Ástrós Brynjarsdóttir og Bjarni Júlíus Jónsson, bæði úr taekwondodeild Keflavíkur, hafa verið kjörin taekwondofólk ársins 2013.
Bjarni Júlíus er einn sigursælasti ungi keppandi landsins. Bjarni var valinn besti keppandinn á síðasta Íslandsmóti, annað árið í röð, og svo varð hann Norðurlandameistari á árinu. Þá var hann valinn keppandi mótsins á tveimur bikarmótum.
Ástrós Brynjarsdóttir var valin taekwondokona Íslands árið 2012. Hún hefur sýnt fram á langtum besta árangur sem nokkur íslensk taekwondo kona hefur náð á einu ári frá upphafi.
Á árinu 2013 var hún valin besti keppandinn á öllum bikarmótunum sem voru haldin, á Íslandsmótinu í tækni og á Reykjavik international games sem er alþjóðlegt mót. Ástrós varð Norðurlandameistari á árinu en hún keppti auk þess á tveimur Evrópumótum og þremur alþjóðlegum mótum.
Ástrós er mikið efni og hefur sýnt ótrúlegan vilja og bætingar á árinu. Hún hefur æft með Ólympíukeppendum og heimsklasa þjálfurum, vakið athygli fyrir góða tækni hvar sem hún fer og unnið hvert mótið á fætur öðru.
Nánari útlistun á árangri Bjarna og Ástrósar á árinu má sjá hér.
Ástrós og Bjarni Júlíus best á árinu
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið







Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman
Körfubolti


Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum
Íslenski boltinn
