Afsagaðir svínshausar á moskulóð í Sogamýri Stefán Árni Pálsson skrifar 27. nóvember 2013 10:40 Myndir / vilhelm Svínshausum hefur verið dreift á lóð Félags múslima á Íslandi sem er staðsett í Sogamýri, við endann á gömlu Suðurlandsbrautinni. Alls voru þrír svínshausar á lóðinni og nokkrir svínaskankar. Félag múslima fékk lóðina við Sogamýri afhenta og samkvæmt deiliskipulagi Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir að moska rísi þar. „Ég er í raun forviða, það hefði nú verið ódýrara hjá þessu fólki að hella einfaldlega brennivíni á lóðina,“ segir Sverrir Agnarsson, formaður félags Múslima, í samtali við Vísi. „Það eina sem ég hef áhyggjur af er að þarna eru hótanir frá vefsíðum og öðru slíku komnar út í veruleikann og það er miður.“Hér má sjá fésbókarsíðu hóps sem mótmælir byggingar moskunnar á Íslandi en á síðunni segir; „Það er öryggismál, að ekki verði leyfð bygging mosku á Íslandi, þar sem undirbúningur hryðjuverka virðist oft eiga upptök sín innan veggja moskunnar.“Í ágúst síðastliðnum voru sett inn á spjallborð á heimasíðu nýnasista skilaboð þar sem fólk var hvatt til að líka við mótmælasíðu gegn mosku á Íslandi. Síðan, sem nefnist Stormfront.org, er gríðarlega stór, en þar eru rúmlega 270 þúsund notendur sem hafa sett inn yfir 10 milljón skilaboð. Þar segir að notendur séu hvítir þjóðernissinnar sem vilji verja hvíta minnihlutahópinn. Um miðjan september sagði Sverrir í samtali við Vísi að hann reiknaði með að fyrsta skóflustungan yrði tekinn í vor. Það fari eftir því hvað komi úr samkeppni um hönnun á húsinu. Þá sagði hann að leitað yrði til einkaaðila eftir fjármögnun. „Við höfum fengið töluvert af loforðum, svo ég hef ekki miklar áhyggjur af því. Þetta verður ekki borgað af neinum öfgasamtökunum. Við leitum mest til einstaklinga erlendis frá og svo eigum við rétt á að fá eitthvað úr sameiginlegum sjóðum múslima. Við gerum þetta allt í samvinnu við dómsmálaráðuneytið til að tryggja það að allir peningar sem koma þarna inn séu löglegir og tengist ekki einhverjum hryðjuverkasamtökum," sagði Sverrir í samtali við Vísi í september.Hér má sjá umfjöllun Stöðvar 2 um byggingu mosku í Sogamýrinni frá því í sumar. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Svínshausum hefur verið dreift á lóð Félags múslima á Íslandi sem er staðsett í Sogamýri, við endann á gömlu Suðurlandsbrautinni. Alls voru þrír svínshausar á lóðinni og nokkrir svínaskankar. Félag múslima fékk lóðina við Sogamýri afhenta og samkvæmt deiliskipulagi Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir að moska rísi þar. „Ég er í raun forviða, það hefði nú verið ódýrara hjá þessu fólki að hella einfaldlega brennivíni á lóðina,“ segir Sverrir Agnarsson, formaður félags Múslima, í samtali við Vísi. „Það eina sem ég hef áhyggjur af er að þarna eru hótanir frá vefsíðum og öðru slíku komnar út í veruleikann og það er miður.“Hér má sjá fésbókarsíðu hóps sem mótmælir byggingar moskunnar á Íslandi en á síðunni segir; „Það er öryggismál, að ekki verði leyfð bygging mosku á Íslandi, þar sem undirbúningur hryðjuverka virðist oft eiga upptök sín innan veggja moskunnar.“Í ágúst síðastliðnum voru sett inn á spjallborð á heimasíðu nýnasista skilaboð þar sem fólk var hvatt til að líka við mótmælasíðu gegn mosku á Íslandi. Síðan, sem nefnist Stormfront.org, er gríðarlega stór, en þar eru rúmlega 270 þúsund notendur sem hafa sett inn yfir 10 milljón skilaboð. Þar segir að notendur séu hvítir þjóðernissinnar sem vilji verja hvíta minnihlutahópinn. Um miðjan september sagði Sverrir í samtali við Vísi að hann reiknaði með að fyrsta skóflustungan yrði tekinn í vor. Það fari eftir því hvað komi úr samkeppni um hönnun á húsinu. Þá sagði hann að leitað yrði til einkaaðila eftir fjármögnun. „Við höfum fengið töluvert af loforðum, svo ég hef ekki miklar áhyggjur af því. Þetta verður ekki borgað af neinum öfgasamtökunum. Við leitum mest til einstaklinga erlendis frá og svo eigum við rétt á að fá eitthvað úr sameiginlegum sjóðum múslima. Við gerum þetta allt í samvinnu við dómsmálaráðuneytið til að tryggja það að allir peningar sem koma þarna inn séu löglegir og tengist ekki einhverjum hryðjuverkasamtökum," sagði Sverrir í samtali við Vísi í september.Hér má sjá umfjöllun Stöðvar 2 um byggingu mosku í Sogamýrinni frá því í sumar.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira