Reyna að komast heim fyrir jól Jón Júlíus Karlsson skrifar 24. desember 2013 13:00 Spáð er vonskuveðri um nánast allt land í dag og á morgun. Flugsamgöngur til Ísafjarðar hafa farið úr skorðum vegna veðurs og varð vél Flugfélags Íslands að hætta við lendingu á Ísafirði í gær. Nokkrir Ísfirðirngar komast ekki til sín heima yfir jólahátíðina vegna veðurs. Stomurinn sem spáð var fyrir að myndi hreiðra um sig á Íslandi yfir jólahátíðirnar er á áætlun samkvæmt Veðurstofu Ísland. Mjög hvasst var á Vestfjörðum í nótt og fór rafmagnið ítrekað af á Ísafirði vegna veðurs. Stormurinn mun ná hámarki í nótt og gæti meðalvindur jafnvel farið upp í 40 m/s á nokkrum stöðum.Hætti við lendingu Öllu flugi til Ísafjarðar var aflýst í dag og þurfti flugvél Flugfélags Íslands að hætta við lendingu á Ísafirði í gær vegna veður. Margir komast ekki til síns heima yfir jólin vegna þessa. Berglind Halla Elíasdóttir er ein þeirra sem er að reyna að komast heim til Ísafjarðar fyrir jól. Þegar fréttastofa náði tali af henni nú undir hádegi hafði hún verið akandi í hálfan sólarhring til að komast heim. Hún var í flugvél Flugfélags Íslands sem varð að hætta við lendingu í gær. „Hjólin voru komin niður og við sáum bæinn. Það var svolítið sárt þegar flugvélin hóf sig aftur á loft. Það sást ekki í brautina. Það var mjög sárt að þurfa að snúa við. Ég held að ég hafi ekki verið sú eina sem fékk tár í augun, þetta var mjög óþægilegt,“ segir Berglind Halla.Leiðindaveður í dag og á morgun Á Veðurstofu Íslands var nóg að gera þó jólahátíðin sé farin að ryðja sér rúms. Veðurfræðingur segir vonskuveður framundan. „Það verður leiðindaveður í dag og sérstaklega á morgun,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. „Það mun draga úr vindi á annan í jólum en það verður áfram norðvestan átt, éljagangur og frekar leiðinlegt veður, norðan- og austanlands.“Komu frá Flórída í storminn Það voru fáir á ferli á Reykjavíkurflugvelli í morgun þegar fréttastofa leit þar við. Við hittum þó hjón frá Bandaríkjunum sem voru á Íslandi í fyrsta sinn. „Þetta er í fyrsta sinn sem við komum til Íslands og sömuleiðis fjölskylda okkar. Við erum mjög spennt,“ sagði Kathy Jones. „Það var um 28° hiti þegar við lögðum af stað frá Flórída í morgun og það er talsvert kaldara hér á Íslandi,“ sagði eiginmaðurinn Rod Jones. Þau vissu ekki að það væri stormur á leiðinni til Íslands. „Stormur? Eru fleiri óvæntar uppákomur,“ sögðu hjónin sem voru á leið til Akureyrar til að verja jólunum með fjölskyldu sinni. Veður Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Spáð er vonskuveðri um nánast allt land í dag og á morgun. Flugsamgöngur til Ísafjarðar hafa farið úr skorðum vegna veðurs og varð vél Flugfélags Íslands að hætta við lendingu á Ísafirði í gær. Nokkrir Ísfirðirngar komast ekki til sín heima yfir jólahátíðina vegna veðurs. Stomurinn sem spáð var fyrir að myndi hreiðra um sig á Íslandi yfir jólahátíðirnar er á áætlun samkvæmt Veðurstofu Ísland. Mjög hvasst var á Vestfjörðum í nótt og fór rafmagnið ítrekað af á Ísafirði vegna veðurs. Stormurinn mun ná hámarki í nótt og gæti meðalvindur jafnvel farið upp í 40 m/s á nokkrum stöðum.Hætti við lendingu Öllu flugi til Ísafjarðar var aflýst í dag og þurfti flugvél Flugfélags Íslands að hætta við lendingu á Ísafirði í gær vegna veður. Margir komast ekki til síns heima yfir jólin vegna þessa. Berglind Halla Elíasdóttir er ein þeirra sem er að reyna að komast heim til Ísafjarðar fyrir jól. Þegar fréttastofa náði tali af henni nú undir hádegi hafði hún verið akandi í hálfan sólarhring til að komast heim. Hún var í flugvél Flugfélags Íslands sem varð að hætta við lendingu í gær. „Hjólin voru komin niður og við sáum bæinn. Það var svolítið sárt þegar flugvélin hóf sig aftur á loft. Það sást ekki í brautina. Það var mjög sárt að þurfa að snúa við. Ég held að ég hafi ekki verið sú eina sem fékk tár í augun, þetta var mjög óþægilegt,“ segir Berglind Halla.Leiðindaveður í dag og á morgun Á Veðurstofu Íslands var nóg að gera þó jólahátíðin sé farin að ryðja sér rúms. Veðurfræðingur segir vonskuveður framundan. „Það verður leiðindaveður í dag og sérstaklega á morgun,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. „Það mun draga úr vindi á annan í jólum en það verður áfram norðvestan átt, éljagangur og frekar leiðinlegt veður, norðan- og austanlands.“Komu frá Flórída í storminn Það voru fáir á ferli á Reykjavíkurflugvelli í morgun þegar fréttastofa leit þar við. Við hittum þó hjón frá Bandaríkjunum sem voru á Íslandi í fyrsta sinn. „Þetta er í fyrsta sinn sem við komum til Íslands og sömuleiðis fjölskylda okkar. Við erum mjög spennt,“ sagði Kathy Jones. „Það var um 28° hiti þegar við lögðum af stað frá Flórída í morgun og það er talsvert kaldara hér á Íslandi,“ sagði eiginmaðurinn Rod Jones. Þau vissu ekki að það væri stormur á leiðinni til Íslands. „Stormur? Eru fleiri óvæntar uppákomur,“ sögðu hjónin sem voru á leið til Akureyrar til að verja jólunum með fjölskyldu sinni.
Veður Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira