55 kíló farin hjá Grétari Inga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2013 08:00 Grétar Ingi Erlendsson sést hér í leik á móti ÍR í vetur. Hann hefur skorað 11,4 stig að meðaltali á 21,2 mínútum í Dominos-deildinni á þessu tímabili. Mynd/Valli Körfuboltaævintýrið í Þorlákshöfn er enn í fullum gangi og liðið tekur á móti Stjörnunni í kvöld í toppbaráttuslag í Dominos-deildinni. Grétar Ingi Erlendsson er 29 ára miðherji liðsins sem sannar að uppkoma körfuboltaliðsins er ekki eina „kraftaverkið" tengt körfuboltanum í þessum rúmlega 1500 manna bæ. Fyrir tæpum tveimur árum var Grétar Ingi hættur í körfubolta og kominn upp í 170 kíló á vigtinni en í dag vegur hann 115 kíló og hefur því létt sig um 55 kíló á rúmlega 20 mánuðum. „Þegar konan var ólétt fór ég í einhvern pakka með henni. Ég hætti að æfa og fór að éta. Þetta varð alltaf meira og meira því maður gerði ekki neitt. Eftir smá tíma fór ég að hugsa hvað ég væri að gera mér því ég áttaði mig ekki á því hvað ég var orðinn stór og mikill. Ég sá jólamynd af okkur fjölskyldunni og þá fékk maður sjokk og kom niður á jörðina. Þá tók ég þá ákvörðun að ég ætlaði ekki að vera feiti pabbinn sem gat ekki tekið þátt í neinu," rifjar Grétar upp. „Það fyrsta sem ég gerði var að byrja að hreyfa mig aftur. Ég fór og talaði við Benna (Benedikt Guðmundsson, þjálfara Þórsliðsins) sem þá var á sínu fyrsta tímabili með liðið. Hann var tilbúinn að leyfa mér að koma inn í þetta á mínum forsendum. Svo var það bara svo hrikalega gaman að maður gaf alltaf meira og meira í," segir Grétar. „Það er búið að vera afskaplega skemmtilegt að sjá umbreytinguna. Eftir jólin varð ég að taka til í fataskápnum því ég var farinn að vera í lörfum sem héngu utan á mér. Ég gaf fullt af fötum og það eru örugglega einhverjir íturvaxnir þriðja heims menn vel klæddir þessa dagana," segir Grétar Ingi og hann finnur mikinn mun inni á körfuboltavellinum. „Það er miklu auðveldara að fara upp og niður völlinn og maður lyftir sér hærra, hleypur hraðar og þetta skilar gríðarlega miklu inni á vellinum. Maður gat ekki verið að keppa og æfa á þessu stigi þegar maður var að bera 170 kílóin og gerði ekki mikið þá," segir Grétar. Hann er að glíma við meiðsli í fæti þessa dagana og verður ekki með í næstu leikjum liðsins. „Ég lenti í þessu líka í fyrra. Ég fór í hnénu og fór í aðgerð í desember. Ég kom þá inn í þetta í lok febrúar. Ætli þetta verði ekki eitthvað svipað þetta árið og svo hjálpar maður þeim að klára tímabilið og vonandi verður þetta eins og í fyrra og við förum alla leið," segir Grétar en Þórsliðið tapaði í lokaúrslitunum í fyrra á móti Grindavík. „Strákarnir í liðinu eru duglegir að hjálpa til og hvetja mann áfram. Svo er fólk í bænum alltaf að koma til manns. Maður finnur það alltaf að fólk á töluvert meira í manni en utanbæjarstrákunum og útlendingunum. Þegar okkur heimastrákunum gengur vel fáum við alveg að vita það og heyra það. Við sjáum það í aukningu á áhorfendum og öðru því það skiptir töluverðu máli fyrir svona klúbb að vera með öfluga heimastráka," segir Grétar og Þorlákshafnarbúar gera verið stoltir af honum og liðinu sínu. „Það er skemmtilegt að þessi litli klúbbur úti á landi er kominn í sömu umræðu og Grindavík og KR. Þetta er orðinn stór klúbbur í körfunni og er alltaf að vera stærri og stærri. Við finnum það hér í sveitarfélaginu hvað allir eru farnir að fylgjast vel með og hvað karfan er farin að skipta miklu máli hérna. Þetta er búið að vera rosa spennandi að fylgjast með þessu og gaman að fá að taka þátt í þessu," sagði Grétar að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Fleiri fréttir Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Sjá meira
Körfuboltaævintýrið í Þorlákshöfn er enn í fullum gangi og liðið tekur á móti Stjörnunni í kvöld í toppbaráttuslag í Dominos-deildinni. Grétar Ingi Erlendsson er 29 ára miðherji liðsins sem sannar að uppkoma körfuboltaliðsins er ekki eina „kraftaverkið" tengt körfuboltanum í þessum rúmlega 1500 manna bæ. Fyrir tæpum tveimur árum var Grétar Ingi hættur í körfubolta og kominn upp í 170 kíló á vigtinni en í dag vegur hann 115 kíló og hefur því létt sig um 55 kíló á rúmlega 20 mánuðum. „Þegar konan var ólétt fór ég í einhvern pakka með henni. Ég hætti að æfa og fór að éta. Þetta varð alltaf meira og meira því maður gerði ekki neitt. Eftir smá tíma fór ég að hugsa hvað ég væri að gera mér því ég áttaði mig ekki á því hvað ég var orðinn stór og mikill. Ég sá jólamynd af okkur fjölskyldunni og þá fékk maður sjokk og kom niður á jörðina. Þá tók ég þá ákvörðun að ég ætlaði ekki að vera feiti pabbinn sem gat ekki tekið þátt í neinu," rifjar Grétar upp. „Það fyrsta sem ég gerði var að byrja að hreyfa mig aftur. Ég fór og talaði við Benna (Benedikt Guðmundsson, þjálfara Þórsliðsins) sem þá var á sínu fyrsta tímabili með liðið. Hann var tilbúinn að leyfa mér að koma inn í þetta á mínum forsendum. Svo var það bara svo hrikalega gaman að maður gaf alltaf meira og meira í," segir Grétar. „Það er búið að vera afskaplega skemmtilegt að sjá umbreytinguna. Eftir jólin varð ég að taka til í fataskápnum því ég var farinn að vera í lörfum sem héngu utan á mér. Ég gaf fullt af fötum og það eru örugglega einhverjir íturvaxnir þriðja heims menn vel klæddir þessa dagana," segir Grétar Ingi og hann finnur mikinn mun inni á körfuboltavellinum. „Það er miklu auðveldara að fara upp og niður völlinn og maður lyftir sér hærra, hleypur hraðar og þetta skilar gríðarlega miklu inni á vellinum. Maður gat ekki verið að keppa og æfa á þessu stigi þegar maður var að bera 170 kílóin og gerði ekki mikið þá," segir Grétar. Hann er að glíma við meiðsli í fæti þessa dagana og verður ekki með í næstu leikjum liðsins. „Ég lenti í þessu líka í fyrra. Ég fór í hnénu og fór í aðgerð í desember. Ég kom þá inn í þetta í lok febrúar. Ætli þetta verði ekki eitthvað svipað þetta árið og svo hjálpar maður þeim að klára tímabilið og vonandi verður þetta eins og í fyrra og við förum alla leið," segir Grétar en Þórsliðið tapaði í lokaúrslitunum í fyrra á móti Grindavík. „Strákarnir í liðinu eru duglegir að hjálpa til og hvetja mann áfram. Svo er fólk í bænum alltaf að koma til manns. Maður finnur það alltaf að fólk á töluvert meira í manni en utanbæjarstrákunum og útlendingunum. Þegar okkur heimastrákunum gengur vel fáum við alveg að vita það og heyra það. Við sjáum það í aukningu á áhorfendum og öðru því það skiptir töluverðu máli fyrir svona klúbb að vera með öfluga heimastráka," segir Grétar og Þorlákshafnarbúar gera verið stoltir af honum og liðinu sínu. „Það er skemmtilegt að þessi litli klúbbur úti á landi er kominn í sömu umræðu og Grindavík og KR. Þetta er orðinn stór klúbbur í körfunni og er alltaf að vera stærri og stærri. Við finnum það hér í sveitarfélaginu hvað allir eru farnir að fylgjast vel með og hvað karfan er farin að skipta miklu máli hérna. Þetta er búið að vera rosa spennandi að fylgjast með þessu og gaman að fá að taka þátt í þessu," sagði Grétar að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Fleiri fréttir Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Sjá meira
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti