Körfubolti

Stórleikur Hlyns dugði ekki Drekunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlynur Bæringsson.
Hlynur Bæringsson. Mynd/Valli
Drekarnir frá Sundsvall töpuðu með þrettán stigum á útivelli á móti Uppsala Basket, 79-92, í sænska körfuboltanum í kvöld í uppgjöri liða sem voru fyrir leikinn með jafnmörg stig í 5. og 6. sæti deildarinnar.

Hlynur Bæringsson átti flottan leik en það dugði ekki til. Hlynur var með 22 stig, 15fráköst og 3 stoðsendingar en hann var stigahæstur, frákastahæstur og stoðsendingahæstur í liðinu. Tom Lidén skoraði 21 stig. Jakob Örn Sigurðarson skoraði 6 stig og gaf 4 stoðsendingar á 34 mínútum. Ægir Þór Steinarsson lék ekki með vegna meiðsla.

Sundsvall Dragons var 21-19 yfir eftir fyrsta leikhlutann og með eins stigs forskot í hálfleik, 42-41. Leikur liðsins fór hinsvegar í baklás í seinni hálfleiknum sem tapaðist 37-51.

Þetta var þriðja tapið í röð á útivelli hjá Sundsvall Dragons og Drekarnir eru komnir niður í sjötta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×