Tveir risaleikir í Höllinni í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2013 06:00 Fyrirliðarnir með bikarinn Talið frá vinstri: Guðbjörg Sverrisdóttir (Val), Pálína Gunnlaugsdóttir (Keflavík), Þorleifur Ólafsson (Grindavík) og Fannar Freyr Helgason (Stjörnunni). Fréttablaðið/Anton Leikir ársins í körfuboltanum fara fram í Laugardalshöll í dag þegar bikarúrslitaleikirnir eru á dagskrá. Keflavík tekur á móti Val í kvennaleiknum sem hefst klukkan 13.30 og klukkan 16.00 hefst síðan karlaleikurinn á milli Grindavíkur og Stjörnunnar. Það er mikil munur á bikarhefð Keflavíkur og Vals sem mætast í kvennaleiknum. Keflavík verður þá fyrsta félagið sem nær því að spila 20 bikarúrslitaleiki hjá konunum en Valur er aftur á móti í bikarúrslitum kvenna í fyrsta sinn í sögunni.Fóru öll spilin á borðið „Þetta er mjög áhugaverður leikur. Keflvíkingar hafa náttúrulega bullandi trú á að þeir muni vinna og eru með mikla sigurhefð. Valskonurnar komu með mjög hungraða Jaleesu Butler í fararbroddi og unnu afgerandi sigur í leik liðanna í Keflavík á dögunum þar sem Keflavíkurstelpurnar voru algjörlega ráðþrota. Spurningin í þessum leik er hvort Valskonur hafi sett öll spilin á borðið í leiknum í Keflavík eða hvort þær eigi einhver tromp eftir," segir Ingi Þór. „Sigurhefðin er með Keflavík í þessum leik en stóra spurningin er hvort Valskonur nái aftur upp þessu hungri sem þær mættu með til Keflavíkur. Lykillinn hjá Val er að Kristrún [Sigurjónsdóttir] spili vel en hún var að spila frábærlega í leiknum í Keflavík (31 stig). Á meðan Keflavíkurliðið kemst ekki í bílstjórasætið ná þær ekki upp sínum leik," segir Ingi Þór sem hefur samt meiri trú á Keflavík. „Ég ætla að spá Keflavík sigri og þar ræður sigurhefðin mestu en þetta verður mjög jafnt," segir Ingi Þór. Fréttablaðið fékk fimm aðra álitsgjafa úr Dominos-deild kvenna til að spá fyrir um úrslit leiksins (til vinstri) og eru þrír þeirra sammála.Gjörólíkar forsendur Stjörnumenn eru komnir aftur í Höllina fjórum árum eftir að þeir unnu eftirminnilegan sigur á stórskotaliði KR. Að þessu sinni eru mótherjarnir Grindavík sem er að mæta í Höllina í þriðja sinn á fjórum árum en hefur þurft að sætta sig við silfur í hin skiptin. „Liðin eru að koma inn í leikinn á gjörólíkum forsendum. Grindavík er kannski ekki búið að spila besta boltann en er búið að gera það sem þarf til að vinna og er að komast á mikilli sigurgöngu inn í leikinn. Á meðan er Stjarnan búin að tapa fjórum leikjum í röð í deildinni og öllum þremur eftir að þeir unnu okkur í bikarnum. Nú er bara stóra spurningin hvort Stjörnumenn hafi verið með alla einbeitingu á bikarinn og hafi verið að bíða eftir stórleiknum," segir Ingi en Stjarnan vann Snæfell með 21 stigs mun í undanúrslitum keppninnar og það í Stykkishólmi.Þurfa að stoppa Shouse „Grindvíkingar verða að stoppa hann því mér finnst það vera algjört lykilatriði hjá Stjörnunni að hann nái að tengja liðið saman og stýra þessu. Að sama skapi hinum megin þá finnst mér Jóhann Árni (Ólafsson) og Lalli (Þorleifur Ólafsson) vera lykilmenn. Siggi (Sigurður Gunnar Þorsteinsson) og útlendingarnir munu gera sitt en Jói og Lalli þurfa að vera góðir til þess að Grindavík vinni," segir Ingi Þór enn fremur. Stjörnumenn voru litla liðið þegar þeir unnu KR 2009 en svo er ekki nú að mati Inga. „Stjörnumenn eru ekkert litla liðið þótt þeir séu bara í sjötta sæti í deildinni og ef eitthvað er eru þeir stóra liðið. Bæði liðin eru gríðarlega vel mönnuð og ég vonast til þess að þessi leikur verði frábær," segir Ingi Þór en hvernig fer? „Ég ætla að spá Grindavík sigri því ég hef tilfinningu fyrir því án þess að hafa einhver sérstök rök fyrir því. Ég vonast til að þetta verði sýning í báðum leikjum, skemmtilegir með bullandi dramatík í lokin, flotta sigurkörfu eða eitthvað. Þetta eru tveir risaleikir," segir Ingi Þór. Fréttablaðið fékk fimm aðra úr Dominos-deildinni til að spá og eru fjórir þeirra sammála Inga. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Sjá meira
Leikir ársins í körfuboltanum fara fram í Laugardalshöll í dag þegar bikarúrslitaleikirnir eru á dagskrá. Keflavík tekur á móti Val í kvennaleiknum sem hefst klukkan 13.30 og klukkan 16.00 hefst síðan karlaleikurinn á milli Grindavíkur og Stjörnunnar. Það er mikil munur á bikarhefð Keflavíkur og Vals sem mætast í kvennaleiknum. Keflavík verður þá fyrsta félagið sem nær því að spila 20 bikarúrslitaleiki hjá konunum en Valur er aftur á móti í bikarúrslitum kvenna í fyrsta sinn í sögunni.Fóru öll spilin á borðið „Þetta er mjög áhugaverður leikur. Keflvíkingar hafa náttúrulega bullandi trú á að þeir muni vinna og eru með mikla sigurhefð. Valskonurnar komu með mjög hungraða Jaleesu Butler í fararbroddi og unnu afgerandi sigur í leik liðanna í Keflavík á dögunum þar sem Keflavíkurstelpurnar voru algjörlega ráðþrota. Spurningin í þessum leik er hvort Valskonur hafi sett öll spilin á borðið í leiknum í Keflavík eða hvort þær eigi einhver tromp eftir," segir Ingi Þór. „Sigurhefðin er með Keflavík í þessum leik en stóra spurningin er hvort Valskonur nái aftur upp þessu hungri sem þær mættu með til Keflavíkur. Lykillinn hjá Val er að Kristrún [Sigurjónsdóttir] spili vel en hún var að spila frábærlega í leiknum í Keflavík (31 stig). Á meðan Keflavíkurliðið kemst ekki í bílstjórasætið ná þær ekki upp sínum leik," segir Ingi Þór sem hefur samt meiri trú á Keflavík. „Ég ætla að spá Keflavík sigri og þar ræður sigurhefðin mestu en þetta verður mjög jafnt," segir Ingi Þór. Fréttablaðið fékk fimm aðra álitsgjafa úr Dominos-deild kvenna til að spá fyrir um úrslit leiksins (til vinstri) og eru þrír þeirra sammála.Gjörólíkar forsendur Stjörnumenn eru komnir aftur í Höllina fjórum árum eftir að þeir unnu eftirminnilegan sigur á stórskotaliði KR. Að þessu sinni eru mótherjarnir Grindavík sem er að mæta í Höllina í þriðja sinn á fjórum árum en hefur þurft að sætta sig við silfur í hin skiptin. „Liðin eru að koma inn í leikinn á gjörólíkum forsendum. Grindavík er kannski ekki búið að spila besta boltann en er búið að gera það sem þarf til að vinna og er að komast á mikilli sigurgöngu inn í leikinn. Á meðan er Stjarnan búin að tapa fjórum leikjum í röð í deildinni og öllum þremur eftir að þeir unnu okkur í bikarnum. Nú er bara stóra spurningin hvort Stjörnumenn hafi verið með alla einbeitingu á bikarinn og hafi verið að bíða eftir stórleiknum," segir Ingi en Stjarnan vann Snæfell með 21 stigs mun í undanúrslitum keppninnar og það í Stykkishólmi.Þurfa að stoppa Shouse „Grindvíkingar verða að stoppa hann því mér finnst það vera algjört lykilatriði hjá Stjörnunni að hann nái að tengja liðið saman og stýra þessu. Að sama skapi hinum megin þá finnst mér Jóhann Árni (Ólafsson) og Lalli (Þorleifur Ólafsson) vera lykilmenn. Siggi (Sigurður Gunnar Þorsteinsson) og útlendingarnir munu gera sitt en Jói og Lalli þurfa að vera góðir til þess að Grindavík vinni," segir Ingi Þór enn fremur. Stjörnumenn voru litla liðið þegar þeir unnu KR 2009 en svo er ekki nú að mati Inga. „Stjörnumenn eru ekkert litla liðið þótt þeir séu bara í sjötta sæti í deildinni og ef eitthvað er eru þeir stóra liðið. Bæði liðin eru gríðarlega vel mönnuð og ég vonast til þess að þessi leikur verði frábær," segir Ingi Þór en hvernig fer? „Ég ætla að spá Grindavík sigri því ég hef tilfinningu fyrir því án þess að hafa einhver sérstök rök fyrir því. Ég vonast til að þetta verði sýning í báðum leikjum, skemmtilegir með bullandi dramatík í lokin, flotta sigurkörfu eða eitthvað. Þetta eru tveir risaleikir," segir Ingi Þór. Fréttablaðið fékk fimm aðra úr Dominos-deildinni til að spá og eru fjórir þeirra sammála Inga.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Sjá meira