Stormur um jólin: "Leiðindaspá fyrir hátíðarnar" Hrund Þórsdóttir skrifar 21. desember 2013 13:11 Veðurfræðingur biður fólk sem hyggur á ferðalög um jólin að fylgjast vel með veðurspám. Veðurstofan hefur sent frá sér viðvörun vegna norðanhvassviðris eða -storms um jólahátíðina og er spáð vindhraða upp á 15 til 23 metra á sekúndu víða um land á aðfangadag, jóladag og fram á annan í jólum. Veðrinu fylgir talsverð snjókoma og skafrenningur norðan og austalands og því hætt við að færð spillist á þeim slóðum. Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur segir þetta þýða að nú stefni í leiðindafærð um hátíðarnar og að samgöngutruflanir geti orðið á norðan og austanverðu landinu. „Svo það er mælt til þess að fólk fylgist vel með veðurspám, en það eru nokkrir dagar í þetta ennþá og spáin getur breyst,“ segir Þorsteinn. Ef þessi spá gengur eftir, þarf fólk að undirbúa sig sérstaklega? „Það þarf kannski að skipuleggja sín ferðalög milli landshluta með tilliti til veðurs og veðurspár svo að komist verði hjá vandræðum og ófærð.“ Þannig að fólk ætti helst ekki að ferðast eftir Þorláksmessu? „Nei, en veðurspáin er þokkaleg fyrir Þorláksmessu nema kannski á Vestfjörðum, þar verður farið að hvessa mikið og snjóa á Þorláksmessu. Eins og þetta lítur út núna er sem sagt leiðindaspá fyrir hátíðarnar og þetta virðist ekki ætla að ganga niður fyrr en undir lok vikunnar, eða 27. Desember.“ Þannig að það má búast við prúðbúnu fólki fjúkandi um landið? „Vonandi ekki. Fólk heldur sig vonandi inni við að mestu á meðan veðrið gengur yfir,“ segir Þorsteinn að lokum. Hann biður fólk sem hyggur á ferðalög um jólahátíðina að fylgjast með veðurspám og færð á vefsíðum Vegagerðarinnar og Veðurstofunnar. Veður Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Veðurstofan hefur sent frá sér viðvörun vegna norðanhvassviðris eða -storms um jólahátíðina og er spáð vindhraða upp á 15 til 23 metra á sekúndu víða um land á aðfangadag, jóladag og fram á annan í jólum. Veðrinu fylgir talsverð snjókoma og skafrenningur norðan og austalands og því hætt við að færð spillist á þeim slóðum. Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur segir þetta þýða að nú stefni í leiðindafærð um hátíðarnar og að samgöngutruflanir geti orðið á norðan og austanverðu landinu. „Svo það er mælt til þess að fólk fylgist vel með veðurspám, en það eru nokkrir dagar í þetta ennþá og spáin getur breyst,“ segir Þorsteinn. Ef þessi spá gengur eftir, þarf fólk að undirbúa sig sérstaklega? „Það þarf kannski að skipuleggja sín ferðalög milli landshluta með tilliti til veðurs og veðurspár svo að komist verði hjá vandræðum og ófærð.“ Þannig að fólk ætti helst ekki að ferðast eftir Þorláksmessu? „Nei, en veðurspáin er þokkaleg fyrir Þorláksmessu nema kannski á Vestfjörðum, þar verður farið að hvessa mikið og snjóa á Þorláksmessu. Eins og þetta lítur út núna er sem sagt leiðindaspá fyrir hátíðarnar og þetta virðist ekki ætla að ganga niður fyrr en undir lok vikunnar, eða 27. Desember.“ Þannig að það má búast við prúðbúnu fólki fjúkandi um landið? „Vonandi ekki. Fólk heldur sig vonandi inni við að mestu á meðan veðrið gengur yfir,“ segir Þorsteinn að lokum. Hann biður fólk sem hyggur á ferðalög um jólahátíðina að fylgjast með veðurspám og færð á vefsíðum Vegagerðarinnar og Veðurstofunnar.
Veður Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira