Telur hlýnun jarðar kalla á nýja nálgun Svavar Hávarðsson skrifar 23. janúar 2013 07:00 Atvinnuvegaráðherra vill koma á alþjóðlegri ráðstefnu á Akureyri um álitaefni norðurslóða. Steingrímur J. Sigfússon, atvinnu- og nýsköpunarráðherra, gerir það að tillögu sinni að Íslendingar haldi stóra alþjóðlega ráðstefnu þar sem stjórnmálamenn, vísindamenn, embættismenn og fulltrúar umhverfissamtaka koma saman og leggjast yfir þær breytingar sem eru að verða á norðurslóðum í kjölfar hlýnunar, ekki síst breytt göngumynstur flökkustofna. Þetta yrði vettvangur til að takast á við þá spurningu hvort ekki sé tímabært að hanna ný tæki og tól til að ná utan um þær aðstæður sem hafa skapast á undanförnum árum. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Steingríms á norðurslóðaráðstefnunni Arctic Frontiers 2013 sem stendur yfir í Tromsø í Noregi. „Ég hallast æ meira að því að þetta þurfi að gera. Þó að við höfum ákveðna leiðsögn, til dæmis í hafréttarsáttmálanum og í gegnum ýmsar stofnanir og alþjóðasamninga, þá er ég farinn að efast um að það dugi okkur til að takast á við breytingarnar eins og þær eru að birtast okkur," segir Steingrímur sem dregur ekki fjöður yfir að þessar hugleiðingar eru sprottnar af samningaumleitunum í makríldeilunni. „Kannski þurfum við nýjar viðmiðanir og meiri sveigjanleika til að takast á við þessar aðstæður." Steingrímur segir að það geti verið úrelt aðferðafræði að horfa sífellt á tölfræðina að baki álitamálunum og að ætla sér að gera samninga sem gilda svo um aldur og ævi. „Breytingarnar geta einfaldlega borið okkur ofurliði. Þetta getur átt við um fleiri en einn stofn, og við getum misst frá okkur rétt eins og það sem við erum að fá til okkar. Að sjálfsögðu verðum við að horfast í augu við það að þetta getur fallið í báðar áttir, en ég sé ekki hvernig þetta verður gert með vitrænum hætti öðruvísi en að hvetja til alþjóðlegrar umræðu um þessi álitaefni," segir Steingrímur og telur að Akureyri, sem miðstöð norðurslóðamála, sé hentugur vettvangur. Eins og flestum er kunnugt er Stofnun Vilhjálms Stefánssonar þar staðsett og sinnir rannsóknum, upplýsingamiðlun, ráðgjöf og samvinnu á sviði sjálfbærrar þróunar og umhverfismála á norðurslóðum. „Við verðum að halda þessu starfi á lofti. Það er tilhneiging, má segja, til að ýta Íslendingum, Svíþjóð og Finnlandi reyndar líka, til baka í þessari norðurslóðaumræðu allri. Það er rétt að Ísland liggur við suðurmörk þessa svæðis þó að okkar umráðasvæði liggi langt inn á heimskautasvæðið. Sögulega, og á allan hátt, erum við hánorrænt land sem hlýtur að halda stöðu sinni innan Norðurskautsráðsins, sem ég fagna að er að styrkjast verulega," segir Steingrímur og hefur á orði að það sé gleðiefni að Íslendingur, Magnús Jóhannesson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, hafi valist til að byggja upp nýja fastaskrifstofu ráðsins í Tromsø. Í ræðu sinni á ráðstefnunni varaði Steingrímur sterklega við nýtingu náttúruauðlinda á norðurslóðum án strangs aga og nærgætni við viðkvæma náttúru svæðisins. Í liðinni viku hefur Steingrímur verið á ferðalagi og fundað með kollegum sínum frá fjölmörgum löndum. Þar hefur hann freistað þess að koma sjónarmiðum Íslendinga á framfæri, varðandi nýtingu makrílstofnsins ásamt fleiru, og telur að sér hafi orðið ágætlega ágengt. Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnu- og nýsköpunarráðherra, gerir það að tillögu sinni að Íslendingar haldi stóra alþjóðlega ráðstefnu þar sem stjórnmálamenn, vísindamenn, embættismenn og fulltrúar umhverfissamtaka koma saman og leggjast yfir þær breytingar sem eru að verða á norðurslóðum í kjölfar hlýnunar, ekki síst breytt göngumynstur flökkustofna. Þetta yrði vettvangur til að takast á við þá spurningu hvort ekki sé tímabært að hanna ný tæki og tól til að ná utan um þær aðstæður sem hafa skapast á undanförnum árum. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Steingríms á norðurslóðaráðstefnunni Arctic Frontiers 2013 sem stendur yfir í Tromsø í Noregi. „Ég hallast æ meira að því að þetta þurfi að gera. Þó að við höfum ákveðna leiðsögn, til dæmis í hafréttarsáttmálanum og í gegnum ýmsar stofnanir og alþjóðasamninga, þá er ég farinn að efast um að það dugi okkur til að takast á við breytingarnar eins og þær eru að birtast okkur," segir Steingrímur sem dregur ekki fjöður yfir að þessar hugleiðingar eru sprottnar af samningaumleitunum í makríldeilunni. „Kannski þurfum við nýjar viðmiðanir og meiri sveigjanleika til að takast á við þessar aðstæður." Steingrímur segir að það geti verið úrelt aðferðafræði að horfa sífellt á tölfræðina að baki álitamálunum og að ætla sér að gera samninga sem gilda svo um aldur og ævi. „Breytingarnar geta einfaldlega borið okkur ofurliði. Þetta getur átt við um fleiri en einn stofn, og við getum misst frá okkur rétt eins og það sem við erum að fá til okkar. Að sjálfsögðu verðum við að horfast í augu við það að þetta getur fallið í báðar áttir, en ég sé ekki hvernig þetta verður gert með vitrænum hætti öðruvísi en að hvetja til alþjóðlegrar umræðu um þessi álitaefni," segir Steingrímur og telur að Akureyri, sem miðstöð norðurslóðamála, sé hentugur vettvangur. Eins og flestum er kunnugt er Stofnun Vilhjálms Stefánssonar þar staðsett og sinnir rannsóknum, upplýsingamiðlun, ráðgjöf og samvinnu á sviði sjálfbærrar þróunar og umhverfismála á norðurslóðum. „Við verðum að halda þessu starfi á lofti. Það er tilhneiging, má segja, til að ýta Íslendingum, Svíþjóð og Finnlandi reyndar líka, til baka í þessari norðurslóðaumræðu allri. Það er rétt að Ísland liggur við suðurmörk þessa svæðis þó að okkar umráðasvæði liggi langt inn á heimskautasvæðið. Sögulega, og á allan hátt, erum við hánorrænt land sem hlýtur að halda stöðu sinni innan Norðurskautsráðsins, sem ég fagna að er að styrkjast verulega," segir Steingrímur og hefur á orði að það sé gleðiefni að Íslendingur, Magnús Jóhannesson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, hafi valist til að byggja upp nýja fastaskrifstofu ráðsins í Tromsø. Í ræðu sinni á ráðstefnunni varaði Steingrímur sterklega við nýtingu náttúruauðlinda á norðurslóðum án strangs aga og nærgætni við viðkvæma náttúru svæðisins. Í liðinni viku hefur Steingrímur verið á ferðalagi og fundað með kollegum sínum frá fjölmörgum löndum. Þar hefur hann freistað þess að koma sjónarmiðum Íslendinga á framfæri, varðandi nýtingu makrílstofnsins ásamt fleiru, og telur að sér hafi orðið ágætlega ágengt.
Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira