Kynþokkinn mun gera yður frjálsar Brynhildur Björnsdóttir skrifar 19. janúar 2013 06:00 Á fjörur mínar rak í vikunni tvö erlend stórtímarit, nýútkomin og brakandi fersk. Í forsíðuviðtölum voru heimsþekktar stórstjörnur og kynbombur og báðar tjáðu þær sig um stöðu kvenna, sína eigin og annarra. Leikkonan Megan Fox, sem oft hefur verið kjörin kynþokkafyllsta kona veraldar, situr fyrir á forsíðu Esquire í afskaplega fráhnepptri skyrtu og gegnsæjum blúndubrjóstahaldara. Inni í blaðinu eru fleiri myndir af henni nakinni þar sem hún „frumsýnir“ líkama sinn eftir barnsburð. Í viðtalinu segir hún að sér hafi þótt lítillækkandi að vera kölluð kynbomba, hún hafi hvorki upplifað styrk né heiður í ímyndinni heldur að hún væri smættuð niður í ekki neitt. Leik- og söngkonan Beyoncé Knowles er á forsíðu tímaritsins GQ. Á myndinni er hún íklædd nærbuxum, rifnum stuttermabol sem nær varla niður fyrir brjóst og gullkeðju. Í viðtalinu segir hún að það sé fáránlegt að konur fái miklu lægri laun en karlmenn. „Peningar gefa karlmönnum vald til að ráða öllu. Þeir ákveða hvað er gott. Þeir ákveða hvað er sexí. Og þeir ákveða hvað er kvenlegt. Það er fáránlegt.“ Beyoncé hefur verið nefnd kynþokkafyllsta kona árþúsundsins sem er rétt að hefjast auk þess að vera bæði talin til valdamestu og auðugustu kvenna heims. Afþreyingariðnaðurinn með Madonnu í fararbroddi taldi heilli kynslóð kvenna trú um að kynþokkinn myndi gera þær frjálsar og sjálfrar sín frýr. Ef þessum tveimur konum líður eins og viðtölin við þær gefa til kynna, af hverju sitja þær þá fyrir á mynd eftir mynd, löðrandi í svokölluðum kynþokka, vitandi að myndirnar munu birtast á forsíðum tímaritanna þar sem þær tjá sig um þessi mál? Vantar þær ennþá pening? Trúa þær því kannski ennþá að kynþokkinn muni þrátt fyrir allt bjarga þeim? Eða eru þær að kalla á hjálp? Og ef kynþokkinn nær ekki einu sinni að bjarga þessum konum, hvaða gagn er þá eiginlega í honum fyrir okkur hinar? Kynþokkinn hefur lítið hjálpað leikkonunni, framleiðandanum, rithöfundinum, leikstjóranum og nýbakaða Golden Globe-verðlaunahafanum Lenu Dunham, sem skrifar og leikur aðalhlutverkið í hinum feykivinsæla sjónvarpsþætti Girls. Samkvæmt gefnum Hollywood-stöðlum er hún gersneydd honum og það þótt hún noti hvert tækifæri til að striplast á skjánum. Lena Dunham er enda ofurvenjuleg kona, að minnsta kosti í útliti. Nema hvað hún virðist bara vera þokkalega sátt við sjálfa sig. Sem er vonandi það sem koma skal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Golden Globes Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun
Á fjörur mínar rak í vikunni tvö erlend stórtímarit, nýútkomin og brakandi fersk. Í forsíðuviðtölum voru heimsþekktar stórstjörnur og kynbombur og báðar tjáðu þær sig um stöðu kvenna, sína eigin og annarra. Leikkonan Megan Fox, sem oft hefur verið kjörin kynþokkafyllsta kona veraldar, situr fyrir á forsíðu Esquire í afskaplega fráhnepptri skyrtu og gegnsæjum blúndubrjóstahaldara. Inni í blaðinu eru fleiri myndir af henni nakinni þar sem hún „frumsýnir“ líkama sinn eftir barnsburð. Í viðtalinu segir hún að sér hafi þótt lítillækkandi að vera kölluð kynbomba, hún hafi hvorki upplifað styrk né heiður í ímyndinni heldur að hún væri smættuð niður í ekki neitt. Leik- og söngkonan Beyoncé Knowles er á forsíðu tímaritsins GQ. Á myndinni er hún íklædd nærbuxum, rifnum stuttermabol sem nær varla niður fyrir brjóst og gullkeðju. Í viðtalinu segir hún að það sé fáránlegt að konur fái miklu lægri laun en karlmenn. „Peningar gefa karlmönnum vald til að ráða öllu. Þeir ákveða hvað er gott. Þeir ákveða hvað er sexí. Og þeir ákveða hvað er kvenlegt. Það er fáránlegt.“ Beyoncé hefur verið nefnd kynþokkafyllsta kona árþúsundsins sem er rétt að hefjast auk þess að vera bæði talin til valdamestu og auðugustu kvenna heims. Afþreyingariðnaðurinn með Madonnu í fararbroddi taldi heilli kynslóð kvenna trú um að kynþokkinn myndi gera þær frjálsar og sjálfrar sín frýr. Ef þessum tveimur konum líður eins og viðtölin við þær gefa til kynna, af hverju sitja þær þá fyrir á mynd eftir mynd, löðrandi í svokölluðum kynþokka, vitandi að myndirnar munu birtast á forsíðum tímaritanna þar sem þær tjá sig um þessi mál? Vantar þær ennþá pening? Trúa þær því kannski ennþá að kynþokkinn muni þrátt fyrir allt bjarga þeim? Eða eru þær að kalla á hjálp? Og ef kynþokkinn nær ekki einu sinni að bjarga þessum konum, hvaða gagn er þá eiginlega í honum fyrir okkur hinar? Kynþokkinn hefur lítið hjálpað leikkonunni, framleiðandanum, rithöfundinum, leikstjóranum og nýbakaða Golden Globe-verðlaunahafanum Lenu Dunham, sem skrifar og leikur aðalhlutverkið í hinum feykivinsæla sjónvarpsþætti Girls. Samkvæmt gefnum Hollywood-stöðlum er hún gersneydd honum og það þótt hún noti hvert tækifæri til að striplast á skjánum. Lena Dunham er enda ofurvenjuleg kona, að minnsta kosti í útliti. Nema hvað hún virðist bara vera þokkalega sátt við sjálfa sig. Sem er vonandi það sem koma skal.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun