Hermigervill samdi tónlistina í QuizUp - "Leynimaðurinn á bak við mörg svona stef“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 19. nóvember 2013 07:00 mynd/Hermigervill Tónlistarmaðurinn Sveinbjörn Thorarensen einnig þekktur sem Hermigervill sá um gerð tónlistarinnar við leikinn QuizUp sem kom út fyrir stuttu. Um ein og hálf milljón manns hafa sótt QuizUp eins og staðan er í dag. Jóhann Þorvaldur Bergþórsson, yfirmaður tæknisviðs hjá Plain Vanilla sem þróaði og gefur leikinn út, segist ekki vera með tölurnar yfir það hversu oft leikurinn hefur verið spilaður. En að það sé stjarnfræðilega oft. Sveinbjörn segir að líklega hafi engin tónlist eftir hann verið spiluð jafn oft og tónlistin í QuizUp. Hann segir að hingað til hafi stef sem hann samdi undir lesnar skjáauglýsingar á Rúv verið mest spilaða tónlistin eftir hann. „Fólk veit það ekkert en ég er svona leynimaðurinn á bak við mörg svona stef og hljóð.“ Sveinbjörn og Þorsteinn B. Friðriksson sem er stofnandi og forstjóri Plain Vanilla eru systkinabörn og Þorsteinn bað Sveinbjörn um að semja tónlistina fyrir leikinn. Þeir frændur léku sér mikið saman þegar þeir voru krakkar, meðal annars í tölvuleikjum. „Við ólumst upp saman í tölvuleikjum og við spiluðum alltaf saman Nintendo. Ég fór heim til hans að spila því hann átti alltaf nýjustu leikina.“Gaman að takast á við þetta verkefni „Ég sá um alla tónlist og hljóðhönnun í leiknum,“ segir Sveinbjörn sem er búinn að vera með í útgáfu QuizUp leikjanna frá upphafi. En Plain Vanilla gaf út átta smærri spurningaleiki frá vorinu 2012 til vorsins 2013 undir sama nafni. Sveinbjörn segir að ferlið hafi verið nokkuð langt, hann sé búinn að vera að fínpússa þennan hljóðheim frá því að fyrsti leikurinn kom út og þar til nú. „Það þarf að hugsa öll hljóð allt öðruvísi en þegar ég er til dæmis að semja hefðbundin Hermigervils-lög, þar sem þessi lög hafa ekkert upphaf og engan endi.“ „Byrjunin og endirinn þurfa þannig í raun að renna saman í eitt en í hefðbundnum lögum er upphaf, uppbygging og endir,“ segir Sveinbjörn sem þótti gaman að takast á við þetta verkefni. „Það þarf líka að huga að öllum takkahljóðunum, það er mismunandi hljóð í leiknum eftir því hvað er að gerast í honum.“Á leiðinni á rosa flotta tónlistarhátíð Sveinbjörn er á leiðinni til Kanada í dag með vinum sínum í hljómsveitunum Hjaltalín og Prinspóló. Þau eru á leiðinni til Toronto og Montreal að spila. „Ég var líka að komast inn á Eurosonic sem er rosa flott tónlistarhátíð sem haldin er í Hollandi.“ Sveinbjörn hefur alltaf nóg fyrir stafni og er nýbúinn að búa til myndband við lagið Harlem Reykjavík sem er eftir hann sjálfan. „Ég bjó myndbandið til sjálfur þannig að það má segja að það sé tæknilega ófullkomið. En það er pínu pælingin með það, að einhver sem hann ekki að búa til myndband búi slíkt til.“ Hér að neðan má sjá myndbandið við Harlem Reykjavík: Leikjavísir Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Sveinbjörn Thorarensen einnig þekktur sem Hermigervill sá um gerð tónlistarinnar við leikinn QuizUp sem kom út fyrir stuttu. Um ein og hálf milljón manns hafa sótt QuizUp eins og staðan er í dag. Jóhann Þorvaldur Bergþórsson, yfirmaður tæknisviðs hjá Plain Vanilla sem þróaði og gefur leikinn út, segist ekki vera með tölurnar yfir það hversu oft leikurinn hefur verið spilaður. En að það sé stjarnfræðilega oft. Sveinbjörn segir að líklega hafi engin tónlist eftir hann verið spiluð jafn oft og tónlistin í QuizUp. Hann segir að hingað til hafi stef sem hann samdi undir lesnar skjáauglýsingar á Rúv verið mest spilaða tónlistin eftir hann. „Fólk veit það ekkert en ég er svona leynimaðurinn á bak við mörg svona stef og hljóð.“ Sveinbjörn og Þorsteinn B. Friðriksson sem er stofnandi og forstjóri Plain Vanilla eru systkinabörn og Þorsteinn bað Sveinbjörn um að semja tónlistina fyrir leikinn. Þeir frændur léku sér mikið saman þegar þeir voru krakkar, meðal annars í tölvuleikjum. „Við ólumst upp saman í tölvuleikjum og við spiluðum alltaf saman Nintendo. Ég fór heim til hans að spila því hann átti alltaf nýjustu leikina.“Gaman að takast á við þetta verkefni „Ég sá um alla tónlist og hljóðhönnun í leiknum,“ segir Sveinbjörn sem er búinn að vera með í útgáfu QuizUp leikjanna frá upphafi. En Plain Vanilla gaf út átta smærri spurningaleiki frá vorinu 2012 til vorsins 2013 undir sama nafni. Sveinbjörn segir að ferlið hafi verið nokkuð langt, hann sé búinn að vera að fínpússa þennan hljóðheim frá því að fyrsti leikurinn kom út og þar til nú. „Það þarf að hugsa öll hljóð allt öðruvísi en þegar ég er til dæmis að semja hefðbundin Hermigervils-lög, þar sem þessi lög hafa ekkert upphaf og engan endi.“ „Byrjunin og endirinn þurfa þannig í raun að renna saman í eitt en í hefðbundnum lögum er upphaf, uppbygging og endir,“ segir Sveinbjörn sem þótti gaman að takast á við þetta verkefni. „Það þarf líka að huga að öllum takkahljóðunum, það er mismunandi hljóð í leiknum eftir því hvað er að gerast í honum.“Á leiðinni á rosa flotta tónlistarhátíð Sveinbjörn er á leiðinni til Kanada í dag með vinum sínum í hljómsveitunum Hjaltalín og Prinspóló. Þau eru á leiðinni til Toronto og Montreal að spila. „Ég var líka að komast inn á Eurosonic sem er rosa flott tónlistarhátíð sem haldin er í Hollandi.“ Sveinbjörn hefur alltaf nóg fyrir stafni og er nýbúinn að búa til myndband við lagið Harlem Reykjavík sem er eftir hann sjálfan. „Ég bjó myndbandið til sjálfur þannig að það má segja að það sé tæknilega ófullkomið. En það er pínu pælingin með það, að einhver sem hann ekki að búa til myndband búi slíkt til.“ Hér að neðan má sjá myndbandið við Harlem Reykjavík:
Leikjavísir Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira