Gummi Ben ársins: Hunskastu útaf Mandzukic-ið þitt Stefán Árni Pálsson skrifar 28. desember 2013 15:00 Guðmundur Benediktsson. Íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson hefur einfaldlega farið á kostum í lýsingum sínum á árinu og oft á tíðum gjörsamlega misst vitið í beinum útsendingum. Þá sérstaklega þegar íslenska landsliðið lék í undankeppni HM í knattspyrnu, en Bylgjan var á staðnum. Hér fyrir neðan má lesa og hlusta á það helsta frá einum vinsælasta lýsanda þjóðarinnar.Íslenska landsliðið Guðmundur fór mikinn á lokaspretti íslenska landsliðsins í undankeppni HM í knattspyrnu, en Bylgjan og Vísir var á staðnum þegar Ísland spilaði sinn síðasta leik í riðlinum gegn Norðmönnum og náðu að tryggja sér sæti í umspilinu. Kolbeinn Sigþórsson kom Íslendingum yfir á upphafsmínútum leiksins og Guðmundur gjörsamlega missti það. Heyra má lýsinguna hér að ofan. Ísland gerði 1-1 jafntefli við Norðmenn í lokaleik riðilsins og náði liðið þar með að tryggja sér áfram í umspil um sæti á HM í Brasilíu. Guðmundur var að vonum kátur í leikslok þegar ljóst var hver örlög Íslendinga yrðu í riðlinum og heyra má viðbrögð hans hér. Næsta verkefni Íslenska landsliðsins var umspil gegn Króatíu. Fyrri leikurinn fór 0-0 á Laugardalsvellinum og átti íslenska liðið góðan möguleika fyrir síðari leikinn á útivelli. Svo fór að liðið tapaði 2-0 fyrir Króatíu og féll því úr leik. Fróðlegt atvik átti sér stað í leiknum þegar Mario Mandzukic, leikmaður króatíska landsliðsins, braut á Jóhanni Berg Guðmundssyni í stöðunni 1-0 og fékk að líta rauða spjaldið. Þá mátti heyra Guðmund segja eftirfarandi setningu: „Beint í sturtu með hann, ekkert sjampó eða neitt, bara beint í ískalda sturtu. Hunskastu útaf Mandzukic-ið þitt.“ Heyra má í Guðmundi hér. Fyrir leikinn á Laugardalsvelli gegn Króatíu sagði Guðmundur í viðtali við Pressuna að „Íslenska varnarlínan [hafi verið] eins og IKEA skápur sem búið [sé] að setja rétt saman." Einnig lét Guðmundur þessi skemmtilegu orð falla í landsleikjum íslenska landsliðsins: „Þetta gerir Ragnar vel, hann veit ekki hver Mandzukic er en hann veit hvar boltinn er.“ Ragnar sagði í viðtali við Stöð 2 að hann vissi í raun ekki hver Mandzukiz væri fyrir leikina gegn Króötum. „Ef það hefur farið fram hjá einhverjum þá er Hannes Halldórsson markmaður KR en hann var einu sinni markmaður Fram, honum hefur samt farið fram.“Mario Mandzukic fær hér rautt spjald.mynd / vilhelmGummi Ben slær á létta strengi „...Og setur hann yfir, ég myndi senda hann bara heim og ekki láta hann keyra sjálfur. Láta frekar skutla honum, upp í rúm og einhver þarf að vaka yfir honum, svæfa hann bara,“ sagði Guðmundur í lýsingu þegar Jonathan Walters, leikmaður Stoke, hafði átt skelfilegan leik gegn Chelsea. Walters skoraði tvö sjálfsmörk og klúðraði víti. – 12. janúar 2013. „Það er eins og hann sjái ekki varnarmennina." Guðmundur Benediktsson um Lionel Messi, leikmann Barcelona, í leik gegn AC Milan í Meistaradeild Evrópu þann 13. mars. „Ef ég ætti bara einhver pening, þá myndi ég bjóða persónulega í Luis Suarez. Ég veit ekki hvað ég myndi gera við hann, en ég myndi samt bjóða í hann,“ sagði Guðmundur í lýsingu þegar Suarez átti enn einn frábæra leikinn fyrir Liverpool þann 4. desember gegn Norwich. Fótbolti Íslenski boltinn Fréttir ársins 2013 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson hefur einfaldlega farið á kostum í lýsingum sínum á árinu og oft á tíðum gjörsamlega misst vitið í beinum útsendingum. Þá sérstaklega þegar íslenska landsliðið lék í undankeppni HM í knattspyrnu, en Bylgjan var á staðnum. Hér fyrir neðan má lesa og hlusta á það helsta frá einum vinsælasta lýsanda þjóðarinnar.Íslenska landsliðið Guðmundur fór mikinn á lokaspretti íslenska landsliðsins í undankeppni HM í knattspyrnu, en Bylgjan og Vísir var á staðnum þegar Ísland spilaði sinn síðasta leik í riðlinum gegn Norðmönnum og náðu að tryggja sér sæti í umspilinu. Kolbeinn Sigþórsson kom Íslendingum yfir á upphafsmínútum leiksins og Guðmundur gjörsamlega missti það. Heyra má lýsinguna hér að ofan. Ísland gerði 1-1 jafntefli við Norðmenn í lokaleik riðilsins og náði liðið þar með að tryggja sér áfram í umspil um sæti á HM í Brasilíu. Guðmundur var að vonum kátur í leikslok þegar ljóst var hver örlög Íslendinga yrðu í riðlinum og heyra má viðbrögð hans hér. Næsta verkefni Íslenska landsliðsins var umspil gegn Króatíu. Fyrri leikurinn fór 0-0 á Laugardalsvellinum og átti íslenska liðið góðan möguleika fyrir síðari leikinn á útivelli. Svo fór að liðið tapaði 2-0 fyrir Króatíu og féll því úr leik. Fróðlegt atvik átti sér stað í leiknum þegar Mario Mandzukic, leikmaður króatíska landsliðsins, braut á Jóhanni Berg Guðmundssyni í stöðunni 1-0 og fékk að líta rauða spjaldið. Þá mátti heyra Guðmund segja eftirfarandi setningu: „Beint í sturtu með hann, ekkert sjampó eða neitt, bara beint í ískalda sturtu. Hunskastu útaf Mandzukic-ið þitt.“ Heyra má í Guðmundi hér. Fyrir leikinn á Laugardalsvelli gegn Króatíu sagði Guðmundur í viðtali við Pressuna að „Íslenska varnarlínan [hafi verið] eins og IKEA skápur sem búið [sé] að setja rétt saman." Einnig lét Guðmundur þessi skemmtilegu orð falla í landsleikjum íslenska landsliðsins: „Þetta gerir Ragnar vel, hann veit ekki hver Mandzukic er en hann veit hvar boltinn er.“ Ragnar sagði í viðtali við Stöð 2 að hann vissi í raun ekki hver Mandzukiz væri fyrir leikina gegn Króötum. „Ef það hefur farið fram hjá einhverjum þá er Hannes Halldórsson markmaður KR en hann var einu sinni markmaður Fram, honum hefur samt farið fram.“Mario Mandzukic fær hér rautt spjald.mynd / vilhelmGummi Ben slær á létta strengi „...Og setur hann yfir, ég myndi senda hann bara heim og ekki láta hann keyra sjálfur. Láta frekar skutla honum, upp í rúm og einhver þarf að vaka yfir honum, svæfa hann bara,“ sagði Guðmundur í lýsingu þegar Jonathan Walters, leikmaður Stoke, hafði átt skelfilegan leik gegn Chelsea. Walters skoraði tvö sjálfsmörk og klúðraði víti. – 12. janúar 2013. „Það er eins og hann sjái ekki varnarmennina." Guðmundur Benediktsson um Lionel Messi, leikmann Barcelona, í leik gegn AC Milan í Meistaradeild Evrópu þann 13. mars. „Ef ég ætti bara einhver pening, þá myndi ég bjóða persónulega í Luis Suarez. Ég veit ekki hvað ég myndi gera við hann, en ég myndi samt bjóða í hann,“ sagði Guðmundur í lýsingu þegar Suarez átti enn einn frábæra leikinn fyrir Liverpool þann 4. desember gegn Norwich.
Fótbolti Íslenski boltinn Fréttir ársins 2013 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira