Stærsta dópmálið á Íslandi í langan tíma Stígur Helgason skrifar 2. febrúar 2013 06:00 Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn í Reykjavík Fíkniefni Kókaín Fimm manns sitja nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um tengsl við risavaxið amfetamínsmyglmál. Málið er það stærsta sem hefur komið upp á Íslandi um langa hríð og aðgerðir vegna þess standa enn. Fram kom í tilkynningu frá lögreglu í gær að efnin hefðu komið til landsins í nokkrum póstsendingum og að lagt hefði verið hald á þau í síðustu viku. Tollayfirvöld fundu efnin með aðstoð fíkniefnaleitarhunda. Þau munu hafa komið hingað frá Danmörku. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er talið að um amfetamín sé að ræða, bæði í duft- og vökvaformi, og að magnið hlaupi á tugum kílóa. Endanleg greining á efninu og magni þess liggur hins vegar ekki fyrir. Mennirnir fimm sem sitja í gæsluvarðhaldi eru á þrítugs-, fertugs- og fimmtugsaldri og eru bæði íslenskir og litháískir. Tveir þeirra voru á föstudaginn fyrir rúmri viku úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 8. febrúar og hinir þrír voru handteknir eftir helgina og úrskurðaðir í varðhald til 7. febrúar. Flestir þeirra hafa komið við sögu lögreglu áður í mismiklum mæli. Aðgerðum vegna málsins er hins vegar ekki lokið. Fréttablaðið hefur upplýsingar um að síðast í gær hafi verið gerð húsleit á höfuðborgarsvæðinu og hald lagt á tvær tölvur í eigu Íslendings sem hefur um þriggja ára skeið sætt rannsókn vegna annars umfangsmikils sakamáls. Hann var handtekinn og yfirheyrður síðdegis en sleppt að því loknu. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að líklegt sé að enn fleiri verði handteknir vegna málsins á næstu dögum. Við rannsókn málsins hefur lögreglan notið aðstoðar kollega sinna í Danmörku. Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Fimm manns sitja nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um tengsl við risavaxið amfetamínsmyglmál. Málið er það stærsta sem hefur komið upp á Íslandi um langa hríð og aðgerðir vegna þess standa enn. Fram kom í tilkynningu frá lögreglu í gær að efnin hefðu komið til landsins í nokkrum póstsendingum og að lagt hefði verið hald á þau í síðustu viku. Tollayfirvöld fundu efnin með aðstoð fíkniefnaleitarhunda. Þau munu hafa komið hingað frá Danmörku. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er talið að um amfetamín sé að ræða, bæði í duft- og vökvaformi, og að magnið hlaupi á tugum kílóa. Endanleg greining á efninu og magni þess liggur hins vegar ekki fyrir. Mennirnir fimm sem sitja í gæsluvarðhaldi eru á þrítugs-, fertugs- og fimmtugsaldri og eru bæði íslenskir og litháískir. Tveir þeirra voru á föstudaginn fyrir rúmri viku úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 8. febrúar og hinir þrír voru handteknir eftir helgina og úrskurðaðir í varðhald til 7. febrúar. Flestir þeirra hafa komið við sögu lögreglu áður í mismiklum mæli. Aðgerðum vegna málsins er hins vegar ekki lokið. Fréttablaðið hefur upplýsingar um að síðast í gær hafi verið gerð húsleit á höfuðborgarsvæðinu og hald lagt á tvær tölvur í eigu Íslendings sem hefur um þriggja ára skeið sætt rannsókn vegna annars umfangsmikils sakamáls. Hann var handtekinn og yfirheyrður síðdegis en sleppt að því loknu. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að líklegt sé að enn fleiri verði handteknir vegna málsins á næstu dögum. Við rannsókn málsins hefur lögreglan notið aðstoðar kollega sinna í Danmörku.
Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira