Körfubolti

Jakob og Ægir meiddir | Átta leikmenn á skýrslu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hlynur Bæringsson í leik með Sundsvall.
Hlynur Bæringsson í leik með Sundsvall. Mynd/Valli
Hvorki Jakob Sigurðarson né Ægir Steinarsson léku með Sundsvall Dragons í kvöld er liðið tapaði fyrir LF Basket í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

LF Basket hafði betur, 93-78, en Hlynur Bæringsson var stigahæstur liði þunnskipuðu liði drekanna með 21 stig. Hann tók þar að auki nítján fráköst en það dugði ekki til í kvöld.

Sundsvall Dragons hefur verið að glíma við talsvert fjárhagsvandamál þetta tímabilið og meiðsli þeirra Jakobs og Ægis bættu ekki úr skák. Aðeins átta leikmenn voru á skýrslu hjá liðinu í kvöld.

Allir átta komu við sögu í leiknum en Hlynur fékk til að mynda aðeins að hvíla í 27 sekúndur. Einn leikmanna Sundsvall spilaði allar 40 mínútur leiksins.

Jakob er að glíma við meiðsli í fæti að sögn þjálfarans Peter Öqvist og liðið fær frekari fregnir af meiðslum Ægis eftir helgi.

Sundsvall Dragons er í sjöunda sæti deildarinnar með tólf stig, rétt eins og LF. Borås er á toppnum með fullt hús stiga eftir tólf leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×