Innlent

Hvassviðri og stormur yfir jólahátíðina

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Vegagerðin beinir þeim tilmælum til fólks að leggja af stað fyrr en síðar í ferðalög um landið.
Vegagerðin beinir þeim tilmælum til fólks að leggja af stað fyrr en síðar í ferðalög um landið. mynd/HAG
Veðurstofan varar við hvassviðri og stormi um jólahátíðina. Spáð er norðanhvassvirðri  og stormi víða um land á aðfangadag og fram á annan í jólum.

Vegagerðin beinir þeim tilmælum til fólks að leggja af stað fyrr en síðar í ferðalög um landið. Veðrinu mun fylgja talsverð snjókoma og skafrenningur norðanlands og austanlands og því er hætt við að færð spillist á þeim slóðum.

Á morgun, á Þorláksmessu, gengur í norðaustanstorm með slyddu en síðar snjókomu á Vestfjörðum og Ströndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×