Anton Sveinn og Eygló Ósk eru sundfólk ársins 24. desember 2013 12:30 Sundfólk ársins. mynd/sundsamband íslands Í dag var tilkynnt val á sundfólki ársins. Það var Ægisfólkið Anton Sveinn McKee og Eygló Ósk Gústafsdóttir sem var valið best í ár. Eygló Ósk Gústafsdóttir er 18 ára í Sundfélaginu Ægi. Hún stundar nám í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti og nýtur A-styrks Afrekssjóðs ÍSÍ. Hún fékk 861 Fina stig fyrir 100 metra baksund á Danish Open í mars sl og 820 Fina stig fyrir 200 metra baksund á ÍM25 2013. Hún synti 5 greinar á ÍM50 og sigraði í 4 og synti síðan 6 greinar á ÍM25 og sigraði í þeim öllum. Eygló setti 8 Íslandsmet á árinu, í 25 metra laug bætti hún metin í 400m fjórsundi, 200m baksundi, 200m fjórsundi og fjórbætti metið í 100m baksundi. Í 50 metra laug bætti hún metið sitt í 200m baksundi. Hún kemur inn á heimslista í 25 metra laug í 24. sæti í 200 metra baksundi og nr. 45 í sömu grein í 50 metra laug. Eygló Ósk tók þátt í Smáþjóðaleikum í Lúxemborg 2013, var afar öflug þar og sigraði nánast allar sínar greinar, keppti á HM50 í Barcelona en þar náði hún ekki markmiðum sínum og keppti svo á EM25 í Danmörku þar sem hún stóð sig mjög vel náði í tvígang inn í úrslit og lenti í 7. Sæti í 200 metra baksundi. Eygló Ósk er reglusöm og dugleg þegar kemur að æfingum, fylgir leiðsögn og mætir vel. Hún er kappsöm og lætur sjaldan utanaðkomandi truflun hafa áhrif á sig. Húnhefur þroskast mjög mikið sem afreksíþróttakona á síðustu tveimur árum og gætir vel að sér í samskiptum við aðra, hvort sem er samherja eða móherja. Anton Sveinn Mckee er í Sundfélaginu Ægi. Hann stundar nú nám í The University of Alabama í Bandaríkjunum og er á styrk þar vegna sundiðkunar. Hann nýtur B- styrks Afrekssjóðs ÍSÍ. Hann fékk 830 Fina stig fyrir 200 metra bringusund á HM50 2013 og 841 Fina stig fyrir 1500 metra skriðsund á HM25. Anton sigraði allar greinar sínar á ÍM50 2013 en tók ekki þátt í ÍM25 2013. Hann setti samtals 4 Íslandsmet á árinu. Í 50 metra laug, 400m fjórsund og 400m skriðsund og í 25 metra laug, 800m skriðsund og 1500m skriðsund. Hann kemur inn á heimslista í 25 metra laug nr. 50 í 1500 metra skriðsundi og í 50 metra laug nr. 121 í 800 metra skriðsundi. Anton Sveinn tók þátt í Smáþjóðaleikum í Lúxemborg 2013 og stóð sig afarvel á þeim leikum, var langoftast í fyrsta sæti í sínum greinum. Hann keppti einnig á Heimsmeistaramótinu í Barcelona og sýndi þar áræðni og dug. Hann er duglegur og metnaðarfullur, hvort sem er á æfingum eða í keppni. Hann mætir vel á æfingar og tekur leiðsögn, lagar sig vel að aðstæðum, sýnir íþróttamannslega hegðun hvar sem hann kemur og er leiðtogi í hópnum. Sund Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Sjá meira
Í dag var tilkynnt val á sundfólki ársins. Það var Ægisfólkið Anton Sveinn McKee og Eygló Ósk Gústafsdóttir sem var valið best í ár. Eygló Ósk Gústafsdóttir er 18 ára í Sundfélaginu Ægi. Hún stundar nám í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti og nýtur A-styrks Afrekssjóðs ÍSÍ. Hún fékk 861 Fina stig fyrir 100 metra baksund á Danish Open í mars sl og 820 Fina stig fyrir 200 metra baksund á ÍM25 2013. Hún synti 5 greinar á ÍM50 og sigraði í 4 og synti síðan 6 greinar á ÍM25 og sigraði í þeim öllum. Eygló setti 8 Íslandsmet á árinu, í 25 metra laug bætti hún metin í 400m fjórsundi, 200m baksundi, 200m fjórsundi og fjórbætti metið í 100m baksundi. Í 50 metra laug bætti hún metið sitt í 200m baksundi. Hún kemur inn á heimslista í 25 metra laug í 24. sæti í 200 metra baksundi og nr. 45 í sömu grein í 50 metra laug. Eygló Ósk tók þátt í Smáþjóðaleikum í Lúxemborg 2013, var afar öflug þar og sigraði nánast allar sínar greinar, keppti á HM50 í Barcelona en þar náði hún ekki markmiðum sínum og keppti svo á EM25 í Danmörku þar sem hún stóð sig mjög vel náði í tvígang inn í úrslit og lenti í 7. Sæti í 200 metra baksundi. Eygló Ósk er reglusöm og dugleg þegar kemur að æfingum, fylgir leiðsögn og mætir vel. Hún er kappsöm og lætur sjaldan utanaðkomandi truflun hafa áhrif á sig. Húnhefur þroskast mjög mikið sem afreksíþróttakona á síðustu tveimur árum og gætir vel að sér í samskiptum við aðra, hvort sem er samherja eða móherja. Anton Sveinn Mckee er í Sundfélaginu Ægi. Hann stundar nú nám í The University of Alabama í Bandaríkjunum og er á styrk þar vegna sundiðkunar. Hann nýtur B- styrks Afrekssjóðs ÍSÍ. Hann fékk 830 Fina stig fyrir 200 metra bringusund á HM50 2013 og 841 Fina stig fyrir 1500 metra skriðsund á HM25. Anton sigraði allar greinar sínar á ÍM50 2013 en tók ekki þátt í ÍM25 2013. Hann setti samtals 4 Íslandsmet á árinu. Í 50 metra laug, 400m fjórsund og 400m skriðsund og í 25 metra laug, 800m skriðsund og 1500m skriðsund. Hann kemur inn á heimslista í 25 metra laug nr. 50 í 1500 metra skriðsundi og í 50 metra laug nr. 121 í 800 metra skriðsundi. Anton Sveinn tók þátt í Smáþjóðaleikum í Lúxemborg 2013 og stóð sig afarvel á þeim leikum, var langoftast í fyrsta sæti í sínum greinum. Hann keppti einnig á Heimsmeistaramótinu í Barcelona og sýndi þar áræðni og dug. Hann er duglegur og metnaðarfullur, hvort sem er á æfingum eða í keppni. Hann mætir vel á æfingar og tekur leiðsögn, lagar sig vel að aðstæðum, sýnir íþróttamannslega hegðun hvar sem hann kemur og er leiðtogi í hópnum.
Sund Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Sjá meira