Fótbolti

Höness æfur út í FIFA

Uli Höness, forseti Bayern München, er allt annað en sáttur út í alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, vegna þess að sambandið framlengdi frestinum vegna kjörs á knattspyrnumanni ársins.

Leikmaður Bayern, Franck Ribery, var talinn ansi líklegur til afreka en það er talið vinna með Cristiano Ronaldo að fresturinn hafi verið framlengdur. Hann fór nefnilega á kostum í umspili um laust sæti á HM í millitíðinni.

"Við munum skoða hvert einasta atkvæðo sem kom á réttum tíma og svo þau atkvæði sem komu síðar," sagði Höness.

Í kjölfarið mun Bayern velta því upp af hverju fresturinn var framlengdur.

"Þessi framganga FIFA truflar mig verulega mikið. Ég veit ekki af hverju þessi frestur var framlengdur. Vonandi er þetta samt lýðræðisleg kosning og ekkert vafasamt í gangi."

Gefið hefur verið út að Ribery, Ronaldo og Lionel Messi séu í þrem efstu sætunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×