Tónlist

Þeir síðustu fyrir Evróputúr

sólstafir Rokkararnir spila á Gamla gauknum á laugardagskvöld.
sólstafir Rokkararnir spila á Gamla gauknum á laugardagskvöld.
Sólstafir spilar á sínum fyrstu tónleikum undir eigin formerkjum í tæpt ár á Gamla Gauknum á laugardagskvöld. Þetta verða einnig síðustu tónleikar rokksveitarinnar áður en hún fer í Evróputúr. Vinna við næstu plötu er sömuleiðis í fullum gangi.

„Við verðum á flakki um Evrópu mestallt árið. Svona hefur þetta verið síðastliðin ár en þó aukist með ári hverju,“ segir gítarleikarinn Sæþór Maríus. Síðustu tónleikar Sólstafa erlendis voru á skemmtiferðaskipi sem sigldi frá Miami til Bahamaeyja. „Það var mikið ævintýri og ólíkt því sem við erum vanir,“ segir hann.

„Við spiluðum á sundlaugadekkinu í glampandi sól. Fólk var þarna að „headbanga“ í heitapottinum og fá sér sundsprett.“

Mynd/Bjorn Arnason





Fleiri fréttir

Sjá meira


×