Innlent

Vegagerðin varar við hvassviðri

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Hvasst verður víða í dag og hálkublettir á flestum vegum landsins.
Hvasst verður víða í dag og hálkublettir á flestum vegum landsins.
Vegagerðin varar við hvassviðri á sunnan- og vestanverðu landinu í dag og vaxandi skafrenningi norðvestantil. Mesta vindröstin verður með suðurströndinni en í Mýrdal og undir Eyjafjöllum verður kominn stormur um og upp úr klukkan þrjú og hviður upp á 30-35 metra á sekúndu. Í Öræfum má reikna með þyljóttum vindi og hviðum 35-45 metrum á sekúndu frá því snemma í kvöld og til morguns.

Hálkublettir eða hálka eru á flestum vegum landsins og vegna vinnu við víravegrið á Reykjanesbraut við Grindavíkurvegarmót verður vinstri akrein á leið til Reykjavíkur lokuð í dag frá kl. 10 til 17. Eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát.

Vegagerðin varar vegfarendur einnig við hreindýrahópum sem eru rétt norðan við Lindarsel á Háreksstaðaleið en fleiri hreindýrahópar eru einnig á ferð á Austur- og Suðausturlandi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×