Raunveruleikatékk Svavar Hávarðsson skrifar 13. febrúar 2013 06:00 Þetta hlýtur að hafa verið árið 1981. Ég rölti upp bryggjuna með ömmu Stínu á leiðinni í soðna ýsu hjá mömmu. Við áttum klukkutíma hvíld frá frystihúsinu; það var kærkomið þennan fallega sumardag. Ég rétt fermdur; amma þúsund ára, fannst mér þá. Á bryggjunni stakk ég hendinni í vasann og fann þar fyrir nokkrar álkrónur; eða flotkrónur eins og þær voru nefndar eftir einkennandi eiginleikum þeirra. Krónunum kastaði ég kæruleysislega frá mér á bryggjuna, þær hurfu ein af annarri á milli fiskikara; en flestar út í gegnum gisið grjótið í hafnargarðinum. Ég graðgaði ekki í mig soðinni ýsu með snarpheitri hamsatólg þetta hádegið. Ég skreið í blóðvatni og fiskimaðki á bryggjunni í örvæntingarfullri leit að krónunum, undir styrkri verkstjórn ömmu Stínu. Ég man að amma bætti miklu við takmarkaðan orðaforða minn þessar mínútur, og hún kenndi mér líka að vanmeta ekki andstæðing þó hann sé tæpur mjölpoki að þyngd, og gangi hægt. Þegar ég stóð upp blautur og sár, með tvær krónur í lófanum, sagði hún mér að snauta burt og gera þetta aldrei aftur. Ég skildi þetta ekki þá, og árum saman kastaði ég krónum í allar áttir. Þær voru léttar í vösunum, eins og álkrónurnar nokkrum árum fyrr. Amma Stína vissi það sennilega, þó hún segði aldrei neitt. Löngu seinna stóð brúna glasið alltaf á litla borðinu þegar ég kom af sjó; klukkan sjö stundvíslega. Ég og amma sátum í einn tíma, eða tvo. Hún sagði mér sögur – og svo skildist mér loksins af hverju ég skreið á bryggjunni forðum. Foreldrar hennar höfðu ekki efni á því að gefa henni að borða – og létu hana því frá sér. Amma var svo horuð við komuna í nýjan fjörð, þriggja ára, að hún var látin drekka rjóma í nokkrar vikur, í þeirri von að hún myndi hjarna við. Sem hún svo gerði. Seinna, þegar berklarnir voru að naga sig í gegnum brjóstið á afa, réði hún sig sem vinnukonu á hælið. Til að vera hjá honum. Þau sváfu undir berum himni í frostinu. En henni var aldrei kalt. Svona er ástin, sagði hún mér. Hann dó frá henni áður en ég fæddist. Þá var hún ein eftir, með dæturnar. Og þá skipti ein króna – úr áli eða ekki – máli. Og af hverju er ég að rifja þetta upp núna? Nei, mig vantaði bara raunveruleikatékk. Kannski þig líka? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Hávarðsson Mest lesið Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun
Þetta hlýtur að hafa verið árið 1981. Ég rölti upp bryggjuna með ömmu Stínu á leiðinni í soðna ýsu hjá mömmu. Við áttum klukkutíma hvíld frá frystihúsinu; það var kærkomið þennan fallega sumardag. Ég rétt fermdur; amma þúsund ára, fannst mér þá. Á bryggjunni stakk ég hendinni í vasann og fann þar fyrir nokkrar álkrónur; eða flotkrónur eins og þær voru nefndar eftir einkennandi eiginleikum þeirra. Krónunum kastaði ég kæruleysislega frá mér á bryggjuna, þær hurfu ein af annarri á milli fiskikara; en flestar út í gegnum gisið grjótið í hafnargarðinum. Ég graðgaði ekki í mig soðinni ýsu með snarpheitri hamsatólg þetta hádegið. Ég skreið í blóðvatni og fiskimaðki á bryggjunni í örvæntingarfullri leit að krónunum, undir styrkri verkstjórn ömmu Stínu. Ég man að amma bætti miklu við takmarkaðan orðaforða minn þessar mínútur, og hún kenndi mér líka að vanmeta ekki andstæðing þó hann sé tæpur mjölpoki að þyngd, og gangi hægt. Þegar ég stóð upp blautur og sár, með tvær krónur í lófanum, sagði hún mér að snauta burt og gera þetta aldrei aftur. Ég skildi þetta ekki þá, og árum saman kastaði ég krónum í allar áttir. Þær voru léttar í vösunum, eins og álkrónurnar nokkrum árum fyrr. Amma Stína vissi það sennilega, þó hún segði aldrei neitt. Löngu seinna stóð brúna glasið alltaf á litla borðinu þegar ég kom af sjó; klukkan sjö stundvíslega. Ég og amma sátum í einn tíma, eða tvo. Hún sagði mér sögur – og svo skildist mér loksins af hverju ég skreið á bryggjunni forðum. Foreldrar hennar höfðu ekki efni á því að gefa henni að borða – og létu hana því frá sér. Amma var svo horuð við komuna í nýjan fjörð, þriggja ára, að hún var látin drekka rjóma í nokkrar vikur, í þeirri von að hún myndi hjarna við. Sem hún svo gerði. Seinna, þegar berklarnir voru að naga sig í gegnum brjóstið á afa, réði hún sig sem vinnukonu á hælið. Til að vera hjá honum. Þau sváfu undir berum himni í frostinu. En henni var aldrei kalt. Svona er ástin, sagði hún mér. Hann dó frá henni áður en ég fæddist. Þá var hún ein eftir, með dæturnar. Og þá skipti ein króna – úr áli eða ekki – máli. Og af hverju er ég að rifja þetta upp núna? Nei, mig vantaði bara raunveruleikatékk. Kannski þig líka?
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun