Jafnaðarstjórn í fjögur ár: Sigrar í jafnréttismálum Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 22. janúar 2013 07:00 Hugsjónin um jafnrétti kynjanna er einn af hornsteinum ríkisstjórnarinnar. Til að tryggja að jafnréttismálin séu jafnan til umræðu í breiðum hópi ráðherra úr báðum stjórnarflokkunum er starfrækt sérstök ráðherranefnd um jafnrétti kynjanna undir forystu forsætisráðherra. Aldrei áður hefur jafnréttismálum verið gert jafn hátt undir höfði af nokkurri ríkisstjórn hér á landi. Einstök frammistaða Íslands á þessu sviði — og vaxandi árangur ár frá ári — hefur verið staðfestur af fjöldamörgun alþjóðastofnunum. Þeirra þekktust er Alþjóða efnahagsráðið sem hefur skipað Íslandi fjögur ár í röð í efsta sæti í mælingum sínum á jafnrétti í heiminum.Fallnir múrar – brotin glerþök Jafnrétti kynjanna snýst ekki bara um lagabókstaf og formleg réttindi heldur ekki síður um hvort konur eigi jafnan aðgang að völdum og hafi jöfn áhrif á mótun samfélagsins. Þar höfum við þurft að fella múra og rjúfa glerþök. Í fyrsta skipti í Íslandssögunni gerðist það á þessu kjörtímabili að hlutur kynjanna í ráðherraembættum varð jafn og í fyrsta skipti gegna konur embættum fjármálaráðherra og forsætisráðherra. Með lagabreytingum á árinu 2010 var konum ruddur vegurinn að stórauknum hlut í stjórnum hlutafélaga og lífeyrissjóða með lögum um 40% kynjakvóta sem taka gildi í september á þessu ári. Áhrifa þessarar lagabreytingar er þegar farið að gæta og konum í fararbroddi í atvinnulífinu fer fjölgandi. Núverandi ríkisstjórn er sú fyrsta í sögunni sem nær lögbundnum hlut kynjanna í nefndum og ráðum á vegum stjórnvalda.Launamunur kynjanna Þó dregið hafi úr launamun kynjanna á kjörtímabilinu er þar mikið verk óunnið. Búið er að taka á kynbundnum launamun í öllum ráðuneytum og nýlega var samþykkt ítarleg framkvæmdaáætlun um launajafnrétti kynjanna sem inniheldur enn fleiri róttækar aðgerðir á sviði launajafnréttis. Starfandi er aðgerðahópur á vegum stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins sem samræmir aðgerðir í þeim efnum og vinnur að innleiðingu jafnlaunastaðals sem nú er tilbúinn, en unnið hefur verið að á undanförnum árum.Ný sókn er hafin Með skýrri forgangsröðun ríkisstjórnarinnar var staðinn vörður um almannaþjónustuna og atvinnu kvenna og nú er það efnahagslega svigrúm sem skapast hefur nýtt til nýrrar sóknar m.a. til að hækka aftur fæðingarorlofsgreiðslur, barnabætur og lengja fæðingarorlofið í 12 mánuði. Þá hafa styrkveitingar hafist að nýju úr Jafnréttissjóði, sem var tímabundið lagður til hliðar í kjölfar kreppunnar.Gegn kynbundnu ofbeldi Baráttan gegn kynbundnu ofbeldi hefur frá fyrsta degi verið á forgangslista ríkisstjórnarinnar. Unnið hefur verið eftir fyrstu aðgerðaáætlun Íslands gegn mansali, alþjóðlegir samningar gegn mansali og gegn kynferðislegri misnotkun á börnum hafa verið fullgiltir og Evrópuráðssamningur gegn kynbundnu ofbeldi undirritaður af Íslands hálfu. Ákvæði sem heimila brottflutning ofbeldismanna af heimili, hin svokallaða austurríska leið, hafa verið leidd í lög. Kaup á vændi hafa verið gerð refsiverð og nektarstaðir bannaðir. Stutt hefur verið fjárhagslega við aðgerðir grasrótarsamtaka, s.s. stofnun Kristínarhúss og kaup Kvennaathvarfs á stærra húsnæði og á þremur árum verður 114 milljónum króna varið til vitundarvakningar um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Þá eru aðeins fáeinir dagar síðan ríkisstjórnin setti á fót samráðshóp til þess að sporna gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Þannig vinnast sigrarnir í jafnréttismálum, hver á fætur öðrum, undir forystu okkar jafnaðarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Hugsjónin um jafnrétti kynjanna er einn af hornsteinum ríkisstjórnarinnar. Til að tryggja að jafnréttismálin séu jafnan til umræðu í breiðum hópi ráðherra úr báðum stjórnarflokkunum er starfrækt sérstök ráðherranefnd um jafnrétti kynjanna undir forystu forsætisráðherra. Aldrei áður hefur jafnréttismálum verið gert jafn hátt undir höfði af nokkurri ríkisstjórn hér á landi. Einstök frammistaða Íslands á þessu sviði — og vaxandi árangur ár frá ári — hefur verið staðfestur af fjöldamörgun alþjóðastofnunum. Þeirra þekktust er Alþjóða efnahagsráðið sem hefur skipað Íslandi fjögur ár í röð í efsta sæti í mælingum sínum á jafnrétti í heiminum.Fallnir múrar – brotin glerþök Jafnrétti kynjanna snýst ekki bara um lagabókstaf og formleg réttindi heldur ekki síður um hvort konur eigi jafnan aðgang að völdum og hafi jöfn áhrif á mótun samfélagsins. Þar höfum við þurft að fella múra og rjúfa glerþök. Í fyrsta skipti í Íslandssögunni gerðist það á þessu kjörtímabili að hlutur kynjanna í ráðherraembættum varð jafn og í fyrsta skipti gegna konur embættum fjármálaráðherra og forsætisráðherra. Með lagabreytingum á árinu 2010 var konum ruddur vegurinn að stórauknum hlut í stjórnum hlutafélaga og lífeyrissjóða með lögum um 40% kynjakvóta sem taka gildi í september á þessu ári. Áhrifa þessarar lagabreytingar er þegar farið að gæta og konum í fararbroddi í atvinnulífinu fer fjölgandi. Núverandi ríkisstjórn er sú fyrsta í sögunni sem nær lögbundnum hlut kynjanna í nefndum og ráðum á vegum stjórnvalda.Launamunur kynjanna Þó dregið hafi úr launamun kynjanna á kjörtímabilinu er þar mikið verk óunnið. Búið er að taka á kynbundnum launamun í öllum ráðuneytum og nýlega var samþykkt ítarleg framkvæmdaáætlun um launajafnrétti kynjanna sem inniheldur enn fleiri róttækar aðgerðir á sviði launajafnréttis. Starfandi er aðgerðahópur á vegum stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins sem samræmir aðgerðir í þeim efnum og vinnur að innleiðingu jafnlaunastaðals sem nú er tilbúinn, en unnið hefur verið að á undanförnum árum.Ný sókn er hafin Með skýrri forgangsröðun ríkisstjórnarinnar var staðinn vörður um almannaþjónustuna og atvinnu kvenna og nú er það efnahagslega svigrúm sem skapast hefur nýtt til nýrrar sóknar m.a. til að hækka aftur fæðingarorlofsgreiðslur, barnabætur og lengja fæðingarorlofið í 12 mánuði. Þá hafa styrkveitingar hafist að nýju úr Jafnréttissjóði, sem var tímabundið lagður til hliðar í kjölfar kreppunnar.Gegn kynbundnu ofbeldi Baráttan gegn kynbundnu ofbeldi hefur frá fyrsta degi verið á forgangslista ríkisstjórnarinnar. Unnið hefur verið eftir fyrstu aðgerðaáætlun Íslands gegn mansali, alþjóðlegir samningar gegn mansali og gegn kynferðislegri misnotkun á börnum hafa verið fullgiltir og Evrópuráðssamningur gegn kynbundnu ofbeldi undirritaður af Íslands hálfu. Ákvæði sem heimila brottflutning ofbeldismanna af heimili, hin svokallaða austurríska leið, hafa verið leidd í lög. Kaup á vændi hafa verið gerð refsiverð og nektarstaðir bannaðir. Stutt hefur verið fjárhagslega við aðgerðir grasrótarsamtaka, s.s. stofnun Kristínarhúss og kaup Kvennaathvarfs á stærra húsnæði og á þremur árum verður 114 milljónum króna varið til vitundarvakningar um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Þá eru aðeins fáeinir dagar síðan ríkisstjórnin setti á fót samráðshóp til þess að sporna gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Þannig vinnast sigrarnir í jafnréttismálum, hver á fætur öðrum, undir forystu okkar jafnaðarmanna.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun