Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Keflavík 77-67 Guðmundur Marinó Ingvarsson í DHL-höllinni skrifar 8. desember 2013 00:01 Mynd/Daníel KR rúllaði yfir Íslandsmeistara Keflavíkur og topplið Dominos deildar kvenna í körfubolta 77-67 á heimavelli sínum í kvöld. Leikurinn var aðeins jafn í fyrsta leikhluta en að honum loknum voru yfirburðir KR miklir.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í DHL-höllinni í kvöld og náði þessum skemmtilegum myndum sem má sjá hér fyrir ofan auk þess að nokkrar útvaldar myndir eru hér fyrir neðan. Með sigrinum blandaði KR sér af fullri alvöru í baráttuna um fjórða sæti deildarinnar en liðið hefur nú unnið fjóra af fimm síðustu leikjum sínum og er til alls líklegt. KR byrjaði leikinn mjög vel og var yfir nánast allan fyrsta leikhlutann. KR komst í 17-10 en þá skoraði Keflavík átta stig í röð en Björg Einarsdóttir svaraði með þrist og KR var tveimur stigum yfir eftir fyrsta leikhluta 20-18. KR mætti mjög ákveðið til leiks og lék frábæra vörn sem lagði grunninn að því að KR var 13 stigum yfir í hálfleik 43-30. KR barðist af mun meiri ákefð fyrir öllum lausum boltum og fráköstum auk þess sem liðið fór illa með svæðisvörn Keflavíkur. KR hélt uppteknum hætti í byrjun seinni hálfleiks og skoraði 12 fyrstu stig hálfleiksins og náði 25 stiga forystu 55-30. Varnarleikur KR var frábær og sjálfstraustið sem jafnan einkennir lið Keflavíkur var hvergi sjáanlegt. Sóknarleikur KR var einnig frábær og sýndi liðið að það getur vel att kappi við þau bestu þrátt fyrir að hafa verið í næst neðsta sæti deildarinnar fyrir leikinn en Keflavík var í því efsta. KR var 22 stigum yfir þegar fjórði leikhluti hófst 63-41 og ljóst að Keflavík þurfti að bæta sinn leik að öllu leyti til að komast inn í leikinn. Meiri ákefð var í leik Keflavíkur í fjórða leikhluta og það dugði liðinu til að minnka muninn í fimm stig 72-67 en skaðinn var skeður og KR fagnaði mikilvægum sigri. Keflavík er enn á toppi deildarinnar en nú með jafn mörg stig og Snæfell. Yngvi Páll: Leikmenn tilbúnir að vinna skítverkin„Við spiluðum mjög vel í kvöld, sérstaklega fyrri hálfleikinn og bróður partinn af þriðja leikhluta. Svo lendum við í því sem verður oft hættulegt, við förum að verja forskot eins og eitthvað sé komið sem er ekki geirneglt,“ sagði Yngvi Páll Gunnlaugsson þjálfari KR. „Keflavík gerði gott áhlaup á okkur en sem betur fer stóðust við það og kláruðum sterkt. „Það er heilmikill karakter í þessu liði. Við höfum þurft að sýna meiri yfirvegun og sem betur fer náðum við því í þessum leik. Núna höfum við náð tveimur sigurleikjum í röð gegn mjög sterkum liðum í toppbaráttunni sem er góðs viti fyrir okkur,“ sagði Yngvi en KR hefur unnið tvö efstu lið deildarinnar í síðustu tveimur leikjum sínum. „Við erum með marga menn í meiðslum eins og mörg önnur lið en þær sem komu inn stóðu sig frábærlega og ég er mjög ánægður með liðið í dag. „Það má ekki gleyma því að við erum eina liðið sem hefur spilað fjóra leiki útlendingslaus í vetur, af þessum tapleikjum okkar. Persónulega finnst mér ekkert ósanngjarnt að við séum að fá sárabætur í kjölfarið. „Nú kemur Kaninn inn og hún er sterk en hún gerir alla aðra betri og það er það sem við viljum, við viljum vinna þetta á liðsheildinni,“ sagði Yngvi Páll en Ebone Henry styrkir lið KR mikið og þá ekki síst þar sem hún er mjög sterk jafnt í vörn sem sókn. „Hún var varnarmaður ársins í sinni háskóladeild og stigahæsti leikmaðurinn. Þetta er flottur leikmaður og ólíkt þeirri sem var á undan þá er hún í hörku formi og hún er rosalega auðþjálfanleg. „Sigrún (Sjöfn Ámundadóttir) átti frábæran leik líka og það má ekki gleyma því að við erum með fullt af íslenskum góðum leikmönnum sem leggja sitt á vogarskálarnar. „Því er ekki neitað að útlendingsgildið í kvennaboltanum er svo mikilvægt. Það hjálpar líka að vera með leikmenn sem eru tilbúnir að leyfa útlendingnum að ljóma og vinna skítverkin.“ Andy: Getum unnið alla og tapað fyrir öllum„Það er alltaf vonbrigði að tapa en við spiluðum ekki af nægum krafti í kvöld. Framkvæmdin okkar var ekki góð en þær léku mjög vel. Það eru tvær hliðar á öllum peningum,“ sagði Andy Johnston þjálfari Keflavíkur. „Stundum leikur maður ekki nógu vel og ekki af þeim krafti sem þarf. Við gerðum það ekki í dag og þannig er körfuboltinn. „Við pössuðum ekki nógu vel upp á boltann og vorum ekki nógu beittar. „Ég segi liðinu það oft og iðulega að hver leikur og hvert kvöld er frábrugðið því á undan. Ef við mætum ekki af krafti til leiks getum við tapað fyrir hvaða liði sem er en ef við mætum af krafti getum við unnið hvaða lið sem er eins og við höfum sýnt á tímabilinu. „Yfirleitt mætum við af krafti og við höfum náð góðum árangri með ungt lið og tvo byrjunarliðsmenn fjarverandi. Ég er ánægður með stöðu okkar í deildinni en ég er ekki ánægður með frammistöðu okkar í kvöld. „Við lékum af meiri krafti í fjórða leikhluta og þar sést munurinn á okkar leik í kvöld,“ sagði Andy. Leik lokið (77-67): Sanngjarn sigur KR40. mínúta (74-67): Bryndís með þrist og Henry svarar með 2 vítum í viðbót.39. mínúta (72-64): Ebone Henry með tvö víti niður, komin í 19 stig. Porche Landry svarar með þremur stigum og er komin í 28 stig.39. mínúta (70-61): Átta stig á mínútu og þarf af tveir þristar í röð og Keflavík á skyndilega möguleika í þessum leik. Þetta gerist svo hratt.38. mínúta (70-53): Keflavík kemur ekki til baka úr þessu.37. mínúta (70-51): Keflavík pressar en pressan var ekki góð. Björg með þrist og er komin með 13 stig.36. mínúta (67-51): Keflavík hefur ekki komist nær en 16 stig.35. mínúta (65-49): Þetta er ekki nema 16 stig og KR þarf að átta sig á því að það þarf að klára leikinn. Ef þær vakna ekki á Keflavík smá möguleika.33. mínúta (65-47): Það er meiri ákefð í leik Keflavíkur en þetta er einfaldlega of seint.31. mínúta (63-43): Landry er komin með 21 stig fyrir Keflavík.3. leikhluta lokið (63-41): Sex síðustu stig fjórðungsins voru Keflavíkur en það dugir skammt þegar liðið skorar bara 11 stig í leikhlutanum.28. mínúta (63-35): Nei lesendur góðir, þetta eru réttar tölur. KR er heima og 28 stigum yfir.27. mínúta (57-35): Lífsmark á liðið Keflavíkur eða kannski bara dauðakippir, kemur í ljós.26. mínúta (55-31): Sandra Þrastardóttir með fyrsta stig Keflavíkur í seinni hálfleik eftir rúmlega fimm mínútna leik.25. mínúta (55-30): Keflavík er ekki enn búið að skora í seinni hálfleik og KR fer gjörsamlega á kostum.24. mínúta (51-30): Anna María með þrist sem skoppaði á öllum hringnum og fór í spjaldið. Heppnin með KR auk þess sem liðið er að spila frábærlega.23. mínúta (48-30): KR að spila svæðisvörn sem gengur mjög vel þar sem Keflavíkurliðið er ískalt fyrir utan.21. mínúta (45-30): Anna María með fyrstu stig seinni hálfleiks.Hálfleikur: Porche Laundry hefur skorað 14 stig fyrir Keflavík og Bryndís Guðmundsdóttir 8.Hálfleikur: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skoraði 16 stig og tók 7 fráköst fyrir KR. Ebone Henry skoraði 13 stig og Björg Einarsdóttir 10.Hálfleikur (43-30): KR spilaði frábæra vörn, barðist fyrir hverju frákasti og fór illa með svæðisvörn Keflavíkur með að setja skotin sínn niður. Lið Keflavíkur virkar andlaust gegn þessu fríska liði KR.19. mínúta (40-28): Liðin eru að spila öflugan varnarleik, sérstaklega KR.17. mínúta (38-28): Sigrún Sjöfn er komin með 15 stig.16. mínúta (33-28): Keflavík er að spila svæðisvörn en það gengur ekki til lengdar ef Sigrún Sjöfn heldur áfram að setja niður þrista.15. mínúta (30-26): Porche Landry er með 12 stig fyrir Keflavík og Ebone Henry 11 fyrir KR.13. mínúta (30-22): KR-liðið er mjög ákveðið þessa stundina.12. mínúta (24-18): Keflavíkursóknin er eitthvað vanstillt í upphafi annars leikhluta.11. mínúta (22-18): Anna María Ævarsdóttir skorar fyrstu körfu annars leikhluta og Andy Johnston tekur leikhlé. Ekki ánægður með hvernig lið sitt kom út úr hléinu á milli leikhluta.1. leikhluta lokið (20-18): Keflavík skoraði átta stig í röð áður en Björg svaraði með þrist.9. mínúta (17-15): Porche Landry er komin með 10 stig fyrir Keflavík.8. mínúta (17-10): Sigrún Sjöfn brunaði upp allan völlinn. KR hefur byrjað þennan leik mjög vel.6. mínúta (15-9): Sara Rún Hinriksdóttir með tvö stig og víti niður. Henry svarar með þrist fyrir KR.5. mínúta (10-6): Sigrún Sjöfn með þrist fyrir KR og Landry svarar með að keyra inn í teiginn.4. mínúta (7-4): Björg Einarsdóttir með þrist fyrir KR.2. mínúta (4-2): Leikurinn fer skemmtilega af stað og liðin keyra mikið inn í teig.1. mínúta (2-0): Sara Magnúsdóttir með fyrstu stig leiksins.Fyrir leik: Keflavík hefur líka unnið þrjá af fjórum síðustu leikjum sínum en liðið hefur unnið tvo leiki í röð eftir tap gegn Val.Fyrir leik: KR hefur unnið þrjá af fjórum síðustu leikjum sínum og vann í síðustu umferð í Stykkishólmi, lið Snæfells sem er í öðru sæti deildarinnar.Fyrir leik: Hamar er í fjórða sæti deildarinnar með 12 stig og getur KR því blandað sér af kraft í baráttuna um fjórða sæti deildarinnar sem gefur sæti í úrslitakeppni með sigri en hafa skal það hugfast að mikið er enn eftir af deildarkeppninni.Fyrir leik: KR er í næst neðsta sæti deildarinnar með 8 stig en getur náð Val og mögulega Grindavík að stigum, tapi Grindavík fyrir Njarðvík í kvöld.Fyrir leik: Keflavík er í efsta sæti deildarinnar með 20 stig, líkt og Snæfell sem vann Hauka fyrr í dag í 13. umferð deildarinnar.Fyrir leik: Hér verður leik KR og Keflavíkur í Dominos deild kvenna í körfubolta lýst.Mynd/DaníelMynd/DaníelMynd/DaníelMynd/DaníelMynd/DaníelMynd/DaníelMynd/DaníelMynd/Daníel Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira
KR rúllaði yfir Íslandsmeistara Keflavíkur og topplið Dominos deildar kvenna í körfubolta 77-67 á heimavelli sínum í kvöld. Leikurinn var aðeins jafn í fyrsta leikhluta en að honum loknum voru yfirburðir KR miklir.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í DHL-höllinni í kvöld og náði þessum skemmtilegum myndum sem má sjá hér fyrir ofan auk þess að nokkrar útvaldar myndir eru hér fyrir neðan. Með sigrinum blandaði KR sér af fullri alvöru í baráttuna um fjórða sæti deildarinnar en liðið hefur nú unnið fjóra af fimm síðustu leikjum sínum og er til alls líklegt. KR byrjaði leikinn mjög vel og var yfir nánast allan fyrsta leikhlutann. KR komst í 17-10 en þá skoraði Keflavík átta stig í röð en Björg Einarsdóttir svaraði með þrist og KR var tveimur stigum yfir eftir fyrsta leikhluta 20-18. KR mætti mjög ákveðið til leiks og lék frábæra vörn sem lagði grunninn að því að KR var 13 stigum yfir í hálfleik 43-30. KR barðist af mun meiri ákefð fyrir öllum lausum boltum og fráköstum auk þess sem liðið fór illa með svæðisvörn Keflavíkur. KR hélt uppteknum hætti í byrjun seinni hálfleiks og skoraði 12 fyrstu stig hálfleiksins og náði 25 stiga forystu 55-30. Varnarleikur KR var frábær og sjálfstraustið sem jafnan einkennir lið Keflavíkur var hvergi sjáanlegt. Sóknarleikur KR var einnig frábær og sýndi liðið að það getur vel att kappi við þau bestu þrátt fyrir að hafa verið í næst neðsta sæti deildarinnar fyrir leikinn en Keflavík var í því efsta. KR var 22 stigum yfir þegar fjórði leikhluti hófst 63-41 og ljóst að Keflavík þurfti að bæta sinn leik að öllu leyti til að komast inn í leikinn. Meiri ákefð var í leik Keflavíkur í fjórða leikhluta og það dugði liðinu til að minnka muninn í fimm stig 72-67 en skaðinn var skeður og KR fagnaði mikilvægum sigri. Keflavík er enn á toppi deildarinnar en nú með jafn mörg stig og Snæfell. Yngvi Páll: Leikmenn tilbúnir að vinna skítverkin„Við spiluðum mjög vel í kvöld, sérstaklega fyrri hálfleikinn og bróður partinn af þriðja leikhluta. Svo lendum við í því sem verður oft hættulegt, við förum að verja forskot eins og eitthvað sé komið sem er ekki geirneglt,“ sagði Yngvi Páll Gunnlaugsson þjálfari KR. „Keflavík gerði gott áhlaup á okkur en sem betur fer stóðust við það og kláruðum sterkt. „Það er heilmikill karakter í þessu liði. Við höfum þurft að sýna meiri yfirvegun og sem betur fer náðum við því í þessum leik. Núna höfum við náð tveimur sigurleikjum í röð gegn mjög sterkum liðum í toppbaráttunni sem er góðs viti fyrir okkur,“ sagði Yngvi en KR hefur unnið tvö efstu lið deildarinnar í síðustu tveimur leikjum sínum. „Við erum með marga menn í meiðslum eins og mörg önnur lið en þær sem komu inn stóðu sig frábærlega og ég er mjög ánægður með liðið í dag. „Það má ekki gleyma því að við erum eina liðið sem hefur spilað fjóra leiki útlendingslaus í vetur, af þessum tapleikjum okkar. Persónulega finnst mér ekkert ósanngjarnt að við séum að fá sárabætur í kjölfarið. „Nú kemur Kaninn inn og hún er sterk en hún gerir alla aðra betri og það er það sem við viljum, við viljum vinna þetta á liðsheildinni,“ sagði Yngvi Páll en Ebone Henry styrkir lið KR mikið og þá ekki síst þar sem hún er mjög sterk jafnt í vörn sem sókn. „Hún var varnarmaður ársins í sinni háskóladeild og stigahæsti leikmaðurinn. Þetta er flottur leikmaður og ólíkt þeirri sem var á undan þá er hún í hörku formi og hún er rosalega auðþjálfanleg. „Sigrún (Sjöfn Ámundadóttir) átti frábæran leik líka og það má ekki gleyma því að við erum með fullt af íslenskum góðum leikmönnum sem leggja sitt á vogarskálarnar. „Því er ekki neitað að útlendingsgildið í kvennaboltanum er svo mikilvægt. Það hjálpar líka að vera með leikmenn sem eru tilbúnir að leyfa útlendingnum að ljóma og vinna skítverkin.“ Andy: Getum unnið alla og tapað fyrir öllum„Það er alltaf vonbrigði að tapa en við spiluðum ekki af nægum krafti í kvöld. Framkvæmdin okkar var ekki góð en þær léku mjög vel. Það eru tvær hliðar á öllum peningum,“ sagði Andy Johnston þjálfari Keflavíkur. „Stundum leikur maður ekki nógu vel og ekki af þeim krafti sem þarf. Við gerðum það ekki í dag og þannig er körfuboltinn. „Við pössuðum ekki nógu vel upp á boltann og vorum ekki nógu beittar. „Ég segi liðinu það oft og iðulega að hver leikur og hvert kvöld er frábrugðið því á undan. Ef við mætum ekki af krafti til leiks getum við tapað fyrir hvaða liði sem er en ef við mætum af krafti getum við unnið hvaða lið sem er eins og við höfum sýnt á tímabilinu. „Yfirleitt mætum við af krafti og við höfum náð góðum árangri með ungt lið og tvo byrjunarliðsmenn fjarverandi. Ég er ánægður með stöðu okkar í deildinni en ég er ekki ánægður með frammistöðu okkar í kvöld. „Við lékum af meiri krafti í fjórða leikhluta og þar sést munurinn á okkar leik í kvöld,“ sagði Andy. Leik lokið (77-67): Sanngjarn sigur KR40. mínúta (74-67): Bryndís með þrist og Henry svarar með 2 vítum í viðbót.39. mínúta (72-64): Ebone Henry með tvö víti niður, komin í 19 stig. Porche Landry svarar með þremur stigum og er komin í 28 stig.39. mínúta (70-61): Átta stig á mínútu og þarf af tveir þristar í röð og Keflavík á skyndilega möguleika í þessum leik. Þetta gerist svo hratt.38. mínúta (70-53): Keflavík kemur ekki til baka úr þessu.37. mínúta (70-51): Keflavík pressar en pressan var ekki góð. Björg með þrist og er komin með 13 stig.36. mínúta (67-51): Keflavík hefur ekki komist nær en 16 stig.35. mínúta (65-49): Þetta er ekki nema 16 stig og KR þarf að átta sig á því að það þarf að klára leikinn. Ef þær vakna ekki á Keflavík smá möguleika.33. mínúta (65-47): Það er meiri ákefð í leik Keflavíkur en þetta er einfaldlega of seint.31. mínúta (63-43): Landry er komin með 21 stig fyrir Keflavík.3. leikhluta lokið (63-41): Sex síðustu stig fjórðungsins voru Keflavíkur en það dugir skammt þegar liðið skorar bara 11 stig í leikhlutanum.28. mínúta (63-35): Nei lesendur góðir, þetta eru réttar tölur. KR er heima og 28 stigum yfir.27. mínúta (57-35): Lífsmark á liðið Keflavíkur eða kannski bara dauðakippir, kemur í ljós.26. mínúta (55-31): Sandra Þrastardóttir með fyrsta stig Keflavíkur í seinni hálfleik eftir rúmlega fimm mínútna leik.25. mínúta (55-30): Keflavík er ekki enn búið að skora í seinni hálfleik og KR fer gjörsamlega á kostum.24. mínúta (51-30): Anna María með þrist sem skoppaði á öllum hringnum og fór í spjaldið. Heppnin með KR auk þess sem liðið er að spila frábærlega.23. mínúta (48-30): KR að spila svæðisvörn sem gengur mjög vel þar sem Keflavíkurliðið er ískalt fyrir utan.21. mínúta (45-30): Anna María með fyrstu stig seinni hálfleiks.Hálfleikur: Porche Laundry hefur skorað 14 stig fyrir Keflavík og Bryndís Guðmundsdóttir 8.Hálfleikur: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skoraði 16 stig og tók 7 fráköst fyrir KR. Ebone Henry skoraði 13 stig og Björg Einarsdóttir 10.Hálfleikur (43-30): KR spilaði frábæra vörn, barðist fyrir hverju frákasti og fór illa með svæðisvörn Keflavíkur með að setja skotin sínn niður. Lið Keflavíkur virkar andlaust gegn þessu fríska liði KR.19. mínúta (40-28): Liðin eru að spila öflugan varnarleik, sérstaklega KR.17. mínúta (38-28): Sigrún Sjöfn er komin með 15 stig.16. mínúta (33-28): Keflavík er að spila svæðisvörn en það gengur ekki til lengdar ef Sigrún Sjöfn heldur áfram að setja niður þrista.15. mínúta (30-26): Porche Landry er með 12 stig fyrir Keflavík og Ebone Henry 11 fyrir KR.13. mínúta (30-22): KR-liðið er mjög ákveðið þessa stundina.12. mínúta (24-18): Keflavíkursóknin er eitthvað vanstillt í upphafi annars leikhluta.11. mínúta (22-18): Anna María Ævarsdóttir skorar fyrstu körfu annars leikhluta og Andy Johnston tekur leikhlé. Ekki ánægður með hvernig lið sitt kom út úr hléinu á milli leikhluta.1. leikhluta lokið (20-18): Keflavík skoraði átta stig í röð áður en Björg svaraði með þrist.9. mínúta (17-15): Porche Landry er komin með 10 stig fyrir Keflavík.8. mínúta (17-10): Sigrún Sjöfn brunaði upp allan völlinn. KR hefur byrjað þennan leik mjög vel.6. mínúta (15-9): Sara Rún Hinriksdóttir með tvö stig og víti niður. Henry svarar með þrist fyrir KR.5. mínúta (10-6): Sigrún Sjöfn með þrist fyrir KR og Landry svarar með að keyra inn í teiginn.4. mínúta (7-4): Björg Einarsdóttir með þrist fyrir KR.2. mínúta (4-2): Leikurinn fer skemmtilega af stað og liðin keyra mikið inn í teig.1. mínúta (2-0): Sara Magnúsdóttir með fyrstu stig leiksins.Fyrir leik: Keflavík hefur líka unnið þrjá af fjórum síðustu leikjum sínum en liðið hefur unnið tvo leiki í röð eftir tap gegn Val.Fyrir leik: KR hefur unnið þrjá af fjórum síðustu leikjum sínum og vann í síðustu umferð í Stykkishólmi, lið Snæfells sem er í öðru sæti deildarinnar.Fyrir leik: Hamar er í fjórða sæti deildarinnar með 12 stig og getur KR því blandað sér af kraft í baráttuna um fjórða sæti deildarinnar sem gefur sæti í úrslitakeppni með sigri en hafa skal það hugfast að mikið er enn eftir af deildarkeppninni.Fyrir leik: KR er í næst neðsta sæti deildarinnar með 8 stig en getur náð Val og mögulega Grindavík að stigum, tapi Grindavík fyrir Njarðvík í kvöld.Fyrir leik: Keflavík er í efsta sæti deildarinnar með 20 stig, líkt og Snæfell sem vann Hauka fyrr í dag í 13. umferð deildarinnar.Fyrir leik: Hér verður leik KR og Keflavíkur í Dominos deild kvenna í körfubolta lýst.Mynd/DaníelMynd/DaníelMynd/DaníelMynd/DaníelMynd/DaníelMynd/DaníelMynd/DaníelMynd/Daníel
Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira