkarnir Ekki verður þess þó vart að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson búi við mikla fjarstýringu frá fyrrverandi leiðtogum Framsóknarflokksins en þeir hafa sig að vísu ekki mikið í frammi, hvað sem því veldur. Flokkurinn hefur hins vegar náð vopnum sínum í kjölfar Icesave-dómsins og er nú tekinn að lofa upp í allar ínáanlegar ermar: við sem munum hundrað prósent húsnæðislánin þeirra sem settu landið á hausinn hlökkum þó mátulega til þess þegar flokkurinn fer að láta hendur standa fram úr sínum loforða-ermum. Í Sjálfstæðisflokknum er Davíð enn býsna ráðríkur og berst um á hæl og hnakka í sínum daglega leiðara að skrifa kaflann um sig í Íslandssögunni. Það gengur nokkuð vel, miðað við að hann stóð öðrum fremur fyrir óðakapítalismanum sem færði okkur óðu kapítalistana. Icesave virðist ætla að verða honum og hans flokki sannkölluð ísbjörg, sem vissulega er kaldhæðnislegt í ljósi þess að það var nú einu sinni Flokksbankinn sem hóf þá útgerð og gjörvallur Heimdallur var um hríð starfandi í markaðsdeildinni þar. Hér er annars kominn vandi Bjarna Benediktssonar: minnst er á Sjálfstæðisflokkinn og maður er óðara farinn að tala um Davíð…Hitt sem Bjarni má burðast með er að hafa rekið bensínsölu með stórfenglegu tapi í mesta bílæri sögunnar hjá þessari bílóðu þjóð, þegar enginn þótti maður með mönnum nema hafa heilt bílastóð í hlaðinu hjá sér og fólk var orðið svo sporlatt að reist var í svonefndu Korputorgi eina mall Evrópu þar sem ekið er milli búða. Og vinstri flokkarnir Í Samfylkingu er svolítið óljóst og jafnvel einkennilegt ástand, valdamillibil, því að Árni Páll Árnason var kjörinn formaður í óþökk Jóhönnu Sigurðardóttur, og raunar allra þeirra sem sitja í valdastöðum flokksins, en er ekki í ríkisstjórninni, var raunar sparkað út úr henni. Enn er óljóst hvort Árni Páll muni framfylgja hinni þrákelknislegu afstöðu í Stjórnarskrármálinu, þar sem alls konar fólk virðist hafa bitið í sig að gjörvallt uppbyggingarstarf undanfarinna fjögurra ára hafi verið unnið fyrir gýg nema Íslandi verði breytt í nokkurs konar Sviss. Hver stjórnar? Jóhanna? Árni Páll? Eða er það bara Ólafur Ragnar sem ræður hér öllu eins og útlendingum skilst? Hvað sem öðru líður nýtur Árni Páll þess að hann byrjar með hreint borð og gefur fólki tilfinningu um að það sé að kjósa – eða kjósa ekki – annan flokk en þann sem nú er í ríkisstjórn. Það gerir Katrín líka. Einhver kynni að segja að hlutskipti hennar verði ekki öfundsvert; að þurfa að vera í forsvari fyrir flokk sem er sjálfum sér sundurþykkur og hefur verið sjálfum sér erfiður á þessu merkilega kjörtímabili. Hversu oft hefur maður ekki dáðst að þrautseigju Steingríms J. og krafti. Hann hefur tekið á sig ómældar byrðar og stundum verið engu líkara en að gjörvallt "Íslandsálagið“ hvíldi á herðum hans. Suma hefur hann hrifið, öðrum er verulega í nöp við hann og kenna honum og Jóhönnu um allt sem miður hefur farið á Íslandi frá því að land byggðist. Einhvern veginn virðist manni að auðveldara sé að arga á Steingrím J. en Katrínu; hennar stíll er einfaldlega þannig og hún kemur manni fyrir sjónir sem mannasættir. Hún kemur úr skynsemisarmi VG eins og Steingrímur og hefur staðið þétt að baki honum í allri þessari orrahríð en samt virðist enginn kenna henni um ólán þjóðarinnar. Það er dýrmætur eiginleiki að geta laðað fólk til fylgis við sig og vonandi tekst flokksystkinum hennar að stilla sig um að næra Sundurlyndisfjandann á Morgunblaðinu. Vinstri og hægri Hins vegar er það nú einu sinni þannig að vinstri sinnað fólk er þrasgjarnt, kannski vegna þess að það leitar réttlætisins af ástríðu; það getur verið flókið mál að finna hvernig jafnrétti verður við komið og að sjá til þess að öllum gefist sömu tækifæri í lífinu; leið misskiptingarinnar er einhvern veginn auðveldari og augljósari. Hægri sinnað fólk vill að einstaklingar njóti sín og fái sem mest athafna- og olnbogarými. Vinstri sinnað fólk vill skipuleggja samfélagið, gera hlutina rétt, það virðist stundum í stöðugri baráttu en hreiðrar ekki um sig í makindum. Hægri sinnað fólk sameinast um þá lauslegu hugmynd að hver sé sinnar gæfu smiður og hlutverk ríkisins sé að skapa aðstæður til auðsöfnunar en vinstri sinnað fólk lítur svo á að ógæfa sé samfélagslegt úrlausnarefni og það þurfi að grafast fyrir um rót ógæfunnar… Þess vegna eru nú komnir fram ótal litlir vinstri flokkar með ákaflega frambærilegum frambjóðendum á borð við Birgittu, Þorvald Gylfa, Guðmund Steingríms og fleiri og fleiri en hægri menn ætla að sameinast um þann sem lofar að skaffa.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun