Ráðherra verður voða hissa Ólafur Stephensen skrifar 5. desember 2013 08:43 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra þykist ógurlega hissa á ákvörðun Evrópusambandsins, að skrúfa fyrir IPA-styrkina svokölluðu til samstarfsverkefna sem þegar voru komin í gang áður en utanríkisráðherrann ákvað að gera hlé á aðildarviðræðunum við ESB. Lesendum og ráðherranum til upprifjunar er tilgangurinn með IPA-styrkjunum að búa stjórnsýslu og atvinnulíf í ríkjum, sem stefna að aðild að Evrópusambandinu, undir þá aðild. Ísland hefur ekki dregið umsókn sína að Evrópusambandinu formlega til baka. En Gunnar Bragi Sveinsson hefur gert ótímabundið hlé á aðildarviðræðunum, Gunnar Bragi Sveinsson hefur leyst upp samninganefndina og undirhópa hennar, Gunnar Bragi Sveinsson hefur lýst því yfir að það standi ekki til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna og Gunnar Bragi Sveinsson hefur lýst því yfir að viðræðunum verði ekki haldið áfram á hans vakt. Svo er Gunnar Bragi Sveinsson gasalega hissa þegar Evrópusambandið telur ekki ástæðu til að eyða peningum skattgreiðenda í undirbúning aðildar Íslands. Gunnari Braga finnst þetta „óskiljanlegt“ og „forkastanlegt“ og „ekki til þess fallið að lyfta ímynd ESB á Íslandi að neinu leyti“. Er hægt að hafa svona lítinn skilning á rökréttum afleiðingum eigin gerða og yfirlýsinga? Gunnar Bragi sagði í Bylgjufréttum í gær að túlka mætti þetta svo að Ísland væri ekki lengur velkomið í ESB. Það ber talsmaður sambandsins til baka í Fréttablaðinu í dag. Æðstu menn ESB hafa raunar margítrekað að Ísland sé velkomið og engin breyting hafi orðið á afstöðu sambandsins. En er einhver hissa á að það telji ekki ástæðu til að eyða peningum í land utanríkisráðherrans sem vill ekki vera í aðildarviðræðum? Stjórnarandstöðuþingmaðurinn Gunnar Bragi Sveinsson hefði alltént ekki verið hissa á því. Hann hélt á síðasta kjörtímabili marga tugi þingræðna gegn því að Ísland þægi IPA-styrkina. Inntakið í þeim var í fyrsta lagi að það væri í hæsta máta óeðlilegt að taka við styrkjunum. Þeir væru „glerperlur og eldvatn“, notaðir í „áróðursstarfsemi“ og til að „bera fé á íslenska þjóð til að kaupa sér góðvild hennar, til að kaupa sér fylgi við þessa gölnu vegferð“. Þingmanninum Gunnari Braga fannst í öðru lagi „ekki siðlegt“ að „þiggja fjármuni sem eflaust gætu nýst einhverjum öðrum miklu betur en okkur“ og sá auðvitað fyrir hvað myndi gerast: „Ef við segjum svo nei hljóta menn að spyrja: Bíddu, af hverju voruð þið að taka við þessum peningum ef þið ætluðuð ekki þarna inn? Við gátum notað þessa aura í eitthvað allt annað. Hvað á þetta að þýða?“ Loks vildi Gunnar Bragi að „ef þetta fer allt í vitleysu“ bæru íslenzk stjórnvöld áfram ábyrgð á ferlinu. „Stjórnvöld hljóta að ljúka þeim verkefnum sem farið var af stað með, ég get ekki litið öðruvísi á það“. Í gær fannst Gunnari Braga „mjög bratt af Evrópusambandinu að henda boltanum til íslenskra stjórnvalda“. Hvað er hægt að vera í stórri mótsögn við sjálfan sig? Þessi leikaraskapur utanríkisráðherrans er móðgun við vitsmuni kjósenda á Íslandi. Við erum ekki svona vitlaus - og það getur bara ekki verið að hann sé það heldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra þykist ógurlega hissa á ákvörðun Evrópusambandsins, að skrúfa fyrir IPA-styrkina svokölluðu til samstarfsverkefna sem þegar voru komin í gang áður en utanríkisráðherrann ákvað að gera hlé á aðildarviðræðunum við ESB. Lesendum og ráðherranum til upprifjunar er tilgangurinn með IPA-styrkjunum að búa stjórnsýslu og atvinnulíf í ríkjum, sem stefna að aðild að Evrópusambandinu, undir þá aðild. Ísland hefur ekki dregið umsókn sína að Evrópusambandinu formlega til baka. En Gunnar Bragi Sveinsson hefur gert ótímabundið hlé á aðildarviðræðunum, Gunnar Bragi Sveinsson hefur leyst upp samninganefndina og undirhópa hennar, Gunnar Bragi Sveinsson hefur lýst því yfir að það standi ekki til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna og Gunnar Bragi Sveinsson hefur lýst því yfir að viðræðunum verði ekki haldið áfram á hans vakt. Svo er Gunnar Bragi Sveinsson gasalega hissa þegar Evrópusambandið telur ekki ástæðu til að eyða peningum skattgreiðenda í undirbúning aðildar Íslands. Gunnari Braga finnst þetta „óskiljanlegt“ og „forkastanlegt“ og „ekki til þess fallið að lyfta ímynd ESB á Íslandi að neinu leyti“. Er hægt að hafa svona lítinn skilning á rökréttum afleiðingum eigin gerða og yfirlýsinga? Gunnar Bragi sagði í Bylgjufréttum í gær að túlka mætti þetta svo að Ísland væri ekki lengur velkomið í ESB. Það ber talsmaður sambandsins til baka í Fréttablaðinu í dag. Æðstu menn ESB hafa raunar margítrekað að Ísland sé velkomið og engin breyting hafi orðið á afstöðu sambandsins. En er einhver hissa á að það telji ekki ástæðu til að eyða peningum í land utanríkisráðherrans sem vill ekki vera í aðildarviðræðum? Stjórnarandstöðuþingmaðurinn Gunnar Bragi Sveinsson hefði alltént ekki verið hissa á því. Hann hélt á síðasta kjörtímabili marga tugi þingræðna gegn því að Ísland þægi IPA-styrkina. Inntakið í þeim var í fyrsta lagi að það væri í hæsta máta óeðlilegt að taka við styrkjunum. Þeir væru „glerperlur og eldvatn“, notaðir í „áróðursstarfsemi“ og til að „bera fé á íslenska þjóð til að kaupa sér góðvild hennar, til að kaupa sér fylgi við þessa gölnu vegferð“. Þingmanninum Gunnari Braga fannst í öðru lagi „ekki siðlegt“ að „þiggja fjármuni sem eflaust gætu nýst einhverjum öðrum miklu betur en okkur“ og sá auðvitað fyrir hvað myndi gerast: „Ef við segjum svo nei hljóta menn að spyrja: Bíddu, af hverju voruð þið að taka við þessum peningum ef þið ætluðuð ekki þarna inn? Við gátum notað þessa aura í eitthvað allt annað. Hvað á þetta að þýða?“ Loks vildi Gunnar Bragi að „ef þetta fer allt í vitleysu“ bæru íslenzk stjórnvöld áfram ábyrgð á ferlinu. „Stjórnvöld hljóta að ljúka þeim verkefnum sem farið var af stað með, ég get ekki litið öðruvísi á það“. Í gær fannst Gunnari Braga „mjög bratt af Evrópusambandinu að henda boltanum til íslenskra stjórnvalda“. Hvað er hægt að vera í stórri mótsögn við sjálfan sig? Þessi leikaraskapur utanríkisráðherrans er móðgun við vitsmuni kjósenda á Íslandi. Við erum ekki svona vitlaus - og það getur bara ekki verið að hann sé það heldur.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun