Innlent

Flughálka víðsvegar um landið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vegagerðin varar við flughálku á Holtavörðuheiði, Landvegi, Mýrdalssandi og í kringum Kirkjubæjarklaustur.

Á Suður- og Suðvesturlandi er einnig mikil hálka en eins og Vísir greindi frá fyrr í dag veltu fjórir ökumenn bifreið sinni á svæðinu í dag.

Hálka og hálkublettir eru víðsvegar á Vesturlandi og Vestfjörðum.

Á Norður- og Norðausturlandi er víðast hvar hálka eða hálkublettir.

Um austanvert landið er hálka eða hálkublettir. Greiðfært er með ströndinni í Höfn.

Með suðausturströndinni er greiðfært fyrir utan flughálku á milli Kirkjubæjarklaustur og Víkur.

Unnið er að jarðvegsskiptum vegna lagfæringar á Álftanesvegi um 300 metra norðan Garðaholtsvegar.

Ekki er unnið í núverandi vegstæði en vinna nær inn í vegfláa að vestanverðu. Búast má við einhverjum truflunum vegna umferðar vinnuvéla og vörubíla.

Vegfarendur eru því beðnir að sýna fyllstu aðgát og fylgja merkingum. Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara einnig við við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×