Umfjöllun og viðtöl: Haukar - FH 19-19 | Jafntefli í háspennuleik Sigmar Sigfússon á Ásvöllum skrifar 23. nóvember 2013 15:45 Haukar og FH gerðu jafntefli, 19-19, í slagnum um Hafnarfjörð í dag. Leikurinn var spennandi allan tímann og liðin skiptust á forystu í leiknum. Haukar fengu tækifæri að komast yfir á síðustu sekúndum leiksins en fengu ruðning dæmdan á sig. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi. Liðin skiptust á að skora og lítið um varnir á löngum köflum. Bæði lið náðu tvisvar sinnum tveggja marka forystu í hálfleiknum. Mikið var um sóknamistök hjá báðum liðum og fengu þau hraðaupphlaup upp frá þeim. Markmenn beggja liða höfðu hægt um sig í fyrri hálfleik. Línumaður FH, Berglind Björgvinsdóttir, var drjúg fyrir sitt lið í fyrri hálfleik og skoraði fjögur mörk. Gestirnir byrjuðu seinni hálfleik betur og náðu tveggja marka forystu eftir korters leik. Slæmur kafli hjá Haukum og FH gekk á lagið. FH fékk tækifæri á því að komast þremur mörkum yfir þegar um tíu mínútur voru eftir. FH-stúlkum mistókst það og Haukar skoruðu þrjú mörk í röð og komnar einu marki yfir. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Haukar fengu tækifæri að komast yfir þegar um fimmtán sekúndur voru eftir. Dómarar leiksins dæmdu ruðning á Hauka og þjálfarateymið var allt annað en sátt með það. Leikurinn endaði því með jafntefli 19-19 og slagurinn um Hafnarfjörð verður því frystur í bili. Fyrir Heimastúlkur var Viktoría Valdimarsdóttir atkvæðamest með fimm mörk. Hjá FH-ingum var það Berglind Ósk Björgvinsdóttir sem skoraði sjö mörk og var Haukavörninni erfið. Halldór: Varnarleikurinn var allt í lagi„Ég er ekki sáttur með þetta. Við hefðum geta unnið leikinn ef við hefðum spilað almennilega hérna á lokakaflanum,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Hauka, ósáttur eftir leikinn. „Ég er ósáttur með öll þau tækifæri sem við klúðrum frá okkur. Við hefðum viljað eitthvað aukalega en fengum það ekki í þessum leik því miður.“ „Við vorum ósátt í lokin og okkur fannst halla verulega á okkur á þeim tímapunkti. Við erum að hitta oft á það í undanförum leikjum, því miður.“ „Ég get þó verið sáttur með að liðið hafi bara fengið á sig nítjan mörk. Þótt að mörg þessara marka vill ég meina að við eigum að geta stoppað. Þannig að mér fannst varnarleikurinn allt í lagi en sóknaleikurinn ekki eins góður,“ sagði Halldór Harri að lokum. Magnús: Dómararnir fóru að dæma í aðra áttina„Ég er nokkuð sáttur með stig úr leiknum. Við erum í smá ástandi núna. Töluvert um meiðsli í liðinu þessa dagana. Þannig að við göngum nokkuð sátt með eitt stig héðan,“ sagði Magnús Sigmundsson, þjálfari FH-inga eftir leikinn. „Á kaflanum þegar við fáum þrjú mörk í röð á okkur og hleypum þeim aftur inn í þetta að þá breyttist dálítið inn á vellinum sem við gátum ekki ráðið við. Ég ætla ekki að segja hvað breyttist en það breyttist eitthvað,“ sagði Magnús og átti líklega við dómgæsluna. „Við héldum okkar hraða og krafti en það breyttist eitthvað eins og sagði áðan. Eftir að Haukarnir fengu gult spjald á bekkinn breyttist allt.“ Þú ert þá væntanlega að tala um dómsgæsluna? nú voru þjálfarar Haukar allt annað en sáttir með dómgæsluna hérna í lokin. Hvað segir þú um það? „Ég veit það nú ekki. Ég held að þau geta nú ekki verið ósátt með dómgæsluna síðasta korterið. Það hallaði verulega á okkur. Eins og ég sagði áðan að þá héldum við okkar striki en dómararnir fóru að dæma í aðra áttina,“ sagði Magnús. „Heilt yfir er ég sáttur. Það er eins með dómara og leikmenn. Þeir geta átt misjafna daga og þeir áttu slæman dag í dag,“ sagði Magnús að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Sjá meira
Haukar og FH gerðu jafntefli, 19-19, í slagnum um Hafnarfjörð í dag. Leikurinn var spennandi allan tímann og liðin skiptust á forystu í leiknum. Haukar fengu tækifæri að komast yfir á síðustu sekúndum leiksins en fengu ruðning dæmdan á sig. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi. Liðin skiptust á að skora og lítið um varnir á löngum köflum. Bæði lið náðu tvisvar sinnum tveggja marka forystu í hálfleiknum. Mikið var um sóknamistök hjá báðum liðum og fengu þau hraðaupphlaup upp frá þeim. Markmenn beggja liða höfðu hægt um sig í fyrri hálfleik. Línumaður FH, Berglind Björgvinsdóttir, var drjúg fyrir sitt lið í fyrri hálfleik og skoraði fjögur mörk. Gestirnir byrjuðu seinni hálfleik betur og náðu tveggja marka forystu eftir korters leik. Slæmur kafli hjá Haukum og FH gekk á lagið. FH fékk tækifæri á því að komast þremur mörkum yfir þegar um tíu mínútur voru eftir. FH-stúlkum mistókst það og Haukar skoruðu þrjú mörk í röð og komnar einu marki yfir. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Haukar fengu tækifæri að komast yfir þegar um fimmtán sekúndur voru eftir. Dómarar leiksins dæmdu ruðning á Hauka og þjálfarateymið var allt annað en sátt með það. Leikurinn endaði því með jafntefli 19-19 og slagurinn um Hafnarfjörð verður því frystur í bili. Fyrir Heimastúlkur var Viktoría Valdimarsdóttir atkvæðamest með fimm mörk. Hjá FH-ingum var það Berglind Ósk Björgvinsdóttir sem skoraði sjö mörk og var Haukavörninni erfið. Halldór: Varnarleikurinn var allt í lagi„Ég er ekki sáttur með þetta. Við hefðum geta unnið leikinn ef við hefðum spilað almennilega hérna á lokakaflanum,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Hauka, ósáttur eftir leikinn. „Ég er ósáttur með öll þau tækifæri sem við klúðrum frá okkur. Við hefðum viljað eitthvað aukalega en fengum það ekki í þessum leik því miður.“ „Við vorum ósátt í lokin og okkur fannst halla verulega á okkur á þeim tímapunkti. Við erum að hitta oft á það í undanförum leikjum, því miður.“ „Ég get þó verið sáttur með að liðið hafi bara fengið á sig nítjan mörk. Þótt að mörg þessara marka vill ég meina að við eigum að geta stoppað. Þannig að mér fannst varnarleikurinn allt í lagi en sóknaleikurinn ekki eins góður,“ sagði Halldór Harri að lokum. Magnús: Dómararnir fóru að dæma í aðra áttina„Ég er nokkuð sáttur með stig úr leiknum. Við erum í smá ástandi núna. Töluvert um meiðsli í liðinu þessa dagana. Þannig að við göngum nokkuð sátt með eitt stig héðan,“ sagði Magnús Sigmundsson, þjálfari FH-inga eftir leikinn. „Á kaflanum þegar við fáum þrjú mörk í röð á okkur og hleypum þeim aftur inn í þetta að þá breyttist dálítið inn á vellinum sem við gátum ekki ráðið við. Ég ætla ekki að segja hvað breyttist en það breyttist eitthvað,“ sagði Magnús og átti líklega við dómgæsluna. „Við héldum okkar hraða og krafti en það breyttist eitthvað eins og sagði áðan. Eftir að Haukarnir fengu gult spjald á bekkinn breyttist allt.“ Þú ert þá væntanlega að tala um dómsgæsluna? nú voru þjálfarar Haukar allt annað en sáttir með dómgæsluna hérna í lokin. Hvað segir þú um það? „Ég veit það nú ekki. Ég held að þau geta nú ekki verið ósátt með dómgæsluna síðasta korterið. Það hallaði verulega á okkur. Eins og ég sagði áðan að þá héldum við okkar striki en dómararnir fóru að dæma í aðra áttina,“ sagði Magnús. „Heilt yfir er ég sáttur. Það er eins með dómara og leikmenn. Þeir geta átt misjafna daga og þeir áttu slæman dag í dag,“ sagði Magnús að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Sjá meira