Einstakt tækifæri Trausti Júlíusson skrifar 31. janúar 2013 06:00 James Blake spilar bæði kvöldin á Sónar, fyrra kvöldið í bílageymslu Hörpu. Sónar-hátíðin hefur verið ein af mest spennandi tónlistarhátíðum Evrópu allt frá því að hún var sett á laggirnar í Barcelona árið 1994. Hún hefur vaxið jafnt og þétt og býður nú ár hvert upp á mjög glæsilega dagskrá. Á tuttugustu Sónar-hátíðinni í sumar verða Kraftwerk og Pet Shop Boys á meðal flytjenda. En þetta er líka alþjóðleg hátíð. Síðan 2002 hefur Sónar haldið 30 hátíðir á fjölmörgum stöðum, m.a. New York, Frankfurt, Lyon, Chicago og Seúl. Hátíðir utan Barcelona eru þrjár í ár; Tókýó 6.-7. apríl, São Paulo 24.-25. maí og Reykjavík 14.-15. febrúar. Hátíðin lagar sig að aðstæðum hverju sinni. Í Reykjavík er hún minni en í Barcelona, en dagskráin er samt mjög þétt. Sónar Reykjavík fer fram í Hörpu. Aðaldagskráin verður í Silfurbergi og Norðurljósum, en báða dagana verður líka tónlist á tveimur öðrum stöðum í húsinu; í bílakjallara og á opnu svæði með útsýni til hafs. Það eru tæp 50 nöfn á dagskránni, u.þ.b. einn þriðji þeirra erlendur. Sónar leggur mesta áherslu á raf- og danstónlist og hátíðin hér er engin undantekning, þó að fjölbreytnin sé mikil. Alva Noto og Ryuichi Sakamoto, Squarepusher, Modeselektor, James Blake, Trentemöller og LFO eru stærstu erlendu nöfnin, en af íslenskum má nefna Mugison, GusGus, Hjaltalín, Retro Stefson, Sin Fang, Yagya og Ásgeir Trausta. Og svo er hellingur af ungum og upprennandi listamönnum. Sónar Reykjavík er frábær hugmynd. Tímasetningin er pottþétt. Í febrúar er ekkert að gerast í tónlist í Reykjavík að öllu jöfnu og þess vegna tilvalið að slá upp hátíð og lífga upp á borgina. Ég get ekki beðið! Sónar Tónlist Mest lesið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Sónar-hátíðin hefur verið ein af mest spennandi tónlistarhátíðum Evrópu allt frá því að hún var sett á laggirnar í Barcelona árið 1994. Hún hefur vaxið jafnt og þétt og býður nú ár hvert upp á mjög glæsilega dagskrá. Á tuttugustu Sónar-hátíðinni í sumar verða Kraftwerk og Pet Shop Boys á meðal flytjenda. En þetta er líka alþjóðleg hátíð. Síðan 2002 hefur Sónar haldið 30 hátíðir á fjölmörgum stöðum, m.a. New York, Frankfurt, Lyon, Chicago og Seúl. Hátíðir utan Barcelona eru þrjár í ár; Tókýó 6.-7. apríl, São Paulo 24.-25. maí og Reykjavík 14.-15. febrúar. Hátíðin lagar sig að aðstæðum hverju sinni. Í Reykjavík er hún minni en í Barcelona, en dagskráin er samt mjög þétt. Sónar Reykjavík fer fram í Hörpu. Aðaldagskráin verður í Silfurbergi og Norðurljósum, en báða dagana verður líka tónlist á tveimur öðrum stöðum í húsinu; í bílakjallara og á opnu svæði með útsýni til hafs. Það eru tæp 50 nöfn á dagskránni, u.þ.b. einn þriðji þeirra erlendur. Sónar leggur mesta áherslu á raf- og danstónlist og hátíðin hér er engin undantekning, þó að fjölbreytnin sé mikil. Alva Noto og Ryuichi Sakamoto, Squarepusher, Modeselektor, James Blake, Trentemöller og LFO eru stærstu erlendu nöfnin, en af íslenskum má nefna Mugison, GusGus, Hjaltalín, Retro Stefson, Sin Fang, Yagya og Ásgeir Trausta. Og svo er hellingur af ungum og upprennandi listamönnum. Sónar Reykjavík er frábær hugmynd. Tímasetningin er pottþétt. Í febrúar er ekkert að gerast í tónlist í Reykjavík að öllu jöfnu og þess vegna tilvalið að slá upp hátíð og lífga upp á borgina. Ég get ekki beðið!
Sónar Tónlist Mest lesið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira