Engin matareitrun um jólin Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2013 16:06 Mynd/Arnþór Birkisson Matvælastofnun hefur gefið út leiðbeiningar varðandi góða hollustuhætti í eldhúsinu yfir jólin. „Mikið álag er á eldhúsum landsmanna við jólaundirbúning í desember og yfir hátíðirnar. Góðir hollustuhættir í eldhúsinu eru því afar mikilvægir svo koma megi í veg fyrir að gestir og heimils fólk fái matarsjúkdóma með tilheyrandi óþægindum.“ Sjúkdómsvaldandi bakteríur geta borist inn í eldhúsið með kjöti og jarðvegi sem fylgir grænmeti. Þaðan geta þær borist í önnur matvæli í eldhúsinu eða ísskápnum. Einnig geta þær borist með þeim sem meðhöndlar matvælin, sem og búnaði og áhöldum sem notuð eru í eldhúsinu. Samkvæmt Matvælastofnun er mikilvægt að koma í veg fyrir eftirfarandi atriði: Að hrátt kjöt og safi úr hráu kjöti komist í snertingu við matvæli sem eru tilbúin til neyslu með því að tryggja aðskilnað á vinnuborðinu og í ísskáp og með því að geyma mat í þéttum umbúðum / ílátum. Að óhreinindi sem geta verið á grænmeti og ávöxtum berist í tilbúin matvæli með því að þvo grænmeti og ávexti fyrir notkun. Að bakteríur og veirur berist í matvæli frá höndum með því að þvo hendur áður en hafist handa við matreiðslu og eftir snertingu við hrátt kjöt og óþvegið grænmeti. Að skurðarbretti og áhöld geti mengað matvæli með því að þvo skurðarbretti og áhöld strax eftir notkun og nota jafnvel sérstök skurðarbretti fyrir kjöt, grænmeti og tilbúin matvæli. Að koma í veg fyrir krossmengun í ísskápnum með góðu skipulagi og með því að halda honum hreinum. Að bakteríur fjölgi sér í borðtuskum, viskustykkjum og handþurrkum með því að skipta reglulega um slíka um klúta. „Bakteríur fjölga sér mjög hratt við kjöraðstæður. Við 37°C getur ein baktería fjölgað sé í 1000 á 3 tímum og í 1 milljón á 6 tímum.“ Því er mikilvægt að geyma matvæli við hitastig sem hindrar fjölgun baktería. Nægileg hitameðhöndlun drepur bakteríur og geymsla við 0 – 4°C, takmarkar fjölgun þeirra. „Kjarnhiti kjúklings, kalkúns, svínakjöts og hakkaðs kjöts þarf að ná 75°C til að drepa allar sjúkdómsvaldandi bakteríur. Ef halda á matvælum heitum skal þeim haldið við 60°C og við kælingu hitaðra matvæla skal gæta þess að þau nái 4° C á 3 tímum. Landsmenn eru hvattir til að tileinka sér góða hollustuhætti í eldhúsinu svo koma megi í veg fyrir að matarsjúkdómar spilli jólagleðinni.“ Jólafréttir Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól Verður ekki mikið vör við jólahátíðina Jól Bjart er yfir Betlehem Jól Maður varð að fá bragð af Íslandi Jól Smáréttir sem gleðja bragðlaukana Jól Les jólakveðjurnar í síðasta sinn Jól Fastar hefðir fylgja piparkökubaks Jól Jólalag dagsins: Hátíð í bæ með Hauki Heiðari í Diktu Jól Góð bók og nart Jól
Matvælastofnun hefur gefið út leiðbeiningar varðandi góða hollustuhætti í eldhúsinu yfir jólin. „Mikið álag er á eldhúsum landsmanna við jólaundirbúning í desember og yfir hátíðirnar. Góðir hollustuhættir í eldhúsinu eru því afar mikilvægir svo koma megi í veg fyrir að gestir og heimils fólk fái matarsjúkdóma með tilheyrandi óþægindum.“ Sjúkdómsvaldandi bakteríur geta borist inn í eldhúsið með kjöti og jarðvegi sem fylgir grænmeti. Þaðan geta þær borist í önnur matvæli í eldhúsinu eða ísskápnum. Einnig geta þær borist með þeim sem meðhöndlar matvælin, sem og búnaði og áhöldum sem notuð eru í eldhúsinu. Samkvæmt Matvælastofnun er mikilvægt að koma í veg fyrir eftirfarandi atriði: Að hrátt kjöt og safi úr hráu kjöti komist í snertingu við matvæli sem eru tilbúin til neyslu með því að tryggja aðskilnað á vinnuborðinu og í ísskáp og með því að geyma mat í þéttum umbúðum / ílátum. Að óhreinindi sem geta verið á grænmeti og ávöxtum berist í tilbúin matvæli með því að þvo grænmeti og ávexti fyrir notkun. Að bakteríur og veirur berist í matvæli frá höndum með því að þvo hendur áður en hafist handa við matreiðslu og eftir snertingu við hrátt kjöt og óþvegið grænmeti. Að skurðarbretti og áhöld geti mengað matvæli með því að þvo skurðarbretti og áhöld strax eftir notkun og nota jafnvel sérstök skurðarbretti fyrir kjöt, grænmeti og tilbúin matvæli. Að koma í veg fyrir krossmengun í ísskápnum með góðu skipulagi og með því að halda honum hreinum. Að bakteríur fjölgi sér í borðtuskum, viskustykkjum og handþurrkum með því að skipta reglulega um slíka um klúta. „Bakteríur fjölga sér mjög hratt við kjöraðstæður. Við 37°C getur ein baktería fjölgað sé í 1000 á 3 tímum og í 1 milljón á 6 tímum.“ Því er mikilvægt að geyma matvæli við hitastig sem hindrar fjölgun baktería. Nægileg hitameðhöndlun drepur bakteríur og geymsla við 0 – 4°C, takmarkar fjölgun þeirra. „Kjarnhiti kjúklings, kalkúns, svínakjöts og hakkaðs kjöts þarf að ná 75°C til að drepa allar sjúkdómsvaldandi bakteríur. Ef halda á matvælum heitum skal þeim haldið við 60°C og við kælingu hitaðra matvæla skal gæta þess að þau nái 4° C á 3 tímum. Landsmenn eru hvattir til að tileinka sér góða hollustuhætti í eldhúsinu svo koma megi í veg fyrir að matarsjúkdómar spilli jólagleðinni.“
Jólafréttir Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól Verður ekki mikið vör við jólahátíðina Jól Bjart er yfir Betlehem Jól Maður varð að fá bragð af Íslandi Jól Smáréttir sem gleðja bragðlaukana Jól Les jólakveðjurnar í síðasta sinn Jól Fastar hefðir fylgja piparkökubaks Jól Jólalag dagsins: Hátíð í bæ með Hauki Heiðari í Diktu Jól Góð bók og nart Jól