Gylfi Þór og Sara Björk best í fótbolta árið 2013 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2013 14:39 Sara Björk og Gylfi Þór. Knattspyrnusamband Íslands hefur birt niðurstöður leikmannavals sambandsins um þær þrjár knattspyrnukonur og -menn sem sköruðu fram úr á árinu sem senn er á enda. Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Tottenham, hafnaði í efsta sæti karlamegin. Kolbeinn Sigþórsson, framherji Ajax, varð í öðru sæti og Alfreð Finnbogason, framherji Heerenveen í þriðja sæti. Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður Malmö, varð í efsta sæti hjá konunum. Guðbjörg Gunnarsdóttir, sem samdi við Potsdam í Þýskalandi á dögunum, í öðru sæti og Þóra Björg Helgadóttir, markvörður ársins í sænsku deildinni með Malmö, varð þriðja. Umfjöllun um hvern leikmann fyrir sig má sjá hér að neðan.Gylfi Þór Sigurðsson var svo sannarlega einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins á árinu sem náði frábærum árangri í undankeppni HM 2014. Gylfi skoraði mikilvæg mörk, t.a.m. bæði mörkin í sigri á Slóveníu á útivelli og svo gegn Kýpur á heimavelli og lagði einnig upp mikilvæg mörk fyrir félaga sína. Hann lék 8 af 10 landsleikjum Íslands á árinu og skoraði þrjú mörk. Gylfi leikur með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, sem missti naumlega af sæti í Meistaradeild UEFA á síðasta keppnistímabili. Félagið var stórtækt á leikmannamarkaðnum fyrir þetta tímabilið, en Gylfi hefur leikið í 12 leikjum af 16 í ensku úrvalsdeildinni þegar þetta er skrifað. Þar af eru 7 í byrjunarliði og hefur Gylfi skorað 3 mörk í þessum leikjum og er næstmarkahæsti leikmaður Tottenham. Þá hefur Gylfi leikið mikið í öðrum keppnum t.d. í Evrópudeild UEFA þar sem Tottenham hefur tryggt sér sæti í 32-liða úrslitum.Mynd/VilhelmKolbeinn Sigþórsson heldur uppteknum hætti í markaskorun með landsliðinu, en hann skoraði 5 mörk í 9 landsleikjum á árinu, þar á meðal markið gegn Noregi ytra sem gulltryggði Íslendingum sæti í umspilsleikjunum gegn Króatíu. Hann hefur nú skorað 13 mörk í 20 landsleikjum sem er magnaður árangur. Kolbeinn missti af hálfu síðasta tímabili vegna meiðsla, en skoraði engu að síður 7 mörk í 15 deildarleikjum fyrir Ajax sem varð hollenskur meistari. Hann byrjaði þetta tímabil af krafti, hefur skorað 6 mörk í 14 deildarleikjum þegar þetta er skrifað, en meiddist í fyrri umspilsleik Íslands og missti því af nokkrum leikjum.Mynd/VilhelmAlfreð Finnbogason var í stóru hlutverki hjá landsliðinu, lék í 8 landsleikjum á árinu og skoraði eitt mark, gegn Slóveníu á heimavelli. Alfreð sló svo sannarlega í gegn með hollenska liðinu Heerenveen á síðasta tímabili, endaði það með 24 mörk í 33 leikjum og varð þriðji markahæsti leikmaðurinn í hollensku deildinni. Alfreð hefur svo sannarlega haldið uppteknum hætti á þessu tímabili, því þegar þetta er skrifað er hann markahæsti leikmaðurinn í hollensku deildinni með 16 mörk í 14 leikjum. Orðspor Alfreðs hefur farið víða og þessa dagana er hann eftirsóttur af mörgum félögum í Evrópu og verður spennandi að fylgjast með framtíð hans.Nordicphotos/AFPSara Björk Gunnarsdóttir var sem fyrr í lykilhlutverki í íslenska kvennalandsliðinu sem komst í 8-liða úrslit í úrslitakeppni EM sem fram fór í Svíþjóð. Þetta er besti árangur kvennalandsliðsins, sem hafði áður komist í úrslitakeppni EM í Finnlandi árið 2009. Sara lék í 12 af 13 landsleikjum Íslands á árinu og skoraði í þeim 2 mörk. Landsleikirnir eru því orðnir alls 66 og mörkin í þeim 14, en Sara er aðeins 23 ára. Sara lék sem fyrr stórt hlutverk í félagsliði sínu, Malmö i Svíþjóð, og fagnaði þar meistaratitlinum í annað sinn á þremur árum. Sara skoraði 8 mörk í 20 leikjum með Malmö sem vann sænska titilinn sannfærandi, tapaði aðeins einum leik af 22 í deildinni. Sara var ein af þremur sem tilnefnd var besti miðjumaður deildarinnar á síðasta tímabili.Guðbjörg Gunnarsdóttir sló í gegn í úrslitakeppni EM í Svíþjóð þar sem hún varði mark Íslands í öllum fjórum leikjunum. Hún þótti standa sig frábærlega í keppninni og átti stóran þátt í því að Ísland komst í 8-liða úrslitin. Guðbjörg lék í 7 landsleikjum af 13 á árinu og eru landsleikirnir orðnir 28 í heildina. Hún lék með Íslendingaliðinu Avaldsnes í norsku deildinni, en nýliðarnir höfnuðu í fjórða sæti auk þess að komast í bikarúrslitaleikinn þar sem þær biðu lægri hlut gegn Stabæk. Guðbjörg var aðalmarkvörður liðsins og lék í 21 af 22 deildarleikjum. Nú fyrr í mánuðinum skrifaði svo Guðbjörg undir samning við þýska stórliðið Turbine Potsdam sem er eitt allra sterkasta félagslið heims.Mynd/Heimasíða MalmöÞóra Björg Helgadóttir er einn leikreyndasti leikmaður Íslands, en hún lék sinn 99. landsleik á árinu og lék í 7 af 13 landsleikjum ársins. Þóra hóf árið með því að leika með Western Sidney Wanderers í Ástralíu en átti frábært tímabil með Malmö í Svíþjóð. Þar fagnaði hún sínum þriðja meistaratitli á fjórum árum og fékk aðeins á sig 13 mörk í 21 leik í deildinni. Þóra bætti svo um betur og var valinn besti markvörður sænsku deildarinnar, annað árið í röð en óumdeilt er að sænska deildin sé ein sú sterkasta í heiminum. Enski boltinn Fótbolti Fréttir ársins 2013 Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands hefur birt niðurstöður leikmannavals sambandsins um þær þrjár knattspyrnukonur og -menn sem sköruðu fram úr á árinu sem senn er á enda. Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Tottenham, hafnaði í efsta sæti karlamegin. Kolbeinn Sigþórsson, framherji Ajax, varð í öðru sæti og Alfreð Finnbogason, framherji Heerenveen í þriðja sæti. Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður Malmö, varð í efsta sæti hjá konunum. Guðbjörg Gunnarsdóttir, sem samdi við Potsdam í Þýskalandi á dögunum, í öðru sæti og Þóra Björg Helgadóttir, markvörður ársins í sænsku deildinni með Malmö, varð þriðja. Umfjöllun um hvern leikmann fyrir sig má sjá hér að neðan.Gylfi Þór Sigurðsson var svo sannarlega einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins á árinu sem náði frábærum árangri í undankeppni HM 2014. Gylfi skoraði mikilvæg mörk, t.a.m. bæði mörkin í sigri á Slóveníu á útivelli og svo gegn Kýpur á heimavelli og lagði einnig upp mikilvæg mörk fyrir félaga sína. Hann lék 8 af 10 landsleikjum Íslands á árinu og skoraði þrjú mörk. Gylfi leikur með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, sem missti naumlega af sæti í Meistaradeild UEFA á síðasta keppnistímabili. Félagið var stórtækt á leikmannamarkaðnum fyrir þetta tímabilið, en Gylfi hefur leikið í 12 leikjum af 16 í ensku úrvalsdeildinni þegar þetta er skrifað. Þar af eru 7 í byrjunarliði og hefur Gylfi skorað 3 mörk í þessum leikjum og er næstmarkahæsti leikmaður Tottenham. Þá hefur Gylfi leikið mikið í öðrum keppnum t.d. í Evrópudeild UEFA þar sem Tottenham hefur tryggt sér sæti í 32-liða úrslitum.Mynd/VilhelmKolbeinn Sigþórsson heldur uppteknum hætti í markaskorun með landsliðinu, en hann skoraði 5 mörk í 9 landsleikjum á árinu, þar á meðal markið gegn Noregi ytra sem gulltryggði Íslendingum sæti í umspilsleikjunum gegn Króatíu. Hann hefur nú skorað 13 mörk í 20 landsleikjum sem er magnaður árangur. Kolbeinn missti af hálfu síðasta tímabili vegna meiðsla, en skoraði engu að síður 7 mörk í 15 deildarleikjum fyrir Ajax sem varð hollenskur meistari. Hann byrjaði þetta tímabil af krafti, hefur skorað 6 mörk í 14 deildarleikjum þegar þetta er skrifað, en meiddist í fyrri umspilsleik Íslands og missti því af nokkrum leikjum.Mynd/VilhelmAlfreð Finnbogason var í stóru hlutverki hjá landsliðinu, lék í 8 landsleikjum á árinu og skoraði eitt mark, gegn Slóveníu á heimavelli. Alfreð sló svo sannarlega í gegn með hollenska liðinu Heerenveen á síðasta tímabili, endaði það með 24 mörk í 33 leikjum og varð þriðji markahæsti leikmaðurinn í hollensku deildinni. Alfreð hefur svo sannarlega haldið uppteknum hætti á þessu tímabili, því þegar þetta er skrifað er hann markahæsti leikmaðurinn í hollensku deildinni með 16 mörk í 14 leikjum. Orðspor Alfreðs hefur farið víða og þessa dagana er hann eftirsóttur af mörgum félögum í Evrópu og verður spennandi að fylgjast með framtíð hans.Nordicphotos/AFPSara Björk Gunnarsdóttir var sem fyrr í lykilhlutverki í íslenska kvennalandsliðinu sem komst í 8-liða úrslit í úrslitakeppni EM sem fram fór í Svíþjóð. Þetta er besti árangur kvennalandsliðsins, sem hafði áður komist í úrslitakeppni EM í Finnlandi árið 2009. Sara lék í 12 af 13 landsleikjum Íslands á árinu og skoraði í þeim 2 mörk. Landsleikirnir eru því orðnir alls 66 og mörkin í þeim 14, en Sara er aðeins 23 ára. Sara lék sem fyrr stórt hlutverk í félagsliði sínu, Malmö i Svíþjóð, og fagnaði þar meistaratitlinum í annað sinn á þremur árum. Sara skoraði 8 mörk í 20 leikjum með Malmö sem vann sænska titilinn sannfærandi, tapaði aðeins einum leik af 22 í deildinni. Sara var ein af þremur sem tilnefnd var besti miðjumaður deildarinnar á síðasta tímabili.Guðbjörg Gunnarsdóttir sló í gegn í úrslitakeppni EM í Svíþjóð þar sem hún varði mark Íslands í öllum fjórum leikjunum. Hún þótti standa sig frábærlega í keppninni og átti stóran þátt í því að Ísland komst í 8-liða úrslitin. Guðbjörg lék í 7 landsleikjum af 13 á árinu og eru landsleikirnir orðnir 28 í heildina. Hún lék með Íslendingaliðinu Avaldsnes í norsku deildinni, en nýliðarnir höfnuðu í fjórða sæti auk þess að komast í bikarúrslitaleikinn þar sem þær biðu lægri hlut gegn Stabæk. Guðbjörg var aðalmarkvörður liðsins og lék í 21 af 22 deildarleikjum. Nú fyrr í mánuðinum skrifaði svo Guðbjörg undir samning við þýska stórliðið Turbine Potsdam sem er eitt allra sterkasta félagslið heims.Mynd/Heimasíða MalmöÞóra Björg Helgadóttir er einn leikreyndasti leikmaður Íslands, en hún lék sinn 99. landsleik á árinu og lék í 7 af 13 landsleikjum ársins. Þóra hóf árið með því að leika með Western Sidney Wanderers í Ástralíu en átti frábært tímabil með Malmö í Svíþjóð. Þar fagnaði hún sínum þriðja meistaratitli á fjórum árum og fékk aðeins á sig 13 mörk í 21 leik í deildinni. Þóra bætti svo um betur og var valinn besti markvörður sænsku deildarinnar, annað árið í röð en óumdeilt er að sænska deildin sé ein sú sterkasta í heiminum.
Enski boltinn Fótbolti Fréttir ársins 2013 Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira