Berglind Gígja og Lúðvík Már eru blakfólk ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2013 17:41 Berglind Gígja Jónsdóttir og Lúðvík Már Matthíasson. Mynd/Blaksamband Íslands Stjórn Blaksambands Íslands hefur valið þau Berglindi Gígju Jónsdóttur og Lúðvík Má Matthíasson blakfólk ársins 2013 en þau koma bæði úr HK. Lúðvík Már Matthíasson er sautján ára gamall en hann er leikmaður með Íslands-, deildar- og Bikarmeisturum HK í Kópavogi. Á árinu lék Lúðvík Már með þremur landsliðum þar á meðal með A landsliði Íslands sem lék í undankeppni fyrir HM í Halmstad í Svíþjóð og á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg. Lúðvík spilaði með félaga sínum Theódóri Óskari Þorvaldssyni í fyrsta U19 ára landsliðinu í strandblaki sem keppti í undankeppni fyrir Ólympíuleika ungmenna í Nanjing en mótið var haldið í Berlín í ágúst. Í framhaldinu hélt liðið svo á NEVZA mót í Drammen í Noregi og enduðu þeir félagar í 5. sæti. Lúðvík var burðarás í U19 ára landsliðinu í blaki þegar liðið hafnaði í 5. sæti NEVZA mótsins í IKAST í Danmörku í október en 6 þjóðir tóku þátt. Auk þess að vinna allt sem í boði á síðustu leiktíð með liði sínu HK náði hann og félagi hans, Theódór, að vinna Íslandsmeistaratitilinn í fullorðinsflokki í strandblaki. Auk þess urðu þeir félagar Íslandsmeistarar í flokki U21 og flokki U17. Berglind Gígja Jónsdóttir er 18 ára gömul og leikmaður með bikarmeistaraliði HK í Kópavogi. Á árinu lék hún með þremur landsliðum. Berglind Gígja lék með A landsliði Íslands sem tók þátt í fyrsta sinn í undankeppni fyrir HM í blaki en mótið fór fram í Daugavpils í Lettlandi. Þá tók hún einnig þátt með A landsliðinu í Smáþjóðaleikunum í sumar. Berglind spilaði með Elísabetu Einarsdóttur í dönsku úrvalsdeildinni í strandblaki í sumar og náðu þær ágætum árangri. Þær léku fyrir hönd Íslands í NEVZA móti í Drammen í Noregi í ágúst og hömpuðu þar NEVZA meistaratitli í flokki U19. Var þetta í fyrsta sinn sem íslenskt strandblaklið vinnur gullverðlaun í alþjóðlegu móti. Berglind var burðarás í U19 ára landsliði Íslands í blaki þegar liðið varð í 5. sæti í NEVZA móti í IKAST í Danmörku í október. Auk þess að verða bikarmeistari með liði HK í blaki varð Berglind Gígja Íslandsmeistari í strandblaki fullorðinna með Elísabetu Einarsdóttur en þetta var annað árið í röð sem þær hampa þessum titli. Þá unnu þær einnig Íslandsmeistaratitilinn í flokki U21. Íþróttir Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Sjá meira
Stjórn Blaksambands Íslands hefur valið þau Berglindi Gígju Jónsdóttur og Lúðvík Má Matthíasson blakfólk ársins 2013 en þau koma bæði úr HK. Lúðvík Már Matthíasson er sautján ára gamall en hann er leikmaður með Íslands-, deildar- og Bikarmeisturum HK í Kópavogi. Á árinu lék Lúðvík Már með þremur landsliðum þar á meðal með A landsliði Íslands sem lék í undankeppni fyrir HM í Halmstad í Svíþjóð og á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg. Lúðvík spilaði með félaga sínum Theódóri Óskari Þorvaldssyni í fyrsta U19 ára landsliðinu í strandblaki sem keppti í undankeppni fyrir Ólympíuleika ungmenna í Nanjing en mótið var haldið í Berlín í ágúst. Í framhaldinu hélt liðið svo á NEVZA mót í Drammen í Noregi og enduðu þeir félagar í 5. sæti. Lúðvík var burðarás í U19 ára landsliðinu í blaki þegar liðið hafnaði í 5. sæti NEVZA mótsins í IKAST í Danmörku í október en 6 þjóðir tóku þátt. Auk þess að vinna allt sem í boði á síðustu leiktíð með liði sínu HK náði hann og félagi hans, Theódór, að vinna Íslandsmeistaratitilinn í fullorðinsflokki í strandblaki. Auk þess urðu þeir félagar Íslandsmeistarar í flokki U21 og flokki U17. Berglind Gígja Jónsdóttir er 18 ára gömul og leikmaður með bikarmeistaraliði HK í Kópavogi. Á árinu lék hún með þremur landsliðum. Berglind Gígja lék með A landsliði Íslands sem tók þátt í fyrsta sinn í undankeppni fyrir HM í blaki en mótið fór fram í Daugavpils í Lettlandi. Þá tók hún einnig þátt með A landsliðinu í Smáþjóðaleikunum í sumar. Berglind spilaði með Elísabetu Einarsdóttur í dönsku úrvalsdeildinni í strandblaki í sumar og náðu þær ágætum árangri. Þær léku fyrir hönd Íslands í NEVZA móti í Drammen í Noregi í ágúst og hömpuðu þar NEVZA meistaratitli í flokki U19. Var þetta í fyrsta sinn sem íslenskt strandblaklið vinnur gullverðlaun í alþjóðlegu móti. Berglind var burðarás í U19 ára landsliði Íslands í blaki þegar liðið varð í 5. sæti í NEVZA móti í IKAST í Danmörku í október. Auk þess að verða bikarmeistari með liði HK í blaki varð Berglind Gígja Íslandsmeistari í strandblaki fullorðinna með Elísabetu Einarsdóttur en þetta var annað árið í röð sem þær hampa þessum titli. Þá unnu þær einnig Íslandsmeistaratitilinn í flokki U21.
Íþróttir Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Sjá meira