David Ortiz leikmaður MLB meistara Boston Red Sox í hafnarboltadeildinni í Bandaríkjunum bauð skeggið sitt upp á eBay til góðgerðamála og seldist skeggið á 11.000 dali eða því sem nemur rúmri 1,3 milljónum króna.
Ortiz var valinn verðmætasti leikmaður lokaúrslitanna þegar Red Sox tryggði sér meistaratitilinn í bandaríska hafnarboltanum en hann skartaði glæsilegu skeggi sem hann rakaði af sér og bauð upp til styrktar Movember sem eru vinsæl góðgerðarsamtök sem vekja athygli á og styrkja eistna- og blöðruhálskrabbamein.
„Ég brosi út að eyrum,“ sagði Ortiz í skilaboðum til ESPN. „Þetta er frábært. Þetta er minnistætt ár og nýt þess sem við erum að gera hér. En það sem mestu máli skiptir er að safna peningum í baráttunni við krabbamein.“
Alls buðu 132 í skeggið á Ortiz og munaði aðeins tíu dölum á tveimur efstu boðunum. Hver sá heppni er eða hvað hann ætlar að gera við skeggið hefur ekki verið gefið upp.
David Ortiz seldi skeggið sitt fyrir 11.000 dali
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið







Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman
Körfubolti


Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum
Íslenski boltinn
