Ef keisarinn er ekki í neinum fötum… Sif Sigmarsdóttir skrifar 30. janúar 2013 06:00 Um mitt ár 2007 birtist ný maskaraauglýsing frá snyrtivöruframleiðandanum L'Oréal á breskum sjónvarpsskjáum. Í auglýsingunni blakaði leikkonan Penelope Cruz svo umfangsmiklum augnhárum að undrum sætti að hún tókst ekki hreinlega á loft. Áhrif maskarans sem kenndur var við „sjónauka" sagði hún „stjarnfræðileg" en hann lengdi augnhárin um 60%. Bresk auglýsingayfirvöld voru hins vegar ekki lengi að snúa háfleygum loforðum L'Oréal aftur til jarðar. Í ljós kom að í auglýsingunni skartaði leikkonan fölskum augnhárum. L'Oréal var gert að breyta auglýsingunni og taka fram í henni að augnhárin væru ekki afrakstur maskarans heldur búnt af gervihárum ella hætta sýningu hennar.Hámark ósvífninnar Í upphafi árs bárust þær stórfréttir úr heimi fræga fólksins á Íslandi að vinslit hefðu orðið með viðskiptafélögunum og líkamsræktarfrömuðunum Arnari Grant og Ívari Guðmundssyni. Séð og heyrt var fyrst til að fjalla um málið. „Þeir bara hættu að heilsast," var haft eftir „sameiginlegum vini" félaganna. „Það slitnaði varla slefið á milli þeirra fyrir áramót, en núna er allt frosið og enginn veit neitt." Slúðuriðnaðurinn iðaði af getgátum. Hvað gerðist? Hverjum var um að kenna? Áhugamenn um fræga fólkið gátu hins vegar varpað öndinni léttar tveimur vikum síðar. Í ljós kom að vinslitin, rétt eins og gerviaugnhár Penelope Cruz, voru aðeins auglýsingabrella sem ætlað var að vekja athygli á próteindrykknum Hámarki sem þeir félagar brugga í samstarfi við Vífilfell. Viðbrögðin við auglýsingaherferðinni komu einfeldningi eins og mér á óvart. Þegar fyrirtæki lýgur að viðskiptavinum sínum, hefur þá að fíflum með því að láta þá velta sér upp úr tilbúnum slúðurfregnum til að selja þeim fleiri fernur af mjólkur- og mysupróteinum, hefði maður haldið að þessir sömu viðskiptavinir yrðu reiðir. Fyndist uppátæki Hámarks-manna hámark ósvífninnar. Jafnvel hefði mátt búast við að slík auglýsingaherferð myndi snúast í höndum auglýsandans og salan á drykknum hreinlega minnka. En nei. Sú staðreynd að ekki nokkur sála kippir sér upp við það að fyrirtæki noti lygar og bull í auglýsingaskyni ber þess vitni að við Íslendingar erum orðin allt of vön slíkum málflutningi; allt of gjörn á að láta hann yfir okkur ganga þegjandi og hljóðalaust.Tilgangurinn helgar bullið Bullið tröllríður hverjum krók og kima íslenskrar umræðu. Ögmundur Jónasson hefur síðustu daga farið mikinn í tilraunum sínum til að selja frumvarp sem hann vinnur nú að og á að banna erlendum ríkisborgurum að kaupa jarðir á Íslandi. Hann segist vera að bregðast við þróun sem sé að eiga sér stað hér á landi. „Það sem er að gerast er að erlendir auðmenn eru að safna hér jörðum – kaupa jarðir – og leggja byggðarlögin í rúst." Sannleikurinn er hins vegar sá að útlendingar eiga aðeins hluti í 101 jörð á Íslandi af þeim ríflega 7.600 sem skráðar eru í fasteignaskrá. Sveitarstjórar sem fréttamenn Sjónvarpsins ræddu við í kvöldfréttum í fyrrakvöld könnuðust jafnframt ekki við lýsingar innanríkisráðherra um afleiðingar jarðakaupa þessara fáu útlendinga. En sumir virðast telja að tilgangurinn helgi bullið. Viðbrögð við niðurstöðu EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu báru merki um bull-hefð stjórnmálanna. Mörgum dögum áður en niðurstaðan lá fyrir reið forsetinn á vaðið. Um miðja síðustu viku virtist Ólafur Ragnar Grímsson farinn að óttast að málið væri tapað. Hann brá því á það ráð að spinna sér bull-vef, öryggisnet sem myndi mýkja fall hans af stalli sjálfskipaðs lausnara þjóðarinnar, ef svo illa vildi til að málið færi honum í óhag. Í viðtali við sjónvarpsstöðina Sky fullyrti hann að niðurstaða dómstólsins væri aðeins „ráðgefandi". Lögfróðari menn voru ekki lengi að hrekja þá staðhæfingu – en gaman væri að vita hvort forsetanum þyki niðurstaðan