Íslendingar á Sónar í Barselóna Freyr Bjarnason skrifar 18. janúar 2013 06:00 Hljómsveitin Samaris spilar að öllum líkindum á Sónar í Barselóna. Fréttablaðið/Stefán Erlendir skipuleggjendur Sónar-hátíðarinnar hafa boðið hópi íslenskra tónlistarmanna að spila á aðalhátíðinni í Barselóna í sumar. Þá verður haldið upp á tuttugu ára afmæli Sónar. Hátíðin verður haldin í fyrsta sinn í Reykjavík um miðjan febrúar. Á meðal þeirra eru Samaris, Valgeir Sigurðsson, Ólafur Arnalds, Mugison og Gluteus Maximus. "Við fengum tölvupóst frá þeim þar sem þeir þökkuðu kærlega fyrir samstarfið og hversu vel hefur tekist til með að koma upp svona glæsilegri dagskrá í Reykjavík. Þeir nefndu sérstaklega að það væri ekki síst vegna þess hversu góðir íslensku tónlistarmennirnir eru," segir plötusnúðurinn Margeir Ingólfsson, sem er einn af upphafsmönnum Sónar á Íslandi. "Þeir sögðust ætla að setja það í forgang að fá Íslendinga á Sónar-hátíðina í Barselóna." Um áttatíu þúsund manns sækja hátíðina á hverju ári. Tónlistarmennirnir fyrrnefndu eru ekki búnir að samþykkja að koma fram í Barselóna en telja má líklegt að þeir þekkist boð Sónar-manna. "Sem dæmi voru þeir einróma í þeirri afstöðu að bóka Samaris, sem er mjög skemmtilegt. Þetta er mjög flott hljómsveit og ungir og efnilegir krakkar." Einnig ætla skipuleggjendur Sónar að skoða aðra íslenska flytjendur sem koma fram í Hörpu í Reykjavík. Margeir er annar meðlima Gluteus Maximus og segir það einstakt tækifæri að fá að spila í Barselóna. "Ég hef spilað á mörgum festivölum en þetta er festivalið sem allir í mínum bransa horfa til. Ég er mjög, mjög spenntur." Sónar Tónlist Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Erlendir skipuleggjendur Sónar-hátíðarinnar hafa boðið hópi íslenskra tónlistarmanna að spila á aðalhátíðinni í Barselóna í sumar. Þá verður haldið upp á tuttugu ára afmæli Sónar. Hátíðin verður haldin í fyrsta sinn í Reykjavík um miðjan febrúar. Á meðal þeirra eru Samaris, Valgeir Sigurðsson, Ólafur Arnalds, Mugison og Gluteus Maximus. "Við fengum tölvupóst frá þeim þar sem þeir þökkuðu kærlega fyrir samstarfið og hversu vel hefur tekist til með að koma upp svona glæsilegri dagskrá í Reykjavík. Þeir nefndu sérstaklega að það væri ekki síst vegna þess hversu góðir íslensku tónlistarmennirnir eru," segir plötusnúðurinn Margeir Ingólfsson, sem er einn af upphafsmönnum Sónar á Íslandi. "Þeir sögðust ætla að setja það í forgang að fá Íslendinga á Sónar-hátíðina í Barselóna." Um áttatíu þúsund manns sækja hátíðina á hverju ári. Tónlistarmennirnir fyrrnefndu eru ekki búnir að samþykkja að koma fram í Barselóna en telja má líklegt að þeir þekkist boð Sónar-manna. "Sem dæmi voru þeir einróma í þeirri afstöðu að bóka Samaris, sem er mjög skemmtilegt. Þetta er mjög flott hljómsveit og ungir og efnilegir krakkar." Einnig ætla skipuleggjendur Sónar að skoða aðra íslenska flytjendur sem koma fram í Hörpu í Reykjavík. Margeir er annar meðlima Gluteus Maximus og segir það einstakt tækifæri að fá að spila í Barselóna. "Ég hef spilað á mörgum festivölum en þetta er festivalið sem allir í mínum bransa horfa til. Ég er mjög, mjög spenntur."
Sónar Tónlist Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“