Innlent

Fjórar bílveltur á Suðurlandi í dag

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bíll valt rétt austan við Selfoss í dag.
Bíll valt rétt austan við Selfoss í dag. mynd / Helgi Kristófersson
Fjórar bílveltur hafa komið upp á Suðurlandi í dag en gríðarlega hálka er á vegum í Árnessýslu.

Mikil ísing er á vegum og leynir hún á sér en enginn hefur slasast alvarlega og betur hefur farið en á horfðist.

„Fólk virðist ekki átta sig á þessari hálku og hafa ökumenn verið í vandræðum í allan dag,“ segir lögreglukona í samtali við fréttastofu Vísis í dag.

Lögreglan á svæðinu hvetur fólk til að fara varlega í kvöld og aka hægt um svæðið.

Fyrsta bílveltan átti sér stað rétt fyrir hádegi á Hellisheiðið. Klukkan tvö valt bíll rétt austan við Selfoss og nú síðdegis valt þriðji bílinn á gatnamótum Þingvallarvegar og Lyngdalsheiðar.

Fjórði ökumaðurinn sem velti bíl sínum var á ferð rétt fyrir neðan Reykholt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×