jafnráðgefandi í þessari viku og honum fannst hún í þeirri síðustu.Of mikill skáldskapur Á sama tíma og sannleikurinn er að engu hafður í opinberri umræðu er hins vegar sprottin upp krafa um meiri sannleik í sjálfu musteri uppspunans. Nokkrir bloggarar risu upp á afturfæturna á dögunum í kjölfar þess að Hallgrímur Helgason var tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir skáldsöguna Konan við 1000°. Kveikjan að bók Hallgríms var ævi Brynhildar Georgíu Björnsson, sonardóttur Sveins Björnssonar, fyrsta forseta Íslands, og er sagan lauslega byggð á lífshlaupi hennar. Einn bloggaranna, Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, kvartaði yfir að of mikill skáldskapur væri í skáldsögunni: „Við sem þekktum Brynhildi vitum að þetta er skáldsaga og vitum hvað er raunverulegt og hvað ekki. En hvað með fólk sem þekkti hana ekki? Hvernig eiga þeir lesendur að gera mun á raunveruleika og skáldskap?" Öllu hefur verið snúið á hvolf. Fréttir af fræga fólkinu eru auglýsingar í dulargervi. Krafan um að stjórnmálamenn fari með rétt mál hefur fyrir löngu verið látin niður falla. En sannleikurinn á hins vegar að ríkja í skáldskapnum, hliðarveröldinni þar sem frelsi til að skrumskæla, spinna og bulla þótti framan af óskorað. Er ekki tími kominn til að koma tilverunni aftur á réttan kjöl? Tryggja uppspunanum fyrrum sess sinn í heimi skáldskapar en krefjast þess að vegur sannleikans sé aukinn í raunheimum. Maskari lengir ekki augnhár – hann lætur þau aðeins virðast lengri. Ef fjölmiðill birtir fréttir af vinslitum sem reynast auglýsing er fjölmiðillinn ekki lengur fjölmiðill heldur auglýsingabæklingur. Löggjöf á að nota til að bregðast við raunverulegum vandamálum sem samfélag stendur frammi fyrir, hún á ekki að vera vettvangur fyrir ráðherra til að fá útrás fyrir hugmyndafræðilegar fantasíur sínar. Ef keisarinn er ekki í neinum fötum þá er hann einfaldlega nakinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Um mitt ár 2007 birtist ný maskaraauglýsing frá snyrtivöruframleiðandanum L'Oréal á breskum sjónvarpsskjáum. Í auglýsingunni blakaði leikkonan Penelope Cruz svo umfangsmiklum augnhárum að undrum sætti að hún tókst ekki hreinlega á loft. Áhrif maskarans sem kenndur var við „sjónauka" sagði hún „stjarnfræðileg" en hann lengdi augnhárin um 60%. Bresk auglýsingayfirvöld voru hins vegar ekki lengi að snúa háfleygum loforðum L'Oréal aftur til jarðar. Í ljós kom að í auglýsingunni skartaði leikkonan fölskum augnhárum. L'Oréal var gert að breyta auglýsingunni og taka fram í henni að augnhárin væru ekki afrakstur maskarans heldur búnt af gervihárum ella hætta sýningu hennar.Hámark ósvífninnar Í upphafi árs bárust þær stórfréttir úr heimi fræga fólksins á Íslandi að vinslit hefðu orðið með viðskiptafélögunum og líkamsræktarfrömuðunum Arnari Grant og Ívari Guðmundssyni. Séð og heyrt var fyrst til að fjalla um málið. „Þeir bara hættu að heilsast," var haft eftir „sameiginlegum vini" félaganna. „Það slitnaði varla slefið á milli þeirra fyrir áramót, en núna er allt frosið og enginn veit neitt." Slúðuriðnaðurinn iðaði af getgátum. Hvað gerðist? Hverjum var um að kenna? Áhugamenn um fræga fólkið gátu hins vegar varpað öndinni léttar tveimur vikum síðar. Í ljós kom að vinslitin, rétt eins og gerviaugnhár Penelope Cruz, voru aðeins auglýsingabrella sem ætlað var að vekja athygli á próteindrykknum Hámarki sem þeir félagar brugga í samstarfi við Vífilfell. Viðbrögðin við auglýsingaherferðinni komu einfeldningi eins og mér á óvart. Þegar fyrirtæki lýgur að viðskiptavinum sínum, hefur þá að fíflum með því að láta þá velta sér upp úr tilbúnum slúðurfregnum til að selja þeim fleiri fernur af mjólkur- og mysupróteinum, hefði maður haldið að þessir sömu viðskiptavinir yrðu reiðir. Fyndist uppátæki Hámarks-manna hámark ósvífninnar. Jafnvel hefði mátt búast við að slík auglýsingaherferð myndi snúast í höndum auglýsandans og salan á drykknum hreinlega minnka. En nei. Sú staðreynd að ekki nokkur sála kippir sér upp við það að fyrirtæki noti lygar og bull í auglýsingaskyni ber þess vitni að við Íslendingar erum orðin allt of vön slíkum málflutningi; allt of gjörn á að láta hann yfir okkur ganga þegjandi og hljóðalaust.Tilgangurinn helgar bullið Bullið tröllríður hverjum krók og kima íslenskrar umræðu. Ögmundur Jónasson hefur síðustu daga farið mikinn í tilraunum sínum til að selja frumvarp sem hann vinnur nú að og á að banna erlendum ríkisborgurum að kaupa jarðir á Íslandi. Hann segist vera að bregðast við þróun sem sé að eiga sér stað hér á landi. „Það sem er að gerast er að erlendir auðmenn eru að safna hér jörðum – kaupa jarðir – og leggja byggðarlögin í rúst." Sannleikurinn er hins vegar sá að útlendingar eiga aðeins hluti í 101 jörð á Íslandi af þeim ríflega 7.600 sem skráðar eru í fasteignaskrá. Sveitarstjórar sem fréttamenn Sjónvarpsins ræddu við í kvöldfréttum í fyrrakvöld könnuðust jafnframt ekki við lýsingar innanríkisráðherra um afleiðingar jarðakaupa þessara fáu útlendinga. En sumir virðast telja að tilgangurinn helgi bullið. Viðbrögð við niðurstöðu EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu báru merki um bull-hefð stjórnmálanna. Mörgum dögum áður en niðurstaðan lá fyrir reið forsetinn á vaðið. Um miðja síðustu viku virtist Ólafur Ragnar Grímsson farinn að óttast að málið væri tapað. Hann brá því á það ráð að spinna sér bull-vef, öryggisnet sem myndi mýkja fall hans af stalli sjálfskipaðs lausnara þjóðarinnar, ef svo illa vildi til að málið færi honum í óhag. Í viðtali við sjónvarpsstöðina Sky fullyrti hann að niðurstaða dómstólsins væri aðeins „ráðgefandi". Lögfróðari menn voru ekki lengi að hrekja þá staðhæfingu – en gaman væri að vita hvort forsetanum þyki niðurstaðan jafnráðgefandi í þessari viku og honum fannst hún í þeirri síðustu.Of mikill skáldskapur Á sama tíma og sannleikurinn er að engu hafður í opinberri umræðu er hins vegar sprottin upp krafa um meiri sannleik í sjálfu musteri uppspunans. Nokkrir bloggarar risu upp á afturfæturna á dögunum í kjölfar þess að Hallgrímur Helgason var tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir skáldsöguna Konan við 1000°. Kveikjan að bók Hallgríms var ævi Brynhildar Georgíu Björnsson, sonardóttur Sveins Björnssonar, fyrsta forseta Íslands, og er sagan lauslega byggð á lífshlaupi hennar. Einn bloggaranna, Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, kvartaði yfir að of mikill skáldskapur væri í skáldsögunni: „Við sem þekktum Brynhildi vitum að þetta er skáldsaga og vitum hvað er raunverulegt og hvað ekki. En hvað með fólk sem þekkti hana ekki? Hvernig eiga þeir lesendur að gera mun á raunveruleika og skáldskap?" Öllu hefur verið snúið á hvolf. Fréttir af fræga fólkinu eru auglýsingar í dulargervi. Krafan um að stjórnmálamenn fari með rétt mál hefur fyrir löngu verið látin niður falla. En sannleikurinn á hins vegar að ríkja í skáldskapnum, hliðarveröldinni þar sem frelsi til að skrumskæla, spinna og bulla þótti framan af óskorað. Er ekki tími kominn til að koma tilverunni aftur á réttan kjöl? Tryggja uppspunanum fyrrum sess sinn í heimi skáldskapar en krefjast þess að vegur sannleikans sé aukinn í raunheimum. Maskari lengir ekki augnhár – hann lætur þau aðeins virðast lengri. Ef fjölmiðill birtir fréttir af vinslitum sem reynast auglýsing er fjölmiðillinn ekki lengur fjölmiðill heldur auglýsingabæklingur. Löggjöf á að nota til að bregðast við raunverulegum vandamálum sem samfélag stendur frammi fyrir, hún á ekki að vera vettvangur fyrir ráðherra til að fá útrás fyrir hugmyndafræðilegar fantasíur sínar. Ef keisarinn er ekki í neinum fötum þá er hann einfaldlega nakinn.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun