Fái ókeypis útsendingar í RÚV Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. febrúar 2013 06:00 Nefnd vill leggja fyrir Ríkisútvarpið að veita öllum framboðum til Alþingis sem kjósa útsendingartíma í sjónvarpi og tæknilega aðstoð við gerð kynningarefnis. Fréttablaðið/GVA Öll framboð til Alþingis eiga að fá ókeypis aðgang að sjónvarpsútsendingum hjá Ríkisútvarpinu að því er nefnd sem menntamálaráðherra skipaði leggur til. Nefnd um aðgang stjórnmálahreyfinga og frambjóðenda að fjölmiðlum í aðdraganda kosninga er skipuð fulltrúum allra flokka á Alþingi. Í umsögn til allsherjarnefndar þingsins nefnir nefndin tvær meginröksemdir um mikilvægi gjaldfrjálsra útsendingartíma fyrir framboðin. Annars vegar minnki það aðstöðumun framboðanna og auki jafnræði. Hins vegar dýpki þetta umfjöllunina um valkostina sem bjóðist. Fulltrúar Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) fylgdust með framkvæmd alþingiskosninganna 2009. Þeir gagnrýndu tilhögun sem Ríkisútvarpið hafði þá á fyrirhugaðri ókeypis útsendingu á sjónvarpskynningu framboðslista. Þá áskildi RÚV að meirihluti framboðanna myndi samþykkja að vera með. ÖSE segir að þannig hafi fjórir rótgrónari og sterkari flokkar, með því að hafna þátttöku, einfaldlega getað útilokað þrjú ný og veikari framboð frá því að kynna sig á eigin forsendum í sjónvarpi. Það voru einmitt gömlu flokkarnir; Samfylking, Sjálfstæðisflokkur, Vinstri-grænir og Framsóknarflokkur, sem höfnuðu því að vera með svo ekkert varð af útsendingunum 2009. „Er mælt fyrir að Ríkisútvarpið veiti öllum gildum framboðum sjálfstæðan rétt til kynningar á sínum stefnumálum og sá réttur sé ekki háður því að önnur framboð nýti sinn rétt til slíkrar kynningar," segir nefnd um fjölmiðlaaðgang. Aðeins fulltrúi Framsóknarflokksins er ekki með í umsögninni. Nefndin segir forsvarsmenn Ríkisútvarpsins andvíga því að starfsfólk þess taki þátt í gerð kynningarefnis framboðanna með vísan til óhlutdrægni og ritstjórnarlegs sjálfstæðis. Hins vegar sé erfiðara fyrir ný eða minna rótgróin framboð að ná góðum gæðum á sínu efni. Því sé eðlilegt að Ríkisútvarpið leggi til aðstöðu, tækniþekkingu og tæknivinnu en fari þó ekki á skjön við siðareglur og hlutlægni. Framboðin þurfi hins vegar að bera einhvern kostnað við útsendingarnar án þess þó að hann verði þeim of þung byrði. ----------------- Uppfært kl. 10:45 Upphaflega kom fram í fréttinni að það hefði verið fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem ekki skrifaði undir álit meirihluta nefndarinnar. Hið rétta er að það var fulltrúi Framsóknarflokksins, Sunna Gunnars Marteinsdóttir, sem skrifaði ekki undir. Sunna segir að það hafi verið vegna þess að hún hafi ekki náð að kynna sér umsögn nefndarinnar til hlítar áður en hún var send allsherjarnefnd Alþingis. Kosningar 2013 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Öll framboð til Alþingis eiga að fá ókeypis aðgang að sjónvarpsútsendingum hjá Ríkisútvarpinu að því er nefnd sem menntamálaráðherra skipaði leggur til. Nefnd um aðgang stjórnmálahreyfinga og frambjóðenda að fjölmiðlum í aðdraganda kosninga er skipuð fulltrúum allra flokka á Alþingi. Í umsögn til allsherjarnefndar þingsins nefnir nefndin tvær meginröksemdir um mikilvægi gjaldfrjálsra útsendingartíma fyrir framboðin. Annars vegar minnki það aðstöðumun framboðanna og auki jafnræði. Hins vegar dýpki þetta umfjöllunina um valkostina sem bjóðist. Fulltrúar Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) fylgdust með framkvæmd alþingiskosninganna 2009. Þeir gagnrýndu tilhögun sem Ríkisútvarpið hafði þá á fyrirhugaðri ókeypis útsendingu á sjónvarpskynningu framboðslista. Þá áskildi RÚV að meirihluti framboðanna myndi samþykkja að vera með. ÖSE segir að þannig hafi fjórir rótgrónari og sterkari flokkar, með því að hafna þátttöku, einfaldlega getað útilokað þrjú ný og veikari framboð frá því að kynna sig á eigin forsendum í sjónvarpi. Það voru einmitt gömlu flokkarnir; Samfylking, Sjálfstæðisflokkur, Vinstri-grænir og Framsóknarflokkur, sem höfnuðu því að vera með svo ekkert varð af útsendingunum 2009. „Er mælt fyrir að Ríkisútvarpið veiti öllum gildum framboðum sjálfstæðan rétt til kynningar á sínum stefnumálum og sá réttur sé ekki háður því að önnur framboð nýti sinn rétt til slíkrar kynningar," segir nefnd um fjölmiðlaaðgang. Aðeins fulltrúi Framsóknarflokksins er ekki með í umsögninni. Nefndin segir forsvarsmenn Ríkisútvarpsins andvíga því að starfsfólk þess taki þátt í gerð kynningarefnis framboðanna með vísan til óhlutdrægni og ritstjórnarlegs sjálfstæðis. Hins vegar sé erfiðara fyrir ný eða minna rótgróin framboð að ná góðum gæðum á sínu efni. Því sé eðlilegt að Ríkisútvarpið leggi til aðstöðu, tækniþekkingu og tæknivinnu en fari þó ekki á skjön við siðareglur og hlutlægni. Framboðin þurfi hins vegar að bera einhvern kostnað við útsendingarnar án þess þó að hann verði þeim of þung byrði. ----------------- Uppfært kl. 10:45 Upphaflega kom fram í fréttinni að það hefði verið fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem ekki skrifaði undir álit meirihluta nefndarinnar. Hið rétta er að það var fulltrúi Framsóknarflokksins, Sunna Gunnars Marteinsdóttir, sem skrifaði ekki undir. Sunna segir að það hafi verið vegna þess að hún hafi ekki náð að kynna sér umsögn nefndarinnar til hlítar áður en hún var send allsherjarnefnd Alþingis.
Kosningar 2013 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira