Súperman dreymdi Eið Smára | Íslendingar í banastuði í Króatíu Kolbeinn Tumi Daðason í Zagreb skrifar 19. nóvember 2013 13:01 Félagarnir Stefán Már Sigríðarson, Þórir Örn Ólafsson, Jóhann Ingi Hafþórsson og Árni Þór Gunnarsson voru byrjaðir að hita upp á hótelherbergi í Zagreb um tvöleytið í dag. Félagarnir tilheyra Tólfunni, stuðningsmannasveit landsliðsins, sem látið hefur vel í sér heyra á leikjum liðsins heima sem erlendis. Árni Þór öðlaðist því sem næst heimsfrægð í Súperman-búningi sínum þar sem hann grét gleðitárum að loknu 1-1 jafnteflinu gegn Norðmönnum í Ósló. „Af öryggisástæðum ætla ég ekki að fara í búninginn fyrr en á vellinum. Svo er líka svo rosalega heitt í honum,“ segir Árni Þór léttur en búningurinn frægi var að sjálfsögðu með í för. Fjölmargir félagar þeirra úr Tólfunni höfðu ekki efni á að fylgja landsliðinu til Zagreb. Meðal annars vantar aðaltrommuleikarann í hópnum, Joey Drummer, en erfitt verður að fylla hans skarð.Árni Þór grét gleðitárum í Súperman-búningi sínum í Ósló. Mynd/VilhelmStrákarnir ætla þó að gera sitt besta en þeir hafa fest kaup á bæði forlátum bongótrommum og gítar. Þeir ætla að styðja lið sitt til sigurs í kvöld og eru heilt yfir bjartsýnir á úrslit leiksins. „1-0 fyrir Ísland,“ segir Stefán Már og Þórir Örn segir að 1-1 jafntefli muni fleyta íslenska liðinu til Brasilíu. Jóhann Ingi segir sérstaklega ósannspár og af því tilefni spáir hann 1-0 sigri Króata. „Mig dreymdi Eið Smára í nótt. Ég held að hann eigi eftir að koma okkur til Brasilíu,“ segir Árni Þór. Strákarnir voru í banastuði þegar undirritaður hitti þá á herbergi sínu í dag. Þeir voru komnir í fínan gír og gáfu smá sýnishorn á þeim stuðningi sem íslenska landsliðið á von á í leiknum á Maksimir-leikvanginum í kvöld. Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Video kassi sport íþróttir Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Félagarnir Stefán Már Sigríðarson, Þórir Örn Ólafsson, Jóhann Ingi Hafþórsson og Árni Þór Gunnarsson voru byrjaðir að hita upp á hótelherbergi í Zagreb um tvöleytið í dag. Félagarnir tilheyra Tólfunni, stuðningsmannasveit landsliðsins, sem látið hefur vel í sér heyra á leikjum liðsins heima sem erlendis. Árni Þór öðlaðist því sem næst heimsfrægð í Súperman-búningi sínum þar sem hann grét gleðitárum að loknu 1-1 jafnteflinu gegn Norðmönnum í Ósló. „Af öryggisástæðum ætla ég ekki að fara í búninginn fyrr en á vellinum. Svo er líka svo rosalega heitt í honum,“ segir Árni Þór léttur en búningurinn frægi var að sjálfsögðu með í för. Fjölmargir félagar þeirra úr Tólfunni höfðu ekki efni á að fylgja landsliðinu til Zagreb. Meðal annars vantar aðaltrommuleikarann í hópnum, Joey Drummer, en erfitt verður að fylla hans skarð.Árni Þór grét gleðitárum í Súperman-búningi sínum í Ósló. Mynd/VilhelmStrákarnir ætla þó að gera sitt besta en þeir hafa fest kaup á bæði forlátum bongótrommum og gítar. Þeir ætla að styðja lið sitt til sigurs í kvöld og eru heilt yfir bjartsýnir á úrslit leiksins. „1-0 fyrir Ísland,“ segir Stefán Már og Þórir Örn segir að 1-1 jafntefli muni fleyta íslenska liðinu til Brasilíu. Jóhann Ingi segir sérstaklega ósannspár og af því tilefni spáir hann 1-0 sigri Króata. „Mig dreymdi Eið Smára í nótt. Ég held að hann eigi eftir að koma okkur til Brasilíu,“ segir Árni Þór. Strákarnir voru í banastuði þegar undirritaður hitti þá á herbergi sínu í dag. Þeir voru komnir í fínan gír og gáfu smá sýnishorn á þeim stuðningi sem íslenska landsliðið á von á í leiknum á Maksimir-leikvanginum í kvöld.
Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Video kassi sport íþróttir Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira