Tónlist

Nýtt erindi í gömlu Wu-Tang lagi

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Inspectah Deck á erindi úr laginu C.R.E.A.M. sem fáir hafa heyrt.
Inspectah Deck á erindi úr laginu C.R.E.A.M. sem fáir hafa heyrt. Mynd/Nordic Photos
Rapparinn Inspectah Deck úr Wu-Tang Clan hyggst gefa út erindi úr laginu C.R.E.A.M. sem almenningur hefur ekki áður heyrt. Hann segir að upprunalega útgáfan af laginu geysivinsæla, C.R.E.A.M., hafi verið mun lengri en sú sem var notuð á plötunni 36 Chambers.

"Við Raekwon áttum báðir tvö erindi í upprunalega laginu, það var mjög langt lag. Ég klippti þetta þannig að ég tók fyrri hlutann úr fyrra erindinu og seinni hlutann úr seinna erindinu og gerði þá að einu erindi. En heyri menn bæði erindin mín segir textinn allt aðra sögu," segir rapparinn þekkti.

Hann hyggst gefa týnda erindið út á næstunni, en 20 ár eru liðin frá því að það kom út í sinni upprunalegu mynd á 36 Chambers.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×