ESB-viðræður verði ekki að bitbeini í kosningabaráttu 15. janúar 2013 07:00 Til stóð að halda ráðstefnu milli Íslands og ESB í vor en því verður frestað fram yfir kosningar hið minnsta, samkvæmt samkomulagi ríkisstjórnarflokkanna. Fréttablaðið/Þorgils Utanríkisráðherra segist vonast til þess að það að hægja á aðildarviðræðum Íslands við ESB verði til þess að forða því að ferlið verði að bitbeini fyrir komandi þingkosningar. Aðalsamningamaður Íslands telur að mörgu leyti jákvætt að fá skýrar línur í samningavinnunni fram yfir kosningar. Samkvæmt samkomulagi ríkisstjórnarflokkanna frá í gær verður hægt verulega á aðildarviðræðunum fram að kosningunum sem fyrirhugaðar eru í apríl. Þar til verður ekki unnið að mótun samningsafstöðu í þeim fjórum samningsköflum sem út af standa. Viðræður munu þó halda áfram milli samningahóps Íslands og framkvæmdastjórnar ESB um þá sextán kafla sem þegar eru til umræðu. Eftir kosningar verður það síðan nýrrar ríkisstjórnar að taka ákvörðun um næstu skref. Umboð Alþingis verður í gildi þar til annað verður samþykkt. Á þingi í gær spurði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hvað réði þessari þróun og hvað hefði breyst. „Hafa menn misst kjarkinn eða er það ekki bara það eins og við öllum blasir að það er engin samstaða í ríkisstjórn um málið?“ Sagði Bjarni að rétt væri að viðurkenna að engin samstaða væri milli stjórnarflokkanna um hvað ætti að gera næst í þessum málum. Össur sagðist hafa viljað skapa eins mikla sátt um málið og unnt væri. „Ég hef sagt það óæskilegt fyrir ferlið og Evrópumálið í heild að það yrði bitbein í kosningum. Þess vegna tel ég það ferlinu til farsældar að fara í hægagang með þann part sem snýr að þinginu.“ Peter Stano, talsmaður Stefans Füle, stækkunarstjóra ESB, segir í samtali við Fréttablaðið að framkvæmdastjórn ESB sé meðvituð um þróun mála. „Framkvæmdastjórnin er enn þeirrar skoðunar að innganga Íslands í ESB þjóni hagsmunum beggja og er einörð í að fylgja Íslandi í átt til aðildar.“ Heimildir Fréttablaðsins innan ESB herma að ákvörðun ríkisstjórnarinnar hafi ekki komið á óvart í sjálfu sér í ljósi umræðunnar um Evrópumál og slíkt sé einnig viðbúið þegar kosið er til þings meðan á aðildarferli ríkis standi. Hins vegar hafi viðræðurnar gengið hratt fyrir sig og því sé verra að missa dampinn. thorgils@frettabladid.is Kosningar 2013 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Utanríkisráðherra segist vonast til þess að það að hægja á aðildarviðræðum Íslands við ESB verði til þess að forða því að ferlið verði að bitbeini fyrir komandi þingkosningar. Aðalsamningamaður Íslands telur að mörgu leyti jákvætt að fá skýrar línur í samningavinnunni fram yfir kosningar. Samkvæmt samkomulagi ríkisstjórnarflokkanna frá í gær verður hægt verulega á aðildarviðræðunum fram að kosningunum sem fyrirhugaðar eru í apríl. Þar til verður ekki unnið að mótun samningsafstöðu í þeim fjórum samningsköflum sem út af standa. Viðræður munu þó halda áfram milli samningahóps Íslands og framkvæmdastjórnar ESB um þá sextán kafla sem þegar eru til umræðu. Eftir kosningar verður það síðan nýrrar ríkisstjórnar að taka ákvörðun um næstu skref. Umboð Alþingis verður í gildi þar til annað verður samþykkt. Á þingi í gær spurði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hvað réði þessari þróun og hvað hefði breyst. „Hafa menn misst kjarkinn eða er það ekki bara það eins og við öllum blasir að það er engin samstaða í ríkisstjórn um málið?“ Sagði Bjarni að rétt væri að viðurkenna að engin samstaða væri milli stjórnarflokkanna um hvað ætti að gera næst í þessum málum. Össur sagðist hafa viljað skapa eins mikla sátt um málið og unnt væri. „Ég hef sagt það óæskilegt fyrir ferlið og Evrópumálið í heild að það yrði bitbein í kosningum. Þess vegna tel ég það ferlinu til farsældar að fara í hægagang með þann part sem snýr að þinginu.“ Peter Stano, talsmaður Stefans Füle, stækkunarstjóra ESB, segir í samtali við Fréttablaðið að framkvæmdastjórn ESB sé meðvituð um þróun mála. „Framkvæmdastjórnin er enn þeirrar skoðunar að innganga Íslands í ESB þjóni hagsmunum beggja og er einörð í að fylgja Íslandi í átt til aðildar.“ Heimildir Fréttablaðsins innan ESB herma að ákvörðun ríkisstjórnarinnar hafi ekki komið á óvart í sjálfu sér í ljósi umræðunnar um Evrópumál og slíkt sé einnig viðbúið þegar kosið er til þings meðan á aðildarferli ríkis standi. Hins vegar hafi viðræðurnar gengið hratt fyrir sig og því sé verra að missa dampinn. thorgils@frettabladid.is
Kosningar 2013 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira