Tónlist

White vinsæll á vínil

Blunderbuss með Jack White var vinsælasta vínilplatan í fyrra.
Blunderbuss með Jack White var vinsælasta vínilplatan í fyrra.
Blunderbuss með Jack White var söluhæsta vínilplata Bandaríkjanna á síðasta ári. Á hverju ári tekur fyrirtækið Nielsen Soundscan saman söluhæstu vínilplöturnar og undanfarin tvö ár hefur Abbey Road vermt efsta sætið. Núna hefur White hrifsað það af Bítlunum. Þeir seldu næstmest í fyrra, sem er ekki slæmt af plötu sem kom út árið 1969, eða fyrir 44 árum.

Vínilplötur seldust í 4,6 milljónum eintaka í Bandaríkjunum í fyrra. Það er 17,7% aukning frá árinu á undan. Salan er samt mjög lítil ef hún er borin saman við geisladiskasölu. Til að mynda seldist Blunderbuss í um 34 þúsund eintökum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×